Mun minna fjallað um kvennafótbolta í fjölmiðlum Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 3. júní 2014 08:00 Fjölmargar stelpur æfa fótbolta í yngstu flokkunum en hætta oft á unglingsárum. Þórhildur segir þær skorta fyrirmyndir. fréttablaðið/ Heildarhlutfall umfjöllunar um konur í knattspyrnu er 9,1 prósent í samanburði við 89,5 prósent umfjöllunar á körlum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Þórhildar Ólafsdóttur, nema í íþróttafræði við tækni- og verkfræðideild í Háskólanum í Reykjavík. Þórhildur er fyrirliði meistaraflokks ÍBV og segir sárlega vanta fyrirmyndir fyrir stúlkur sem æfa fótbolta. „Ungar stelpur hafa byrjað í auknum mæli að æfa fótbolta en þær hætta margar á unglingsaldri. Þær þurfa eldri knattspyrnukonur til að líta upp til og hafa einhverja stefnu. Þessi rannsókn staðfestir að það er vöntun á umfjöllun um konur í íþróttum,“ segir Þórhildur.Þórhildur Ólafsdóttir, nemi í íþróttafræði við tækni- og verkfræðideild í Háskólanum í Reykjavík, er jafnframt fyrirliði íBV í knattspyrnu og hefur æft fótbolta frá unga aldri.Í rannsókninni var tölulegum upplýsingum á umfjöllun þriggja íslenskra vefmiðla safnað saman og síðan greindar. Vefmiðlarnir eru ruv.is, mbl.is og fotbolti.net. Þórhildur valdi eina viku sumarið 2013 til þess að greina upplýsingarnar. Fyrir utan það að umfjöllun um knattspyrnu karla væri mun meiri þá var hún almennt fjölbreyttari. Algengasta snið umfjöllunar kvenna var lítilleg samantekt úr leikjum þeirra. Einnig voru umfjallanir karla að meðaltali lengri hvort sem um ræddi í orðum, sekúndum eða fjölda mynda. „Það þarf að skoða betur ástæður þessa en það fyrsta sem manni dettur í hug er áhugaleysi. Einn fjölmiðlamaður útskýrði þetta með því að leikirnir hjá konunum væru alltaf á sama tíma og því erfitt að fjalla um þá alla. Einnig var nefnt að samfélagið hefði ekki áhuga á að lesa um kvennabolta og hann væri ekki að skila eins miklu fjármagni inn,“ segir Þórhildur og bætir við að með aukinni umfjöllun fjölmiðla gæti aukinn áhugi á knattspyrnu kvenna vaknað. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Heildarhlutfall umfjöllunar um konur í knattspyrnu er 9,1 prósent í samanburði við 89,5 prósent umfjöllunar á körlum. Þetta kemur fram í nýrri rannsókn Þórhildar Ólafsdóttur, nema í íþróttafræði við tækni- og verkfræðideild í Háskólanum í Reykjavík. Þórhildur er fyrirliði meistaraflokks ÍBV og segir sárlega vanta fyrirmyndir fyrir stúlkur sem æfa fótbolta. „Ungar stelpur hafa byrjað í auknum mæli að æfa fótbolta en þær hætta margar á unglingsaldri. Þær þurfa eldri knattspyrnukonur til að líta upp til og hafa einhverja stefnu. Þessi rannsókn staðfestir að það er vöntun á umfjöllun um konur í íþróttum,“ segir Þórhildur.Þórhildur Ólafsdóttir, nemi í íþróttafræði við tækni- og verkfræðideild í Háskólanum í Reykjavík, er jafnframt fyrirliði íBV í knattspyrnu og hefur æft fótbolta frá unga aldri.Í rannsókninni var tölulegum upplýsingum á umfjöllun þriggja íslenskra vefmiðla safnað saman og síðan greindar. Vefmiðlarnir eru ruv.is, mbl.is og fotbolti.net. Þórhildur valdi eina viku sumarið 2013 til þess að greina upplýsingarnar. Fyrir utan það að umfjöllun um knattspyrnu karla væri mun meiri þá var hún almennt fjölbreyttari. Algengasta snið umfjöllunar kvenna var lítilleg samantekt úr leikjum þeirra. Einnig voru umfjallanir karla að meðaltali lengri hvort sem um ræddi í orðum, sekúndum eða fjölda mynda. „Það þarf að skoða betur ástæður þessa en það fyrsta sem manni dettur í hug er áhugaleysi. Einn fjölmiðlamaður útskýrði þetta með því að leikirnir hjá konunum væru alltaf á sama tíma og því erfitt að fjalla um þá alla. Einnig var nefnt að samfélagið hefði ekki áhuga á að lesa um kvennabolta og hann væri ekki að skila eins miklu fjármagni inn,“ segir Þórhildur og bætir við að með aukinni umfjöllun fjölmiðla gæti aukinn áhugi á knattspyrnu kvenna vaknað.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira