Bjarni svarar Bandaríkja-mönnum fullum hálsi Jakob Bjarnar skrifar 19. júní 2014 11:30 Bjarni Benediktsson svarar Bandaríkjamönnum, og gagnrýni þeirra á hvalveiðar Íslendinga, fullum hálsi. visir/stefán & vilhelm Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson. Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ef marka má orð Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra, þá gefur hann lítið fyrir hugsanlegar viðskiptaþvinganir og/eða frost í samskiptum Íslands og Bandaríkjanna vegna hvalveiða. Íslendingum var ekki boðin þátttaka á hafráðstefnunni Our Ocean vegna hvalveiða og telur Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, það ótvírætt merki um harðnandi samskipti þjóðanna, þá vegna veiðanna. En, ekki er á Bjarna að skilja að gefið verði eftir varðandi þær. Bjarni gerir þetta að umtalsefni á Facebooksíðu sinni, nú rétt í þessu: „Í síðustu viku var sagt frá því að Íslendingum væri ekki boðið á hafráðstefnuna Our Ocean sem Bandaríkjamenn standa fyrir vegna hvalveiða. Ekkert liggur svo sem fyrir um þetta en það má vel vera að þarna sé tenging á milli. Hvað sem því líður var fyrsta langreyður ársins veidd í þessari viku.“ Bjarni segir til fyrirmyndar að utanríkisráðuneytið skuli beita sér fyrir um málefni hafsins; „t.a.m. um sjálfbærni veiða, en ekkert land stendur Íslandi framar í þeim málaflokki. Hafi hvalveiðar haft áhrif á aðkomu Íslands að ráðstefnunni væri ráð fyrir Bandaríkjamenn að læra af íslenskri reynslu og ekki síður að líta sér nær.“ Við svo búið bendir fjármálaráðherra á eitt og annað sem ekki telst til fyrirmyndar í Bandaríkjunum: „Af mörgu mætti hér nefna að nýlega hafa áform þeirra um neðansjávarsprengingar í tilraunaskyni verið harðlega gagnrýndar m.a. vegna alvarlegra áhrifa á hvali og önnur sjávarspendýr.“ Og Bjarni tengir við skjal þar sem frá því er greint. Og utanríkiráðherra heldur áfram og ekki annað á honum að skilja en að hann vilji bera saman aftökur sem tíðkast í Bandaríkjunum og svo hvalveiðar Íslendingar: „Að lokum er eitthvað verulega bogið við alla umræðu varðandi hugsanlegar viðskiptaþvinganir Bandaríkjamanna vegna hvalveiða Íslendinga á sama tíma og fréttir berast af því hvernig þeim er að mistakast að aflífa fólk eftir dauðadóma í eigin réttarkerfi. Hvor er hér með ,,the moral high ground" eins og þeir myndu orða það? Hvor hefur tilefni til að draga úr samskiptum við hinn?“ segir Bjarni og tengir við frétt mbl.is þar sem segir af misheppnaðri aftöku. Innlegg by Bjarni Benediktsson.
Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi Erlent Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Fleiri fréttir Táningur rekur veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels