Aðalskoðun býður bílaeigendum upp á að nálgast lyklakippu með mynsturdýptarmæli án endurgjalds á næstu skoðunarstöð.
Ný reglugerð um dýpt hjólbarða bifreiða tók gildi þann 1. nóvember síðastliðinn og segir í tilkynningu frá Aðalskoðun að kippan einfaldi bílaeigendum að tryggja að þeir uppfylli ákvæði nýju reglugerðarinnar.
Hjólbarðar þurfa nú að hafa að lágmarki 3 millimetra mynsturdýpt á tímabilinu 1. nóvember-14. apríl en yfir sumartímann þarf dýptin að vera að lágmarki 1,6 millimetrar.
Bjóða bílaeigendum lyklakippu sem mælir mynsturdýpt hjólbarða
Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
