Hundrað hnoð á mínútu Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 13. apríl 2014 17:00 Sólveig á milli þeirra Þórunnar Lárusdóttur og Gunnhildar Sveinsdóttur sem höfðu umsjón með gerð nýja myndbandsins um hann Klaufa. Fréttablaðið/GVA „Við viljum ýta við hópum sem annars mundu kannski ekki leiða hugann að skyndihjálp,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, um nýtt lag sem komið er út. „Þess var gætt sérstaklega að takturinn í laginu hentaði við endurlífgun sem kallar á um það bil 100 hnoð á mínútu. Vonandi festist það í huga fólks,“ heldur hún áfram. Í myndbandi sem fylgir með laginu lendir hinn seinheppni Klaufi í hremmingum en á skjótum viðbrögðum samferðamanna sinna líf sitt að launa. Útgáfan er liður í skyndihjálparátaki sem Rauði krossinn er með í tilefni 90 ára afmælis síns á þessu ári. Lagahöfundur er Snæbjörn Ragnarsson en textinn er eftir Sævar Sigurgeirsson. Tíu þekktir söngvarar og leikarar flytja lagið í sjálfboðavinnu, þau Gunnar Helgason, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Felix Bergsson, Agnes Björt Andradóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Gísladóttir og Vilhelm Anton Jónsson. Þórunn Lárusdóttir og Gunnhildur Sveinsdóttir höfðu umsjón með gerð myndbandsins, Erla María Árnadóttir myndskreytir gerði teikningarnar og Lára Garðarsdóttir gæðir teikningarnar lífi. Sólveig segir skyndihjálpina eitt elsta og samfelldasta verkefni félagsins í 90 ára sögu þess. Því hafi þótt við hæfi að fara í skyndihjálparherferð í tilefni afmælisins. „Okkur er mikið í mun að gera eitthvað sem kemur öllum til góða og við getum skilið eftir hjá þjóðinni,“ segir hún og heldur áfram. „Við byrjuðum með skyndihjálpar-app sem hefur náð mikilli útbreiðslu. 25.000 manns hafa þegar sótt sér það enda ætti það að vera staðalbúnaður í öllum snjallsímum og spjaldtölvum. Appið er gagnvirkt með fræðslu og skemmtilegum myndböndum og þar eru hagnýtar leiðbeiningar um það hvernig á að haga sér mitt í aðstæðum þar sem maður þarf skjót og skýr svör. Skilin milli lífs og dauða geta verið svo stutt og fólk sem kann til verka á slysstað er svo mikilvægt.“ Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira
„Við viljum ýta við hópum sem annars mundu kannski ekki leiða hugann að skyndihjálp,“ segir Sólveig Ólafsdóttir, upplýsingafulltrúi Rauða krossins á Íslandi, um nýtt lag sem komið er út. „Þess var gætt sérstaklega að takturinn í laginu hentaði við endurlífgun sem kallar á um það bil 100 hnoð á mínútu. Vonandi festist það í huga fólks,“ heldur hún áfram. Í myndbandi sem fylgir með laginu lendir hinn seinheppni Klaufi í hremmingum en á skjótum viðbrögðum samferðamanna sinna líf sitt að launa. Útgáfan er liður í skyndihjálparátaki sem Rauði krossinn er með í tilefni 90 ára afmælis síns á þessu ári. Lagahöfundur er Snæbjörn Ragnarsson en textinn er eftir Sævar Sigurgeirsson. Tíu þekktir söngvarar og leikarar flytja lagið í sjálfboðavinnu, þau Gunnar Helgason, Saga Garðarsdóttir, Sigríður Eyrún Friðriksdóttir, Jóhannes Haukur Jóhannesson, Felix Bergsson, Agnes Björt Andradóttir, Ólafía Hrönn Jónsdóttir, Rúnar Freyr Gíslason, Ragnhildur Gísladóttir og Vilhelm Anton Jónsson. Þórunn Lárusdóttir og Gunnhildur Sveinsdóttir höfðu umsjón með gerð myndbandsins, Erla María Árnadóttir myndskreytir gerði teikningarnar og Lára Garðarsdóttir gæðir teikningarnar lífi. Sólveig segir skyndihjálpina eitt elsta og samfelldasta verkefni félagsins í 90 ára sögu þess. Því hafi þótt við hæfi að fara í skyndihjálparherferð í tilefni afmælisins. „Okkur er mikið í mun að gera eitthvað sem kemur öllum til góða og við getum skilið eftir hjá þjóðinni,“ segir hún og heldur áfram. „Við byrjuðum með skyndihjálpar-app sem hefur náð mikilli útbreiðslu. 25.000 manns hafa þegar sótt sér það enda ætti það að vera staðalbúnaður í öllum snjallsímum og spjaldtölvum. Appið er gagnvirkt með fræðslu og skemmtilegum myndböndum og þar eru hagnýtar leiðbeiningar um það hvernig á að haga sér mitt í aðstæðum þar sem maður þarf skjót og skýr svör. Skilin milli lífs og dauða geta verið svo stutt og fólk sem kann til verka á slysstað er svo mikilvægt.“
Menning Mest lesið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið „Ma & pa í apríl“ Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Fimm fáránlegar biðraðir Íslendinga Þrír metnir hæfir til að stýra Óperunni Frumsýning á Vísi: Skoppa og Skrítla bjóða krökkunum í jólapartý Lögðu til að Gunnar og Halldór deildu Nóbelsverðlaununum Bubba svarað og „barnaleg vitleysa“ í Borgó George R. R. Martin á Íslandi: „Það er smá svalt hérna“ Skálað fyrir glæsilegustu dönsurum landsins og Jónsa úr Sigur Rós Krafa um betri ensku en íslensku reyndust mistök Magnús nýr formaður stjórnar Leikfélags Reykjavíkur „Erfiðasti skóli sem ég hef farið í“ Floppin í haust og sjónvarpslaus sjónvarpsverðlaun Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Magnús Karel og Inga Lára hlutu menningarviðurkenningu Árborgar Cecilie tekur við af Auði Þórdís Dröfn hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar Katrín og Ragnar snúa aftur með nýja bók Fullkominn vettvangur til að verja vetrarfríinu Hver er uppáhaldsbókin þín eftir Halldór Laxness? Ný gjaldfrjáls íslensk-ensk veforðabók opnuð Ryan Eyford handhafi Vigdísarverðlaunanna 2025 Víkingur Heiðar hlýtur tónlistarverðlaun Norðurlandaráðs Lína orðin að „peningasjúkum TikTok-trúði“ eða sjálfsögð markaðssetning? Páll Baldvin fer fram gegn tillögu kjörnefndar Menningarvaktin: Ráðning óperustjóra jafn spennandi og þjálfara KR Sjá meira