Eitt mesta skipulagsslys í Reykjavík í uppsiglingu? Guðmundur Kristjánsson skrifar 14. júní 2014 07:00 Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd. Erlendir sérfræðingar hafa sagt okkur reynslusögur frá þeirra heimahögum þar sem íbúðabyggð var byggð við atvinnuhöfn og í framhaldi lagðist hefðbundin hafnarstarfsemi niður. Íbúarnir kvörtuðu spyrjandi um skipin sem þeir höfðu átt að sjá út um glugga sína þegar þeir kæmu heim á kvöldin. Í dag segja borgaryfirvöld að Slippurinn eigi að vera áfram við höfnina. Við sem höfum notað Slippinn í áratugi vitum að honum verður lokað fljótlega þar sem það er búið að ákveða að byggja íbúðir við hliðina á Slippnum og þannig er nauðsynlegu athafna- og þjónustusvæði sem þarf að vera í kringum Slippinn lokað. Reynsla þessara erlendu sérfræðinga er að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf. Einnig þarf að huga að því hver á að greiða kostnað þegar þarf að endurnýja stálþil á 50 til 70 ára fresti. Það koma engar tekjur frá íbúum yfir hafnarkantinn og tilvonandi íbúar vita hvorki né gera sér grein fyrir því að það þarf að endurnýja stálþilið með miklum kostnaði á þessum árafresti.Eflum atvinnulífið Það er líka sorglegt til þess að vita að Reykvíkingar ætli að láta setja niður steypukumbalda yfir ein mestu sögu- og menningarverðmæti í borginni. Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu. Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð. Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Þá á ég við að í dag telja fjármagnseigendur að íbúðabyggðin ein geti tryggt þeim góða ávöxtun á sitt fé við höfnina. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Skoðun Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Sjá meira
Reykjavíkurhöfn hefur verið eitt mesta atvinnusvæði og menningarstaður Reykjavíkur alla tíð. Núna er búið að ákveða að leggja höfnina niður í sinni mynd og gera hafnarsvæðið að íbúðabyggð. Aðilar sem hafa haft sína atvinnu við höfnina síðustu áratugina og sitt lifibrauð hafa ítrekað bent borgaryfirvöldum, hafnaryfirvöldum og skipulagsyfirvöldum á, að það gangi ekki upp að taka atvinnusvæðið undir íbúðabyggð en segja svo í hinu orðinu að höfnin eigi að vera áfram í óbreyttri mynd. Erlendir sérfræðingar hafa sagt okkur reynslusögur frá þeirra heimahögum þar sem íbúðabyggð var byggð við atvinnuhöfn og í framhaldi lagðist hefðbundin hafnarstarfsemi niður. Íbúarnir kvörtuðu spyrjandi um skipin sem þeir höfðu átt að sjá út um glugga sína þegar þeir kæmu heim á kvöldin. Í dag segja borgaryfirvöld að Slippurinn eigi að vera áfram við höfnina. Við sem höfum notað Slippinn í áratugi vitum að honum verður lokað fljótlega þar sem það er búið að ákveða að byggja íbúðir við hliðina á Slippnum og þannig er nauðsynlegu athafna- og þjónustusvæði sem þarf að vera í kringum Slippinn lokað. Reynsla þessara erlendu sérfræðinga er að það fer vel saman að hafa hefðbundið atvinnulíf við höfnina með ferðaiðnaðinum, listum og menningarstarfsemi, veitingahúsum, kvikmyndagerð, skemmtistöðum, tækni- og listaskólum en það má alls ekki setja íbúðabyggð á svæðið. Við þurfum ekki annað en að fara til Hafnarfjarðar og sjá hvaða áhrif íbúðabyggð á Norðurbakkanum þar hefur haft á hafnarlífið; það eru engin skip þeim megin eða atvinnulíf. Einnig þarf að huga að því hver á að greiða kostnað þegar þarf að endurnýja stálþil á 50 til 70 ára fresti. Það koma engar tekjur frá íbúum yfir hafnarkantinn og tilvonandi íbúar vita hvorki né gera sér grein fyrir því að það þarf að endurnýja stálþilið með miklum kostnaði á þessum árafresti.Eflum atvinnulífið Það er líka sorglegt til þess að vita að Reykvíkingar ætli að láta setja niður steypukumbalda yfir ein mestu sögu- og menningarverðmæti í borginni. Ein helstu verðmæti Reykjavíkurhafnar eru einmitt fólgin í því að allir geta farið niður á höfn og skoðað sig þar um óáreittir og virt fyrir sér mannlífið, atvinnulífið, skipin koma og fara, andað að sér sjávarlofti og fengið kraftinn úr hafnarlífinu. Við eigum að skipuleggja höfnina þannig að við byggjum á núverandi grunni og eflum atvinnulífið við höfnina og notum allar lóðir við höfnina undir atvinnulífið en ekki undir íbúðabyggð. Við megum ekki láta skjótfenginn gróða ráða ferðinni. Þá á ég við að í dag telja fjármagnseigendur að íbúðabyggðin ein geti tryggt þeim góða ávöxtun á sitt fé við höfnina. Borgaryfirvöld eiga að hugsa um hvað er íbúum borgarinnar fyrir bestu og borginni en ekki taka skjótfenginn gróða af lóðarsölu fram yfir menningarleg verðmæti og fjölbreytt atvinnulíf og menningarlíf.
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar