„Sektirnar eru einfaldlega of lágar“ Stefán Árni Pálsson skrifar 7. janúar 2014 14:29 Bílastæðasjóður hækkar gjald í bílastæðahúsum. mynd/samsett Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um áramótin um tæplega 200% í bílastæðahúsum. Fyrir áramót kostaði fyrsti klukkutíminn í bílastæðahúsi 80 krónur og síðan 50 krónur fyrir næsta klukkutíma. Nú um áramótin varð verðskránni breytt og nú kostar hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur, eða átta klukkustundir, kostuðu fyrir áramót 430 krónur en í dag kostar hann 1200 krónur. Þetta ku vera hækkun upp á 179%. „Ástæðan var í raun löngu tímabær hækkun í bílastæðahúsum sem hafa verið rekin með tapi árum saman,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs, í samtali við Vísi. „Þetta er bara hækkun á skammtímagjaldi sem hefur ekki verið hækkað frá árinu 2000. Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að hækka þetta gjald en aldrei áður höfum við fengið samþykki fyrir því. Við erum einnig í samkeppni við önnur bílastæðahús en Harpan og Höfðatorg eru að selja stæðin á mun hærra verði.“ Stöðumælasektir í Reykjavík eru 2.500 krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti er upphæðin 1.400 krónur. Á gjaldsvæði 1, sem er dýrasta svæðið í Reykjavík, kostar heill dagur 1800 krónur og þar munar 400 krónum á sekt og gjaldi. Það er því spurning hver hvatinn í raun og veru er fyrir almenning að greiða í stöðumælirinn. „Sektirnar eru einfaldlega of lágar og það þarf í raun að hækka þær einnig. Það stendur til en þetta er bara ofboðslega erfitt mál í þjóðfélaginu í dag. Það þarf alveg klárlega að hækka aukastöðugjaldið og raun öll þessi brotagjöld því við erum ekki að ná settum árangri. Í eðlilegu árferði og samfélagi ættu svona hækkanir að fæla fólk frá því að brjóta þessi lög en það gerir það í raun ekki. Við sjáum kannski smá breytingu á hegðun fólks í nokkra mánuði en síðan fer þetta aftur í sama farið. Fólki virðist vera alveg sama þó að það þurfi að borga þessar sektir. Vonandi verður ekki langt í það að sektir verði hækkaðar. Það var til að mynda mikil umræða um þessi mál eftir síðustu Menningarnótt þar sem fólki var alveg sama hvar það lagði bílnum.“ „Bílastæðahúsin í Hörpu og Höfðatorgi hafa eðlilega sent til okkar kvartanir varðandi okkar verðskrá, þar sem þau hús hafa ekki getað keppt við okkar verðskrá, enda hefur hún verið of lág.“ Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Gjaldskrá Bílastæðasjóðs hækkaði um áramótin um tæplega 200% í bílastæðahúsum. Fyrir áramót kostaði fyrsti klukkutíminn í bílastæðahúsi 80 krónur og síðan 50 krónur fyrir næsta klukkutíma. Nú um áramótin varð verðskránni breytt og nú kostar hver klukkutími 150 krónur. Heill dagur, eða átta klukkustundir, kostuðu fyrir áramót 430 krónur en í dag kostar hann 1200 krónur. Þetta ku vera hækkun upp á 179%. „Ástæðan var í raun löngu tímabær hækkun í bílastæðahúsum sem hafa verið rekin með tapi árum saman,“ segir Kolbrún Jónatansdóttir, framkvæmdarstjóri Bílastæðasjóðs, í samtali við Vísi. „Þetta er bara hækkun á skammtímagjaldi sem hefur ekki verið hækkað frá árinu 2000. Það hefur nokkrum sinnum verið reynt að hækka þetta gjald en aldrei áður höfum við fengið samþykki fyrir því. Við erum einnig í samkeppni við önnur bílastæðahús en Harpan og Höfðatorg eru að selja stæðin á mun hærra verði.“ Stöðumælasektir í Reykjavík eru 2.500 krónur. Að frádregnum staðgreiðsluafslætti er upphæðin 1.400 krónur. Á gjaldsvæði 1, sem er dýrasta svæðið í Reykjavík, kostar heill dagur 1800 krónur og þar munar 400 krónum á sekt og gjaldi. Það er því spurning hver hvatinn í raun og veru er fyrir almenning að greiða í stöðumælirinn. „Sektirnar eru einfaldlega of lágar og það þarf í raun að hækka þær einnig. Það stendur til en þetta er bara ofboðslega erfitt mál í þjóðfélaginu í dag. Það þarf alveg klárlega að hækka aukastöðugjaldið og raun öll þessi brotagjöld því við erum ekki að ná settum árangri. Í eðlilegu árferði og samfélagi ættu svona hækkanir að fæla fólk frá því að brjóta þessi lög en það gerir það í raun ekki. Við sjáum kannski smá breytingu á hegðun fólks í nokkra mánuði en síðan fer þetta aftur í sama farið. Fólki virðist vera alveg sama þó að það þurfi að borga þessar sektir. Vonandi verður ekki langt í það að sektir verði hækkaðar. Það var til að mynda mikil umræða um þessi mál eftir síðustu Menningarnótt þar sem fólki var alveg sama hvar það lagði bílnum.“ „Bílastæðahúsin í Hörpu og Höfðatorgi hafa eðlilega sent til okkar kvartanir varðandi okkar verðskrá, þar sem þau hús hafa ekki getað keppt við okkar verðskrá, enda hefur hún verið of lág.“
Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira