Engin merki um að eldgosið sé í rénun Stefán Árni Pálsson skrifar 22. september 2014 20:37 visir/auðunn Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ekkert hefur dregið úr framleiðslu hrauns. Hraunbreiðan er nú rúmir 37 ferkílómetrar. Nýjar mælingar á þykkt hraunsins sýna að heildar rúmmál hraunsins er 0,4-0,6 rúmkílómetrar og kvikuflæði 250-350 rúmmetrar á sekúndu. Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur og áfram mælast stórir skjálftar við Bárðarbunguöskjuna, en þar hafa mælst 12 jarðskjálftar stærri en 3,0 frá síðasta fundi Vísindamannaráðs í gærmorgun. Sá stærsti mældist 5,5 kl 10:51 í gær og er hann næst stærsti skjálftinn frá því hrinan hófst þann 16. ágúst síðastliðinn. Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar. Með morgninum mun vindur á gosstöðvunum væntanlega snúast tímabundið í vestanátt og berst þá gasmengunin til austurs. Uppúr hádegi má búast við suðvestanátt og að mengunin berist til norðausturs. Mengunar gæti því orðið vart á svæði frá Þistilfirði í norðri og suður á Austfirði. Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð. Bárðarbunga Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira
Eldgosið í Holuhrauni heldur áfram með sama hætti og síðustu daga. Engin merki sjást um að eldgosið sé í rénun en þetta kemur fram í stöðuskýrslu frá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra. Ekkert hefur dregið úr framleiðslu hrauns. Hraunbreiðan er nú rúmir 37 ferkílómetrar. Nýjar mælingar á þykkt hraunsins sýna að heildar rúmmál hraunsins er 0,4-0,6 rúmkílómetrar og kvikuflæði 250-350 rúmmetrar á sekúndu. Sig öskju Bárðarbungu heldur áfram á svipuðum hraða og verið hefur og áfram mælast stórir skjálftar við Bárðarbunguöskjuna, en þar hafa mælst 12 jarðskjálftar stærri en 3,0 frá síðasta fundi Vísindamannaráðs í gærmorgun. Sá stærsti mældist 5,5 kl 10:51 í gær og er hann næst stærsti skjálftinn frá því hrinan hófst þann 16. ágúst síðastliðinn. Smærri skjálftar mælast enn við norðurhluta berggangsins og við gosstöðvarnar. Með morgninum mun vindur á gosstöðvunum væntanlega snúast tímabundið í vestanátt og berst þá gasmengunin til austurs. Uppúr hádegi má búast við suðvestanátt og að mengunin berist til norðausturs. Mengunar gæti því orðið vart á svæði frá Þistilfirði í norðri og suður á Austfirði. Ef fólk finnur fyrir óþægindum er mælt með að halda sig innandyra, loka gluggum, auka kyndingu og slökkva á loftræstingu. Gott er að lofta vel út þegar loftgæði eru góð.
Bárðarbunga Mest lesið „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Samfylkingin með 29 prósenta fylgi Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Erlent Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Sjá meira