Engin lausn í sjónmáli Stefán Árni Pálsson skrifar 30. desember 2014 18:33 Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu lækna en viðræður standa enn yfir í Karphúsinu. Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands er svartsýnn á að samningar náist fyrir áramótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun. „Við eigum ekki eftir að ná saman í dag,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags, í samtali við fréttastofu 365. „Það ber ennþá talsvert á milli og það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sitt tilboð en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar.Vísir/GVA„Við höfum teygt okkur langt og ég segi það bara fullum fetum að það sem að boðið hefur verið af ríkisins hálfu ber skýr merki þess að það hefur verið hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem að eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar frameftir götunum, en kröfur lækna eins og þær birtust síðast í gær eru algerlega óraunhæfar,“ segir Bjarni. Þá skoraði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á lækna í dag að birta kröfur sínar. Fjármálaráðherra sakar lækna um að ætla að taka heilbrigðiskerfið í gíslingu með umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sínum. Hann vill engu svara um það hvort að til greina komi að setja lög á aðgerðir lækna. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef að hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári að þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Bjarni vill ekkert gefa upp um hverjar kröfur lækna séu á þessum tímapunkti í kjaraviðræðunum en hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að læknar vilji fá að laun sín hækki um tugi prósenta. Heilbrigðisráðherra vill engu svara um hvort að til greina komi að setja lög á verkfall lækna. „Ég treysti því og vil treysta því og trúa á það að menn nái saman ef að það ekki gengur þá er bara komin upp sú staða og við skulum taka á henni ef til hennar kemur,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra. Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira
Engin lausn er í sjónmáli í kjaradeilu lækna en viðræður standa enn yfir í Karphúsinu. Formaður samninganefndar Læknafélags Íslands er svartsýnn á að samningar náist fyrir áramótin. Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa læknar hafnað tilboði um rúmlega tuttugu prósenta launahækkun. „Við eigum ekki eftir að ná saman í dag,“ segir Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélags, í samtali við fréttastofu 365. „Það ber ennþá talsvert á milli og það er vandamálið. Auðvitað hefur ríkið hækkað sitt tilboð en þetta er ekki nægjanlegt til þess að við getum haldið fólki á Íslandi.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, segir að kröfur lækna séualgjörlega óraunhæfar.Vísir/GVA„Við höfum teygt okkur langt og ég segi það bara fullum fetum að það sem að boðið hefur verið af ríkisins hálfu ber skýr merki þess að það hefur verið hlustað eftir því að það þurfi að kalla heim lækna sem að eru erlendis, að við þurfum að gera breytingar á kjörum lækna með það að markmiði að jafna stöðu þeirra miðað við launaþróun annarra og þar frameftir götunum, en kröfur lækna eins og þær birtust síðast í gær eru algerlega óraunhæfar,“ segir Bjarni. Þá skoraði Bjarni Benediktsson fjármála- og efnahagsráðherra á lækna í dag að birta kröfur sínar. Fjármálaráðherra sakar lækna um að ætla að taka heilbrigðiskerfið í gíslingu með umfangsmiklum verkfallsaðgerðum sínum. Hann vill engu svara um það hvort að til greina komi að setja lög á aðgerðir lækna. „Það er engum blöðum um það að fletta að ef að hætt verður við allar stórar aðgerðir frá og með fyrstu vikunni á næsta ári að þá er komið upp ástand sem er algerlega óþolandi og óboðlegt í íslensku heilbrigðiskerfi.“ Bjarni vill ekkert gefa upp um hverjar kröfur lækna séu á þessum tímapunkti í kjaraviðræðunum en hann hefur áður sagt í fjölmiðlum að læknar vilji fá að laun sín hækki um tugi prósenta. Heilbrigðisráðherra vill engu svara um hvort að til greina komi að setja lög á verkfall lækna. „Ég treysti því og vil treysta því og trúa á það að menn nái saman ef að það ekki gengur þá er bara komin upp sú staða og við skulum taka á henni ef til hennar kemur,“ segir Kristján Þór Júlíusson, heilbrigðisráðherra.
Mest lesið Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Innlent Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Valhöll auglýst til sölu Innlent Telur að aðrar ferðaskrifstofur muni fylgja í kjölfarið Viðskipti innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Innlent Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Innlent Fleiri fréttir Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Svarar ekki beinum orðum hvort Sigríður Björk njóti trausts Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Sjá meira