Til skoðunar að fella niður tíu gjaldeyrismál til viðbótar Þorbjörn Þórðarson skrifar 15. júní 2014 18:43 Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum. Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira
Sérstakur saksóknari hefur nú til skoðunar að fella niður tíu mál þar sem grunur er um brot á reglum um gjaldeyrismál þar sem reglurnar teljast ekki tæk refsiheimild. Seðlabanki Íslands lét fyrir farast að leita staðfestingar ráðherra á reglunum í lok árs 2008 eins og áskilið var í lögum. Sérstakur saksóknari hefur þegar fellt niður sjö slík mál hjá embættinu. Í apríl sneri Hæstiréttur við frávísun Héraðsdóms Reykjaness í Aserta-málinu svokallaða þar sem Karli Löve Jóhannssyni, Gísla Reynissyni, Markúsi Mána Michaelssyni Maute og Ólafi Sigmundssyni er gefið að sök að hafa brotið gjaldeyrislög. Málinu hafði verið vísað frá héraðsdómi á þeirri forsendu að ákæra uppfyllti ekki kröfur laga um meðferð sakamála um skýrleika ákæru. Hæstiréttur féllst ekki á það og því fer málið aftur fyrir héraðsdóm. Reglur um gjaldeyrismál sem mennirnir eru grunaðir um að hafa brotið voru hins vegar ekki réttilega settar því það vantaði staðfestingu viðskiptaráðherra á reglunum eins og lög um gjaldeyrismál gerðu áskilnað um. Í bréfi sérstaks saksóknara til verjenda eins ákærðu til Aserta-málinu segir: „Vísað er til bréfs þíns til embættisins dags. 21. mars sl. í því er vísað til upplýsinga um samskipti embættisins við Seðlabanka Íslands vegna reglna nr. 1130/2008 um gjaldeyrismál sem bankinn reyndist hafa gefið út án lögáskilins samþykkis viðskiptaráðherra.“Engin staðfesting fannst Í tölvupósti til sérstaks saksóknara, sem fréttastofan hefur undir höndum, segir yfirlögfræðingur Seðlabankans: „Í bankanum hafa heldur ekki fundist neinir tölvupóstar sem formlega staðfesta staðfestingu ráðherra“ og „því miður virðist niðurstaðan sú að engin formleg staðfesting ráðherra finnst.“ Fyrir Hæstarétti í Aserta-málinu byggði sérstakur saksóknari eingöngu á heimfærslu til ákvæða laga um gjaldeyrismál en ekki umræddra reglna þar sem fyrir lá að þær gætu ekki talist tæk refsiheimild.Ríkissaksóknari staðfesti ákvörðun um niðurfellingu Í mars ákvað embætti sérstaks saksóknara að fella niður öll mál sem tengjast meintum brotum á umræddum reglum eða alls sjö mál. Í kjölfarið kærði Seðlabankinn þá ákvörðun til ríkissaksóknara. Hefur ríkissaksóknari nú staðfest ákvörðun sérstaks saksóknara um niðurfellingu allra þessara mála. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu er nú til skoðunar að fella niður hluta tíu mála til viðbótar af sömu ástæðu hjá embætti sérstaks saksóknara. Þ.e. þann hluta þessara mála sem snýr að meintum brotum á reglum 1130/2008, sem ekki eru tæk refsiheimild af framangreindum ástæðum.
Mest lesið Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Innlent Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Innlent Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Innlent Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Innlent Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar Innlent „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Innlent Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Innlent „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ Innlent „Lífið er miklu meira en peningar“ Innlent Fleiri fréttir Loftgæði versnandi á gosstöðvunum Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Sex spænskar orrustuþotur á leið til landsins Hafa tapað tvö hundruð milljónum króna vegna fjársvika Hafa sótt um bráðabirgðaleyfi Vill vita hvaða samningar eru í undirbúningi gagnvart ESB Verði fram á nótt að slökkva eld í trjákurlinu Geta greint frá svörum Þorgerðar ef hún gefur leyfi Stal bíl og keyrði um flugbrautirnar „Það þarf ekki alveg að halda sig innandyra“ „Þetta eru markvissar aðgerðir til að brjóta niður menntastofnanir“ Aðstæður þær bestu síðan 2021: Bílastæði við eldgosið að fyllast Mesta mengun frá upphafi eldsumbrota og deilt um utanríkismálin Tveggja katta enn saknað eftir eldsvoða á Tryggvagötu Hæsta gildi brennisteinsdíoxíðs frá upphafi eldsumbrota Enn unnið í því að slökkva í trjákurlinu Enginn Vinnuskóli í Reykjavík í dag vegna gosmengunar Haldlagning á ketamíni hundraðfaldast á fjórum árum Salibuna á sirkustjaldinu og lélegir listamenn Óhollt magn brennisteinsdíoxíðs á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Þjóðarhreinsun eigi sér stað í heimalandinu Einn fundinn en þriggja enn saknað eftir eldsvoðann Sérsveitin mætti í útilegu MRinga Kviknaði í haug af timburkurli „Þetta er ekki eiturgas“ Glæsilegt útilistaverk hjá Hrafnistu við Sléttuveg í Fossvogi „Lífið er miklu meira en peningar“ Ketamínneysla, Akureyrarborg og bananalistaverk borðað Drúsar mótmæla við sendiráðið Öryggisvörður stunginn í brjóstið í Hlíðunum Sjá meira