Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 13:50 Hér má sjá kappana að verki. Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Mótorhjólateymið Desert Assassins hefur birt myndband af ferðalagi sínu um óbyggðir Íslands. Mótorhjólaknaparnir ferðuðust á vélhjólum um hálendið, fóru yfir ár, gras, möl og annað undirlendi. Myndbandið hefur vakið athygli og hjá sumum reiði en þeir telja að þarna sé um lögbrot að ræða; að um utanvegarakstur sé að ræða. Samkvæmt heimildum Vísis hefur myndbandið verið sent til Umhverfisstofnunar. Hér má sjá myndbandið. Erfitt er að segja nákvæmlega til um hvar vélhjólakapparnir eru nákvæmlega í myndbandinu. Líklegast er stærstur hluti myndbandsins tekinn upp á hálendinu norðan og austan við Heklu; Landmannaleið sem einnig er kölluð Dómadalsleið. Frostastaðavatni virðist bregða fyrir. Þeir gætu einnig hafa farið Fjallabaksleið nyrðri og verið í kringum Skjólkvía við Heklu, eða við einhver nýleg hraun úr Heklu. Þá voru þeir greinilega einnig á hálendinu sunnan og austan við Langjökul, hugsanlega farið í Kerlingarfjöll, kannski farið leið sunnan við Hofsjökul og með vesturbökkum Þjórsár. Kannski tekið línuveginn sunnan Langjökuls meðfram Hlöðufelli. Þá gætu einnig verið myndskot frá Hengilssvæðinu, hugsanlega í Dyrafjöllum og jafnvel einnig norðan við Ölkelduháls. Í myndbandinu birtast viðtöl við vélhjólakappana þar sem þeir lýsa upplifun sinni af íslenskum óbyggðum. Á áttundu mínútu myndbandsins segir einn kappinn frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. Rétt eftir að sú ákvörðun var tekin datt einn þeirra af hjólinu og lenti með andlitið á hrjúfum hraunmola með þeim afleiðingum að hann skarst í andlitinu. Þegar þeir keyrðu í kringum Heklu sagði einn þeirra: „Þetta er eins og að keyra á púðri, nema að þú ert að keyra á eldfjalli.“ Hann segir fegurðina hafa verið stórkostlega þegar þeir fóru niður dal í kringum Heklu. Kapparnir voru sáttir með ferðalag sitt til Íslands og segja fjölbreytileikann í landslaginu hafa heillað sig sérstaklega. Hér að neðan má sjá tíst frá velhjólaköppunum bandarísku.Day 5 was brutal but had its moments. Hourly posts coming your way on the DA Facebook page. #jcrhonda… http://t.co/5Fb8aWUiG5— Desert Assassins (@desertassassins) September 1, 2014 Day 4 of #riptoiceland in the books. Check out photos and words on the DA Facebook page.… http://t.co/973N4ka1m3— Desert Assassins (@desertassassins) August 31, 2014 14 stitches, the flu and f'ing Joi... day four begins. Check the DA Facebook page full story.… http://t.co/jft9m8whfZ— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Day 3 photos on DA Facebook. #jcrhonda #desertassassins @da_pab http://t.co/LMIcxGummX— Desert Assassins (@desertassassins) August 30, 2014 Water, heat and the moon. Check the action on the DA Facebook page. #jcrhonda #desertassassins… http://t.co/dxIlIZmdk9— Desert Assassins (@desertassassins) August 28, 2014
Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira