Samræma þarf reglur um staðgöngumæðrun Linda Blöndal skrifar 5. ágúst 2014 19:27 Mál tælenskrar staðgöngumóður hefur verið í heimsfréttunum undanfarna daga þar sem áströlsk hjón eru sögð hafa hafnað tvíbura sem hún gekk með fyrir þau. Hann reyndist vera með Downs heilkenni og hjartagalla og tóku hjónin eingöngu hitt barnið. Til viðbótar hefur svo komið í ljós faðirinn er dæmdur kynferðisbrotamaður. Umboðsskriftstofan í Tælandi lokaði eftir að málið kom upp.Reglur mjög mismunandi Ástríður Stefánsdóttir var einn þriggja sérfræðinga sem skrifuðu skýrslu um staðgöngumæðrun fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hún segir að staðgöngumæðrun sé á alheimsvísu en lúti staðbundnum reglum um leið. Reglur ríkja séu mjög mismunandi sem er slæmt eigi að standa vel að slíkum málum. Mikið sé rætt um að koma samræmdum böndum yfir ríki, ekki síður á milli ríkari og fátækra ríkja. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi líkt og á öðrum Norðurlöndum og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Annars staðar í Evrópu er hún þó leyfð, sér í lagi í Austur Evrópu. Hún er leyfð líka í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, víða í Asíu og Suður-Ameríku.Tíu íslenskt pör fengið staðgöngumóður Talið er að um tíu íslensk pör hafi nýtt sér staðgöngumæðrun í útlöndum, í Bandaríkjunum, Indlandi og Suður Ameríku en engar opinberar tölur eru þó til um það hér á landi í raun hve margir hafi farið erlendis til að eignast barn með þessum hætti. Félagið Staðganga segir þörfina koma upp hjá allt að tveimur pörum á ári. Ekki lýsandi dæmi Fréttin frá Tælandi er ekki lýsandi fyrir hvernig markaðurinn er í kringum staðgöngumæðrun, segir Ástríður. Vandinn sé samt sá að staðgöngumæðrun einskorðast ekki við nein landamæri. Fólk finnur þjónustuna á Netinu og ferðast um heiminn til að kaupa slíka þjónustu. Í því liggur vandinn, segir hún.Ísland stefnir í breytingar Heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verðu leyfð með lögum. Þingsályktunartillaga um að undirbúa slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í byrjun árs 2012 og var Ragnheiður Elín Árnadóttir flutningsmaður þess ásamt fleirum. Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira
Mál tælenskrar staðgöngumóður hefur verið í heimsfréttunum undanfarna daga þar sem áströlsk hjón eru sögð hafa hafnað tvíbura sem hún gekk með fyrir þau. Hann reyndist vera með Downs heilkenni og hjartagalla og tóku hjónin eingöngu hitt barnið. Til viðbótar hefur svo komið í ljós faðirinn er dæmdur kynferðisbrotamaður. Umboðsskriftstofan í Tælandi lokaði eftir að málið kom upp.Reglur mjög mismunandi Ástríður Stefánsdóttir var einn þriggja sérfræðinga sem skrifuðu skýrslu um staðgöngumæðrun fyrir heilbrigðisráðuneytið. Hún segir að staðgöngumæðrun sé á alheimsvísu en lúti staðbundnum reglum um leið. Reglur ríkja séu mjög mismunandi sem er slæmt eigi að standa vel að slíkum málum. Mikið sé rætt um að koma samræmdum böndum yfir ríki, ekki síður á milli ríkari og fátækra ríkja. Staðgöngumæðrun er óheimil hér á landi líkt og á öðrum Norðurlöndum og einnig í nokkrum Evrópulöndum. Annars staðar í Evrópu er hún þó leyfð, sér í lagi í Austur Evrópu. Hún er leyfð líka í mörgum ríkjum Bandaríkjanna, víða í Asíu og Suður-Ameríku.Tíu íslenskt pör fengið staðgöngumóður Talið er að um tíu íslensk pör hafi nýtt sér staðgöngumæðrun í útlöndum, í Bandaríkjunum, Indlandi og Suður Ameríku en engar opinberar tölur eru þó til um það hér á landi í raun hve margir hafi farið erlendis til að eignast barn með þessum hætti. Félagið Staðganga segir þörfina koma upp hjá allt að tveimur pörum á ári. Ekki lýsandi dæmi Fréttin frá Tælandi er ekki lýsandi fyrir hvernig markaðurinn er í kringum staðgöngumæðrun, segir Ástríður. Vandinn sé samt sá að staðgöngumæðrun einskorðast ekki við nein landamæri. Fólk finnur þjónustuna á Netinu og ferðast um heiminn til að kaupa slíka þjónustu. Í því liggur vandinn, segir hún.Ísland stefnir í breytingar Heilbrigðisráðherra mun leggja fram frumvarp á vorþingi um að staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni verðu leyfð með lögum. Þingsályktunartillaga um að undirbúa slíkt frumvarp var samþykkt á Alþingi í byrjun árs 2012 og var Ragnheiður Elín Árnadóttir flutningsmaður þess ásamt fleirum.
Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Innlent Fleiri fréttir Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Sjá meira