Bílastæðagjöld hækkuð fyrir mistök Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 7. janúar 2014 18:24 Til greina kemur að endurskoða hækkun á gjaldskrá Bílastæðasjóðs sem kom til framkvæmda um áramót. mynd/365 Til greina kemur að endurskoða hækkun á gjaldskrá Bílastæðasjóðs sem kom til framkvæmda um áramót. Svo virðist sem hækkunin hafi farið í gegn fyrir mistök. Samkvæmt upplýsingum frá Karli Sigurðssyni, borgarfulltrúa og formanni bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs, var gjaldskrárhækkunin ákveðin í september síðastliðnum. Borgarráð ákvað hins vegar um miðjan nóvember að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum borgarinnar. Með því vildi borgin taka frumkvæði í að farin yrði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þegar ákveðið var að hætta við áformaðar hækkanir gleymdist að ræða hækkanir á gjaldskrá Bílastæðasjóðs að sögn Karls. „Okkur sást yfir að taka þessa hækkun með í þann pakka og ég tek á mig ábyrgðina á því sem formaður bílastæðanefndarsjóðsins. Þetta þurfum við að fara betur yfir í nefndinni,“ segir Karl. „Mér sást það hreinlega yfir að þetta gæti verið ein af þeim hækkunum sem ætti að taka með í pakkann sem um var rætt að afturkalla. Það gerist svo margt á stuttum tíma í þessu að maður man kannski ekki alveg allt sem hefur verið ákveðið í september þegar maður er að vinna fjárhagsáætlun í desember,“ segir Karl. Hann segir þó löngu tímabært að hækka gjaldskrána. Skammtímagjaldið hafi staðið í stað síðan árið 2000 og hafi ekki fylgt verðlagi á þessum 14 árum. Á meðan hafi allt annað hækkað, þar með talinn kostnaður við viðhald og rekstur stæðanna. Aðspurður hvort til greina komi, í ljósi mistakanna, að endurskoða gjaldskrárhækkunina segir Karl að það þurfi að ræða sérstaklega. Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira
Til greina kemur að endurskoða hækkun á gjaldskrá Bílastæðasjóðs sem kom til framkvæmda um áramót. Svo virðist sem hækkunin hafi farið í gegn fyrir mistök. Samkvæmt upplýsingum frá Karli Sigurðssyni, borgarfulltrúa og formanni bílastæðanefndar Bílastæðasjóðs, var gjaldskrárhækkunin ákveðin í september síðastliðnum. Borgarráð ákvað hins vegar um miðjan nóvember að hætta við áformaðar hækkanir á gjaldskrám í öllum þjónustuflokkum borgarinnar. Með því vildi borgin taka frumkvæði í að farin yrði ný leið í komandi kjarasamningum með því að sporna við verðbólgu og auka kaupmátt. Þegar ákveðið var að hætta við áformaðar hækkanir gleymdist að ræða hækkanir á gjaldskrá Bílastæðasjóðs að sögn Karls. „Okkur sást yfir að taka þessa hækkun með í þann pakka og ég tek á mig ábyrgðina á því sem formaður bílastæðanefndarsjóðsins. Þetta þurfum við að fara betur yfir í nefndinni,“ segir Karl. „Mér sást það hreinlega yfir að þetta gæti verið ein af þeim hækkunum sem ætti að taka með í pakkann sem um var rætt að afturkalla. Það gerist svo margt á stuttum tíma í þessu að maður man kannski ekki alveg allt sem hefur verið ákveðið í september þegar maður er að vinna fjárhagsáætlun í desember,“ segir Karl. Hann segir þó löngu tímabært að hækka gjaldskrána. Skammtímagjaldið hafi staðið í stað síðan árið 2000 og hafi ekki fylgt verðlagi á þessum 14 árum. Á meðan hafi allt annað hækkað, þar með talinn kostnaður við viðhald og rekstur stæðanna. Aðspurður hvort til greina komi, í ljósi mistakanna, að endurskoða gjaldskrárhækkunina segir Karl að það þurfi að ræða sérstaklega.
Mest lesið „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Tveir látnir í Gana vegna Marburg veirunnar Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Erlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Fleiri fréttir Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Vegagerðin býður út for- og verkhönnun Fljótaganga Safna undirskriftum til að styðja Fjarðarheiðargöng Einn fluttur á slysadeild eftir árekstur í Garðabæ Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Kom ekki til greina hjá starfshópi en nú líkleg niðurstaða Sjö sækja um tvær lausar stöður Minni hagvöxtur og hjólhýsin mögulega í Skerjafjörðinn Ætla að flytja starfsemi Vogs Tvöfalt fleiri skipulagðir brotahópar en fyrir tíu árum Klóraði sig til blóðs meðan hann svaf Skortir lækna í Breiðholti Staðfesti tveggja ára dóm vegna nauðgunar í jólateiti fyrir austan Fleiri sem ekki verja neinum tíma í lestur Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Helgi Pétursson er látinn Stolinn köttur, nágrannaerjur og ungmenni til vandræða Lýsa víðtæku ofbeldi gagnvart eldra fólki og kalla eftir vakningu Vill byrja á næstu göngum árið 2027 en segir ekki hvar Fengu nóg og tóku málin í sínar eigin hendur Bregðast ekki við bílastæðavanda við skíðasvæði í Reykjavík Héldu styrktartónleika fyrir kristna flóttamenn Sjá meira