Heilinn í Himmler heitir Heydrich Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 24. janúar 2014 15:00 "Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans,“ segir Sigurður Pálsson skáld um þýðingarvinnuna. Fréttablaðið/GVA Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“ Menning Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Sagan HHhH er fyrsta bók hins franska Laurent Binet en fyrir hana fékk hann Prix Goncourt, helstu bókmenntaverðlaun Frakka. Sigurður Pálsson skáld hefur þýtt hana. "Þetta er ansi merkileg bók. Hún bregður nýju og spennandi ljósi á ýmis atriði síðari heimsstyrjaldarinnar, meðal annars þátt Reinhards Heydrich, yfirmanns Gestapo, leyniþjónustu nasista. Hann er algerlega í miðju þessa verks,“ segir Sigurður um bókina HHhH eftir Laurent Binet sem er nýlega komin út hjá Forlaginu. Þó um fyrsta verk höfundarins sé að ræða segir Sigurður bókina afrakstur fimmtán ára vinnu hans. „Binet varð nánast heltekinn af þessu viðfangsefni og viðurkennir að hafa verið orðinn hálf óþolandi í sambúð, því hann tengir sjálfan sig, tilfinningar og viðbrögð mjög persónulega inn í söguna og í bókinni fylgjumst við með höfundi vera að skrifa það verk sem við erum að lesa.“ Annað sem er nýtt í efnistökum Binets er hversu sögulega hárnákvæmur hann er, að sögn Sigurðar. „Binet þolir ekki frásagnir og kvikmyndir með uppdiktuðum samtölum. Hefur ímugust á slíku. Bókin er algerlega byggð á sögulegum staðreyndum en birtir þó ný sjónarhorn. Maður hélt að maður vissi eitthvað um uppgang nasismans og stríðið en var ekki meðvitaður um lykilmanninn Reinhard Heydrich. Það er stórfurðulegt. Þegar hugsað er um helstu foringja nasista koma strax upp nöfn Hitlers og Himmlers, Görings og Göbbels, jú og Eichmann. En Heydrich var miklu greindari en þeir allir til samans og ekki jafn geðveikur og Hitler. Himmler var brútal fábjáni og þaðan kemur HHhH – það þýðir Heilinn í Himmler heitir Heydrich. Því Heydrich var Himmlers hægri hönd.“ Sigurður segir höfundinn fylgja mótun Reinhards Heydrich gegnum hans bernsku- og unglingsár sem útskýri ýmislegt í fari hans en þó ekki svarthol grimmdarinnar og þætti hans í uppgangi nasismans og stríðinu. „Heydrich var köngulóin í vef nasistanna. Hann var gáfaður, óheyrilega skipulagður og skilvirkur. Hann er höfundur „endanlegu lausnarinnar á gyðingavandamálinu“ eins og það var kallað, stjórnaði fundinum fræga þegar það mál var afgreitt á einum og hálfum tíma og niðurstaðan var: „Við myrðum þá alla.“ Hann er höfundur þeirrar niðurstöðu. Jafnvel Hitler fékk gæsahúð.“ Hvernig var svo að takast á við að þýða HHhH? „Það var spennandi verkefni. Stíllinn er knappur en þó með skemmtilegu svingi. Hver höfundur hefur sína eiginleika og maður þarf að ganga inn í stílheim og hugsanagang hans. Fyrstu 30 síðurnar veit ég alltaf að eru ónýtar en hef ekki áhyggjur af því vegna þess að þegar ég er búinn að þýða verkið þá byrja ég aftur og klára fyrstu 30 síðurnar. Það er ekki tilbúið fyrr.“
Menning Mest lesið „Broshýr var Bogi Ágústsson, er bindin sín Rúvurum gaf“ Tíska og hönnun Innsýn í framtíðarheim tískunnar á Íslandi Tíska og hönnun Stefán Einar keypti 145 milljón króna þakíbúð Lífið Typpi í einu gati, tæki í öðru Lífið Arnór Ingvi og Andrea skinu skært í sænsku konungshöllinni Lífið Jói Fel ástfanginn, trúlofaður og fluttur í Hveragerði Lífið Daði Freyr og Árný keyptu einbýli á 86 milljónir Lífið Sjáðu þrjátíu sekúndur af atriði VÆB í Eurovision Lífið Háar hæðir og lágar lægðir Justins Bieber Lífið Reyndi við þrjár milljónir Lífið Fleiri fréttir Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira