Færri skjálftar og enginn gosórói 28. ágúst 2014 07:09 Vísir/GVA Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. Af umfangi sigdældanna megi ráða að um 30 milljónir rúmmetrar af ís hafi bráðnað undir jöklinum og séu ekki komnir fram, en jökullinn er 400 til 500 metra þykkur á þessum slóðum. Dældirnar eru á vatnaskilum Grímsvatna og Jökulsár á Fjöllum. Vatnsmagn í Grímsvötnum hefur aukist lítillega en ekki í Jökulsá á Fjöllum þannig að vatnið er enn undir jöklinum. Ekki var áður vitað um þesar dældir og skjálftavirkni hefur ekki verið mikil þar sem þær eru. Vísindamenn mátu niðurstöðurnar fram eftir kvöldi, en ekki liggur fyrir hvort þarna hefur orðið gos undir jöklinum, eða hvort jarðhiti hefur valdið bráðnuninni, eða hvort gos er þarna ef til vill enn í gangi, en vísindamenn ætla að fljúga aftur yfir svæðið nú í morgunsárið og kanna þetta nánar. Samhæfingastöð Almannavarna í Skógarhlíð var mönnuð í ljosi þessara nýju upplýsinga. Annars var skjálftavirknin norðan Vatnajökuls á svipuðum slóðum og áður, en heldur minni í nótt en í fyrrinótt. Tveir skjálftar upp á fjögur stig urðu í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt og fáeinir smáskjáftar urðu í í grennd við Öskju. Hitaleiðni hefur orðið vart í Öskjuvatni. Bárðarbunga Tengdar fréttir „Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19 Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12 Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
Sterkar líkur eru á að flóð eða jökulhlaup sé yfirvofandi í Jökulsá á Fjöllum eða í Grímsvötnum og þá niður á Skeiðarársand, eftir að vísindamenn sáu óvænt þrjár stórar sigdældir suðaustanvert í Bárðarbungu á flugi yfir svæðið undir kvöld í gær. Af umfangi sigdældanna megi ráða að um 30 milljónir rúmmetrar af ís hafi bráðnað undir jöklinum og séu ekki komnir fram, en jökullinn er 400 til 500 metra þykkur á þessum slóðum. Dældirnar eru á vatnaskilum Grímsvatna og Jökulsár á Fjöllum. Vatnsmagn í Grímsvötnum hefur aukist lítillega en ekki í Jökulsá á Fjöllum þannig að vatnið er enn undir jöklinum. Ekki var áður vitað um þesar dældir og skjálftavirkni hefur ekki verið mikil þar sem þær eru. Vísindamenn mátu niðurstöðurnar fram eftir kvöldi, en ekki liggur fyrir hvort þarna hefur orðið gos undir jöklinum, eða hvort jarðhiti hefur valdið bráðnuninni, eða hvort gos er þarna ef til vill enn í gangi, en vísindamenn ætla að fljúga aftur yfir svæðið nú í morgunsárið og kanna þetta nánar. Samhæfingastöð Almannavarna í Skógarhlíð var mönnuð í ljosi þessara nýju upplýsinga. Annars var skjálftavirknin norðan Vatnajökuls á svipuðum slóðum og áður, en heldur minni í nótt en í fyrrinótt. Tveir skjálftar upp á fjögur stig urðu í Bárðarbungu klukkan hálf tvö og hálf fjögur í nótt og fáeinir smáskjáftar urðu í í grennd við Öskju. Hitaleiðni hefur orðið vart í Öskjuvatni.
Bárðarbunga Tengdar fréttir „Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34 „Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22 Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19 Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12 Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56 Mest lesið Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Innlent Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Heitt í hamsi vegna Grænlands Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Fleiri fréttir Kvaðst hafa drepið fjölskylduna og ætlað að stinga sig í hjartað Ofbeldi gegn lögreglumönnum magnast og baráttan hafin um Framsókn Nemi í jarðfræði hlaut Nýsköpunarverðlaunin Niceair aflýsir jómfrúarfluginu „Kanntu ekki mannasiði mannfjandi?“ Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Sjá meira
„Erfitt að útskýra með öðru en að þarna sé töluverður hiti undir“ Víðir Reynisson, deildarstjóri á almannavarnadeild lögreglu, segir sigdældirnar 4-6 kílómetra á lengd og verði farið í flug strax í birtingu í fyrramálið til að meta aðstæður að nýju. 27. ágúst 2014 22:34
„Bendir ekkert til þess að stórt gos sé í gangi“ Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson segir skort á skjálftaóróa benda til þess að ekki sé stórt gos í gangi á þeim stað þar sem vísindamenn urðu varir við sigkatla suðsuðaustur af Dyngjujökli í dag. 28. ágúst 2014 00:22
Ekki hægt að útiloka að gos sé hafið "Vísindamenn, í flugi í kvöld, sáu að þeir telja nýjar sprungur eða sigkatlar sem hafa myndast í jöklinum,“ segir Víðir Reynisson, deildarstjóri almannavarnardeildar, í samtali við Vísi í kvöld. 27. ágúst 2014 23:19
Sigkatlarnir 10-15 metra djúpir Sigurlaug Hjaltadóttir, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, segir að sigkatlarnir suðsuðaustur af Bárðarbungu séu fjórir talsins á 4-6 kílómetra langri sprungu. 27. ágúst 2014 23:12
Nýir sigkatlar gætu bent til goss Fjögurra til sex kílómetra langar sprungur hafa myndast sunnan við af Bárðarbungu. Þetta staðfestir starfsmaður Veðurstofu Íslands. 27. ágúst 2014 21:56