Geldingu grísa hætt með núverandi hætti Stefán Árni Pálsson skrifar 28. maí 2014 15:42 MYNDIR/FÉSBÓKARSÍÐA ORMSSTAÐA Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“ Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Svínabændur munu alfarið hætta geldingum grísa með þeim hætti sem hún hefur verið framkvæmd en þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Svínaræktarfélagi Íslands og Landssamtökum sláturleyfishafa. Leitað verður allra leiða í samstarfi við dýralækna, sláturleyfishafa og Matvælastofnun. Þeir kostir sem helst koma til greina eru að mati svínabænda og sláturleyfishafa eru eftirfarandi:Gelding framkvæmd með deyfingu.Gelding framkvæmd með svæfingu.Til lengri tíma litið hlýtur besta leiðin út frá velferð dýranna vera að hætta geldingum alfarið. Í því sambandi verður fylgst mjög náið með því hvernig þessi mál þróast erlendis. Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu en þeir hafna allfarið fullyrðingum fréttastofu Ríkisútvarpsins þess efnis að stundaðar séu ólöglegar geldingar á grísum á íslenskum svínabúum. Í kvöldfréttum RÚV þann 24. maí sagði Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir, geldingar eins og þær tíðkast nú á íslenskum svínabúum vera ólöglegar. Fram kemur í yfirlýsingunni að við innleiðingu nýrra laga sé mikilvægt að stjórnvöld geri hlutaðeigandi kleift að uppfylla lögin. „Stærsta áskorunin sem svínarækt á heimsvísu stendur frammi fyrir er að hætta geldingu grísa með þeim hætti sem hún er almennt framkvæmd í heiminum, þ.m.t. hér á landi. Í því samhengi má benda á að innan Evrópusambandsins verða geldingar grísa bannaðar frá og með 1. janúar 2018. Til fjölda ára hefur verið unnið að því að þróa leiðir til að finna lausn á þessu. Með nýjum lögum um velferð dýra sem tóku gildi um síðustu áramót skipaði Ísland sér fremst á meðal ríkja sem hafa velferð og aðbúnað dýra að leiðarljósi. Því ber að fagna enda er svínabændum og sláturleyfishöfum mikið í mun að dýravelferð sé höfð í fyrirrúmi.“ Svínaræktarfélag Íslands skora á íslensk stjórnvöld að tryggja að innfluttar afurðir uppfylli sambærilegar kröfur og gerðar eru hér á landi. „Íslenskur svínabúskapur hefur þá sérstöðu að lyfjanotkun er með því minnsta sem þekkist. Þá er ljóst að þegar ný lög um velferð dýra hafa verið innleidd að fullu munu íslenskir neytendur geta treyst því að þær íslensku svínaafurðir sem rata á þeirra disk urðu til með þeim hætti sem best gerist. Það er eðlilegt að gera sömu kröfu til innfluttra svínaafurða.“
Tengdar fréttir Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18 „Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19 Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar Innlent Raunvirði íbúða lækkar á ný Innlent Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Lögreglan leitar manns Innlent Fleiri fréttir Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga Sjá meira
Svínabændur segjast ekki stunda ólöglegar geldingar Svínaræktarfélag Íslands segir fullyrðingar í kvöldfréttum Rúv í gær rangar. 25. maí 2014 15:18
„Ég er nefnilega svínabóndi og er því víst að margra mati algjör dýraníðingur“ Svínabændur hafa verið gagnrýndir töluvert að undanförnu. Svínabóndi á Ormsstöðum fer yfir þær leiðir sem standa til boða þegar kemur að geldingu svína. 27. maí 2014 15:19