Ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði Aðalsteinn Kjartansson og Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 1. október 2014 18:05 Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla. Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira
Sigríður Friðjónsdóttir ríkissaksóknari hefur lýst sig vanhæfa til að fjalla um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmálsins. Hún segir það vera vegna fjölskyldutengsla sinna við Örn Höskuldsson sem var einn af rannsakendum málsins á sínum tíma. Hann er kvæntur móðursystur Sigríðar.Treystir sjálfri sér „Þessar aðstæður gefa réttmætt tilefni til að efast um óhlutdrægni mína hvað varðar umsögn ríkissaksóknara um viðhorf til endurupptökubeiðnanna," segir Sigríður í bréfi sem hún sendi dómsmálaráðherra, Ragnari Aðalsteinssyni lögmanni, Erlu Bolladóttur og Guðjóni Skarphéðinssyni, sakborninga í málinu. Í bréfinu segir Sigríður að niðurstaða um vanhæfi sitt ráðist ekki af því hvort hún telji sig geta fjallað um endurupptökubeiðnirnar á hlutlægan hátt heldur af því hvort almenningur og þeir sem hlut eiga að máli geti treyst því að svo sé. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson dómsmálaráðherra þarf nú að setja löghæfan mann til að veita endurupptökunefnd skriflega greinargerð með viðhorfum til endurupptökubeiðnanna sem liggja fyrir.Furðar sig á tímanum Ragnar, lögmaður bæði Erlu og Guðjóns, segir í samtali við Vísi að hann sé sammála niðurstöðu Sigríðar en furðar sig á því hversu langan tíma það tók að fá niðurstöðuna. „Ég er sammála þeirri lögfræðilegu niðurstöðu að ríkissaksóknari sé vanhæf til meðferðar málsins vegna skyldleikatengsla við Örn Höskuldsson,“ segir hann. „Hinsvegar hefði þetta átt að liggja fyrir fyrir löngu. Þegar þáverandi dómsmálaráðherra hafði samband við embætti ríkissaksóknara, einhvertíman 2012 eða ´13 – 2012 líklega – út af þessu máli," segir Ragnar. „Þá hefði ríkissaksóknari átt að lýsa því yfir að hún væri vanhæf til meðferðar málsins.“Mikil vonbrigði Erla Bolladóttir sagði ákvörðun ríkissaksóknara mikil vonbrigði. Sigríður hafi frá upphafi verið fullkomlega meðvituð fjölskyldutengsl hennar við Örn Höskuldsson. „Þetta eru gífurleg vonbrigði,“ sagði Erla í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Það er eitthvað meira að gerast en bara það sem er að gerast í dag. Sigríður hlýtur að hafa vitað allan tímann af þessum fjölskyldutengslum og að rannsókn þessa máls hvíldi mikið á hans herðum. Ég er að reyna að skilja hvers vegna hún sækir um frest og á síðustu stundu hún lýsi sig vanhæfa,” sagði Erla.
Mest lesið Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Innlent Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Trump segir Nielsen í vondum málum Erlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Trump heitir íhlutun ef stjórnvöld hefja aftökur Erlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Fleiri fréttir Kannast ekki við lýsingar leigubílstjóra Alþingi kemur saman í dag eftir jólafrí Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Sjá meira