Innlent

Öllu starfsfólki Sparnaðar sagt upp

Atli Ísleifsson skrifar
Uppsagnirnar verða dregnar til baka náist samningar við Seðlabankann vegna reglna um gjaldeyrismál.
Uppsagnirnar verða dregnar til baka náist samningar við Seðlabankann vegna reglna um gjaldeyrismál. Vísir/GVA
Ráðgjafarfyrirtækið Sparnaður hefur sagt upp öllum fimmtíu fastráðnum starfsmönnum sínum. Í frétt RÚV segir að uppsagnirnar verði dregnar til baka náist samningar við Seðlabankann vegna reglna um gjaldeyrismál.

Fyrirtækið selur tryggingar og sparnað frá þýska tryggingafélaginu Bayern, en Seðlabankinn tilkynnti fyrr í sumar að samningar um söfnun sparnaðar erlendis með samningum við erlend tryggingafélög brjóti lög um gjaldeyrismál þar sem þeir feli í sér óheimilaðan sparnað eða söfnun erlendis.



RÚV segir að boðað hafi verið til starfsmannafundar hjá Sparnaði í Kópavogi á fimmtudaginn, þar sem tilkynnt var að öllum fastráðnum starfsmönnum fyrirtækisins yrði sagt upp störfum. Tæki uppsögnin gildi 1. ágúst. Þá segir að náist hagstæðir samningar við Seðlabankann, verði allt starfsfólkið ráðið aftur. Starfsfólkið mun vinna uppsagnarfrest sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×