Innlent

„Alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu"

Kjartan Atli Kjartansson skrifar
Óli Geir vonar að aðrir geti lært af sinni reynslu.
Óli Geir vonar að aðrir geti lært af sinni reynslu.
Tónlistarmaðurinn Ólafur Geir Jónsson, betur þekktur sem Óli Geir, hvetur ökumenn til að leggja sig ef þreytan sækir að, frekar en að eiga á hættu að sofna undir stýri.

Óli Geir skrifaði um málið á Facebook-síðu sína. Óli Geir lenti sjálfur í slysi fyrir nokkrum árum, eftir að hann sofnaði undir stýri. Nú um helgina fann hann aftur fyrir þreytu undir stýri og segir frá því að hann hafi ákveðið að leggja sig. Þegar hann vaknaði var hann eins og nýr maður og gat haldið áfram för sinni heim frá Akureyri

„Það er alveg glatað að þurfa að lenda í slysi til þess að opna augun fyrir þessu," segir hann í samtali við Vísi. Óli Geir hvetur aðra ökumenn til þess að læra af reynslu sinni í þessum efnum.

„Ég hef passað mig mjög mikið síðan ég lenti í slysinu. Ég keyri mjög mikið, sérstaklega um helgar, og ég tek bara einn stuttan „power nap“ ef ég finna að ég er orðinn syfjaður. Það svínvirkar. Eftir lúrinn getur maður einbeitt sér miklu betur að akstrinum."

Óli Geir finnur ennþá fyrir meiðlsunum sem hann hlaut eftir bílveltuna fyrir nokkrum árum. „Já, ég fékk til dæmis brjósklos sem ég hrjáir mig mikið í dag."

Óli Geir brýnir fyrir öllum ökumönnum að leggja sig, frekar en að sofna. „Algjörlega, þetta getur bjargað mannslífum. Bæði þess sem undir stýri og annarra. Ekki keyra syfjaður. Einfalt mál."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×