Bandarísku vélhjólakapparnir kærðir til lögreglu Kjartan Atli Kjartansson skrifar 22. október 2014 15:46 Kapparnir verða kærðir. Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.Vísir greindi frá málinu fyrr í dag og í fyrstu frétt um málið kom fram að myndbandið hafi verið sent inn til Umhverfisstofnunar. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur á sviði náttúru innan stofnunarinnar, staðfesti að myndbandið hafi verið sent þangað. „Raunar var það svo að myndbandið barst okkur úr fleiri en einni átt. Þjóðin er ákaflega dugleg að benda okkur á svona mál. Það ákaflega mikils virði fyrir okkur og sterkt vopn í baráttunni gegn ólöglegum akstri utan vega,“ útskýrir hún. Ingibjörg segir að nú sé verið að skrifa lögreglunni bréf vegna myndbandsins, þar sem tiltekin eru meint lögbrot, og það svo sent til lögreglunnarEn er svona málum að fjölga; þar sem ekið er utanvegar? „Bætt myndbandstækni og aukin umferð um netheima hefur það í för með sér að svona brot eru sannarlega að verða sýnilegri. En hvort að þetta er að aukast er erfitt að fullyrða um. Það er ekki hægt að slá neinu á föstu um það.“Ingibjörg bætir því við að fleiri ferðamenn komi til landsins, sem þýði einnig fjölgun ferðamanna í óbyggðum. Hún segir að erfitt geti reynst að taka á svona málum. „Já lagaákvæðin eru ekkert alltof sterk til að takast á við þetta.“ Eftir að Umhverfisstofnun sendir málið frá sér fer það á borð lögreglu þar sem það verður rannsakað. Hámarksrefsing við utanvegaakstri er fjögurra ára fangelsi. Tengdar fréttir Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Fulltrúar Umhverfisstofnunar eru með í vinnslu kæru til lögreglu vegna meints utanvegaaksturs sem sjá má á myndbandi af bandarískum mótorhjólaköppum á hálendi Íslands. Myndbandið má sjá neðst í fréttinni.Vísir greindi frá málinu fyrr í dag og í fyrstu frétt um málið kom fram að myndbandið hafi verið sent inn til Umhverfisstofnunar. Ingibjörg Eiríksdóttir, sérfræðingur á sviði náttúru innan stofnunarinnar, staðfesti að myndbandið hafi verið sent þangað. „Raunar var það svo að myndbandið barst okkur úr fleiri en einni átt. Þjóðin er ákaflega dugleg að benda okkur á svona mál. Það ákaflega mikils virði fyrir okkur og sterkt vopn í baráttunni gegn ólöglegum akstri utan vega,“ útskýrir hún. Ingibjörg segir að nú sé verið að skrifa lögreglunni bréf vegna myndbandsins, þar sem tiltekin eru meint lögbrot, og það svo sent til lögreglunnarEn er svona málum að fjölga; þar sem ekið er utanvegar? „Bætt myndbandstækni og aukin umferð um netheima hefur það í för með sér að svona brot eru sannarlega að verða sýnilegri. En hvort að þetta er að aukast er erfitt að fullyrða um. Það er ekki hægt að slá neinu á föstu um það.“Ingibjörg bætir því við að fleiri ferðamenn komi til landsins, sem þýði einnig fjölgun ferðamanna í óbyggðum. Hún segir að erfitt geti reynst að taka á svona málum. „Já lagaákvæðin eru ekkert alltof sterk til að takast á við þetta.“ Eftir að Umhverfisstofnun sendir málið frá sér fer það á borð lögreglu þar sem það verður rannsakað. Hámarksrefsing við utanvegaakstri er fjögurra ára fangelsi.
Tengdar fréttir Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50 Mest lesið Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Innlent Lalli Johns er látinn Innlent Láta bandarískan gísl lausan Erlent Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Innlent Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Innlent „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Innlent Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Innlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Afnám virðisaukaskatts geti skilað björgunarsveitum fúlgum fjár Ein staða fornleifafræðings eftir á Þjóðminjasafninu Sker upp herör gegn kínverskum netrisum Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sjá meira
Bandaríkjamenn fóru á mótorhjólum um hálendi Íslands Einn kappinn segir frá því þegar þeir ákváðu að hætta að keyra á slóðum og fara ótroðnar slóðir. 22. október 2014 13:50