"Notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 15. júní 2014 12:35 Guðmundur Kristjánsson, útgerðarmaður við Reykjavíkurhöfn VISIR/GVA „Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.“ Þetta segir Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, oftar en ekki kenndur við Brim, í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu?Þar vandar hann borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar og sakar þau um að leggja niður Reykjavíkurhöfn í sinni mynd sem hann segir hafa verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Fyrirhugað er að gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. „Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd,“ segir Guðmundur og bætir við að reynsla erlendis frá hafi sýnt að íbúðabyggð þar sem byggt var við atvinnuhöfn hafi orðið til þess að hefðbundin hafnarstarfsemi lagðist þar niður. Vísar hann þar í erlenda sérfræðinga og segir Guðmundur að reynsla þeirri sýni að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. „Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf,“ bætir hann við. „Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu,“ segir Guðmundur undir lok greinnar. „Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð“ Grein Guðmundar í heild sinni má nálgast hér að neðan. Tengdar fréttir Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. 14. júní 2014 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
„Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.“ Þetta segir Guðmundur Kristjánsson útgerðarmaður, oftar en ekki kenndur við Brim, í aðsendri grein sem birtist í Fréttablaðinu í gær undir yfirskriftinni Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu?Þar vandar hann borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar og sakar þau um að leggja niður Reykjavíkurhöfn í sinni mynd sem hann segir hafa verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Fyrirhugað er að gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. „Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd,“ segir Guðmundur og bætir við að reynsla erlendis frá hafi sýnt að íbúðabyggð þar sem byggt var við atvinnuhöfn hafi orðið til þess að hefðbundin hafnarstarfsemi lagðist þar niður. Vísar hann þar í erlenda sérfræðinga og segir Guðmundur að reynsla þeirri sýni að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. „Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf,“ bætir hann við. „Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu,“ segir Guðmundur undir lok greinnar. „Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð“ Grein Guðmundar í heild sinni má nálgast hér að neðan.
Tengdar fréttir Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. 14. júní 2014 07:00 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Sjá meira
Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. 14. júní 2014 07:00