Engin lausn í sjónmáli Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2014 18:33 Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu lækna en viðræður standa enn yfir í Karphúsinu. Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands er svartsýnn á að samningar náist fyrir áramótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun. „Við eigum ekki eftir að ná saman í dag,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags, í samtali við fréttastofu 365. „Það ber ennþá talsvert á milli og það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sitt tilboð en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar.Vísir/GVA„Við höfum teygt okkur langt og ég segi það bara fullum fetum að það sem að boðið hefur verið af ríkisins hálfu ber skýr merki þess að það hefur verið hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem að eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar frameftir götunum, en kröfur lækna eins og þær birtust síðast í gær eru algerlega óraunhæfar,“ segir Bjarni. Þá skoraði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á lækna í dag að birta kröfur sínar. Fjármálaráðherra sakar lækna um að ætla að taka heilbrigðiskerfið í gíslingu með umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sínum. Hann vill engu svara um það hvort að til greina komi að setja lög á aðgerðir lækna. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef að hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári að þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Bjarni vill ekkert gefa upp um hverjar kröfur lækna séu á þessum tímapunkti í kjaraviðræðunum en hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að læknar vilji fá að laun sín hækki um tugi prósenta. Heilbrigðisráðherra vill engu svara um hvort að til greina komi að setja lög á verkfall lækna. „Ég treysti því og vil treysta því og trúa á það að menn nái saman ef að það ekki gengur þá er bara komin upp sú staða og við skulum taka á henni ef til hennar kemur,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira
Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu lækna en viðræður standa enn yfir í Karphúsinu. Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands er svartsýnn á að samningar náist fyrir áramótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun. „Við eigum ekki eftir að ná saman í dag,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags, í samtali við fréttastofu 365. „Það ber ennþá talsvert á milli og það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sitt tilboð en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar.Vísir/GVA„Við höfum teygt okkur langt og ég segi það bara fullum fetum að það sem að boðið hefur verið af ríkisins hálfu ber skýr merki þess að það hefur verið hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem að eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar frameftir götunum, en kröfur lækna eins og þær birtust síðast í gær eru algerlega óraunhæfar,“ segir Bjarni. Þá skoraði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á lækna í dag að birta kröfur sínar. Fjármálaráðherra sakar lækna um að ætla að taka heilbrigðiskerfið í gíslingu með umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sínum. Hann vill engu svara um það hvort að til greina komi að setja lög á aðgerðir lækna. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef að hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári að þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Bjarni vill ekkert gefa upp um hverjar kröfur lækna séu á þessum tímapunkti í kjaraviðræðunum en hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að læknar vilji fá að laun sín hækki um tugi prósenta. Heilbrigðisráðherra vill engu svara um hvort að til greina komi að setja lög á verkfall lækna. „Ég treysti því og vil treysta því og trúa á það að menn nái saman ef að það ekki gengur þá er bara komin upp sú staða og við skulum taka á henni ef til hennar kemur,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Innlent Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman Innlent Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Innlent „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Innlent Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Innlent Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Innlent Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Innlent Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Innlent „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Innlent Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Innlent Fleiri fréttir Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun" Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins „Þykjustuleikur“ að Ísland fái annan díl Selta olli rafmagnsleysi á Suðurlandi Friður á Gasa mögulega í sjónmáli og rætt við utanríkisráðherra Palestínu Mosfellingur hjá Strætó leiðir unga Framsóknarmenn „Hvað varð um að gera meira, hraðar?“ Veðrið setur strik í reikninginn Segjast hafa verið neydd til að krjúpa tímunum saman og lýsa yfir ást sinni á Ísrael Utanríkisráðherra Palestínu á Íslandi á sögulegum tímum Leit að meintum brennuvargi engu skilað Boða aftur til kvennaverkfalls fimmtíu árum eftir það fyrsta Lagði við Hverfisgötu eftir allt saman „Ég held að það sé sterk friðarvon núna“ Ástæða til að hafa áhyggjur af vanfjármögnun spítalans Meirihluti hlynntur þátttöku ef Ísrael er ekki með Varnargarðar hækkaðir við Grindavík Skýr afstaða landsmanna um hvort einkunnir eigi að vera í tölum eða bókstöfum „Auðvitað er ég hrædd um hana“ Ford vörubíll árgerð 1930 gefinn Byggðasafni Árnesinga „Ég ætla ekki að jarða hann, ég ætla að hafa hann á lífi“ Mamma Möggu Stínu gerir upp erfiðan dag Útlendingastofnun: Ekkert bendi til ómannúðlegrar meðferðar í Króatíu Sjá meira