Fyrsta stiklan úr norsku sombímyndinni Dead Snow: Red vs. Dead er komin á netið. Myndin verður frumsýnd á bandarísku kvikmyndahátíðinni Sundance síðar í mánuðinum en íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm er meðframleiðandi myndarinnar.
Myndin var tekin upp á Íslandi í sumar og er framhald myndarinnar Dead Snow, Død snø, frá árinu 2009 sem sló rækilega í gegn og hefur verið seld til 73 landa.
Velgengnin kom leikstjóra myndanna, Tommy Wirkola, á kortið og leikstýrði hann meðal annars Hollywood-myndinni Hansel & Gretel: Witch Hunters.