Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 13:50 Hér má sjá kappana að verki. Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014 Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira
Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014
Mest lesið Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Opnun Samverks á Hellu fagnað Innlent Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Innlent Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa Erlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Sjá meira