Tugir á slysadeild á dag vegna hálkuslysa Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 30. janúar 2014 07:45 Erfitt getur verið að fóta sig á svellinu sem er víða á gangstéttum og götum. fréttablaðið/gva Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum. Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
Gríðarlegt annríki hefur verið á slysadeild, röntgendeild og bæklunarskurðdeildum Landspítalans í Fossvogi vegna hálkuslysa að undanförnu. Nokkrir tugir einstaklinga hafa leitað þangað flesta daga síðastliðnar vikur eftir að hafa misst fótanna og skollið á svellbunka á götum og gangstéttum á höfuðborgarsvæðinu, að sögn Bryndísar Guðjónsdóttur, deildarstjóra á bráða- og göngudeild. „Á þriðjudaginn voru tíu manns lagðir inn til aðgerðar vegna ýmissa áverka af völdum hálkuslysa. Átta sem þurftu að fara í aðgerð voru sendir heim en áttu að koma í aðgerð í dag [gær]. Þetta voru til dæmis meiðsl á ökklum, hnjám, öxlum og annars staðar. Það er því mikið að gera á bæklunarskurðdeildum.“ Bryndís segir þá sem detta á öllum aldri og af báðum kynjum. „Þetta eru börn, fólk á miðjum aldri og aldraðir. Margir skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna. Meiðsl á höfði og útlimabrot eru algengustu áverkarnir. Það þarf að sauma skurði og gifsa útlimi.“ Slysadeildin hefur ekki orðið uppiskroppa með gifs þótt beinbrotin hafi verið mörg. „Við eigum alltaf nægar birgðir,“ segir deildarstjórinn.Bryndís Guðjónsdóttir, deildarstjóri á bráða- og göngudeild Landspítalans í Fossvogi, segir marga skella á höfuðið þegar þeir missa fótanna í hálkunni. Höfuðmeiðsl og útlimabrot eru algengustu áverkarnir.Fréttablaðið/PjeturBiðtíminn getur orðið töluverður þegar svona margir leita aðstoðar. „Allir sem koma á bráðamóttöku eru forflokkaðir eftir alvarleika áverka eða veikinda þannig að þeir fara í forgang sem eru alvarlega slasaðir, með augljós brot, slæma verki og mest veikir. Það getur verið erfitt að áætla biðtíma en lengst hefur biðin verið fjórar til fimm klukkustundir.“ Bryndís leggur áherslu á að mikilvægt sé að huga að hálkuvörnum. „Á meðan það heldur áfram að rigna og frysta til skiptis sér ekki fyrir endann á þessu. Fólk þarf að huga vel að öllum hálkuvörnum. Gæta þarf þess að vera í réttum skófatnaði og með mannbrodda. Það má ekki gleyma hálkuvörnum barna. Nokkuð hefur borið á því að börn hafa verið að koma eftir fall á leiksvæðum við skóla, leikskóla og öðrum leiksvæðum. Það þarf að salta og sanda vel þessi svæði sem og heimreiðar.“ Að sögn Bryndísar hefur einnig verið töluvert um komur á bráðamóttöku síðastliðnar vikur vegna útafaksturs og umferðaróhappa vegna hálku á vegum.
Veður Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira