Innlent

Stakk mann í hjartastað

Snærós Sindradóttir skrifar
Maður á tvítugsaldri hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps.

Tilraunin átti sér stað aðfaranótt sunnudagsins 30. mars síðastliðins. Fórnarlambið er 21 árs gamall maður.

Maðurinn stakk rúmlega ellefu sentimetra löngum skörðóttum hníf rétt fyrir ofan hjarta fórnarlambsins. Við það hlaust loftbrjóst en hnífurinn fór inn í lungnasekk fórnarlambsins.

Fórnarlambið gerir kröfu um rúmlega tveggja milljón króna miskabætur. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×