Ísland í dag í kvöld: „Við erum að gera það sem þarf að gera“ Edda Sif Pálsdóttir skrifar 31. júlí 2014 14:00 Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson. Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55. Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira
Þau Guðrún Arndís Tryggvadóttir og Einar Bergmundur Arnbjörnsson hafa það að markmiði að skilja eitthvað eftir sig í lífinu sem hefur gildi. Þau bjuggu bæði erlendis en fluttu heim um aldamótin og kom þá á óvart hver staðan var á náttúruverndar- og umhverfismálum hérlendis. Þau hófu að sanka að sér upplýsingum um allt sem tengist umhverfi og náttúru og matreiða það fyrir okkur hin sem minna vitum. Afraksturinn má m.a. finna á vefsíðunni Náttúran.is. „Þetta er þekkt úr fræðunum, svona gat sem myndast þegar upplýsingatækni og geta almennings er orðin meiri en stjórnvalda. Ef íslenskum stofnunum er ekki beinlínis skipað að gera hluti og veitt fjármagn í það þá gera þau það augljóslega ekki. Við erum að reyna að fylla upp í þetta gat,“ segir Einar Bergmundur. Sjokk að koma heim Guðrúnu var brugðið þegar hún flutti aftur til Íslands árið 2000, eftir að hafa búið í Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum. „Það var ekki einu sinni byrjað að bjóða upp á að fólk gæti flokkað heimilissorpið sitt. Það var árið 2000, ég búin að vera úti í átján ár og flokka allan þennan tíma. Það var eiginlega sjokk að koma heim og sjá hversu lítið væri búið að gera.“ Guðrún vissi lítið sem ekkert um umhverfismál þegar hún réðst í verkefnið en áhuginn fleytti henni áfram og tilfinningin sem fylgir því að gera eitthvað sem skiptir máli.Sumar merkingar mikilvægar en aðrar ekki „Við erum með gagnagrunn um merkingar og hvað þær þýða. Sumar merkingar eru mjög mikilvægar og aðrar ekki, sumar eru beinlínis villandi,“ segir Einar.Í appinu Húsinu sem er fáanlegt bæði fyrir Android stýrikerfi og iOS er hægt að ná í upplýsingar um hluti í daglegu lífi, á heimilinu og úti í garði t.d., og leiðbeiningar um hvað þarf að hafa í huga við kaup, notkun og jafnvel förgun á viðkomandi hlut. „Ef þú ert t.d. að kaupa þér sæng geturðu séð hvaða efni eru ofnæmisvaldandi, hver ekki og hvernig framleiðsluferlið er. Er þetta unnið af þrælum í Asíu eins og oft er? Maður þarf að hugsa um svo margt en við erum búin að taka saman hvað þarf að hugsa um í hverju tilfelli. Þú þarft t.d. ekki að hafa áhyggjur af barnaþrælkun þegar þú kaupir þýskan ísskáp en þá þarftu kannski að hafa áhyggjur af orkunotkun.“Rætt verður við þau Guðrúnu og Einar í Íslandi í dag kl. 18:55.
Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Erlent Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni Innlent Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Innlent Fleiri fréttir Riða staðfest á Kirkjuhóli Hafa þurft að sjóða vatnið í 79 daga Ágreiningur við ríkisstarfsmenn kostaði 642 milljónir á tíu árum Handtekinn fyrir stórfellda líkamsárás í Dugguvogi Farið yfir framboð hjá Miðflokknum „Það endaði bara með því að það var brotið á börnunum okkar“ Segir erfitt fyrir lækna að starfa við boðuð skilyrði Okkar borg – Þvert á flokka tekur slaginn í borginni „Hlýtur að hafa í sér fælingarmátt ef þú yrðir nafngreindur við slíka iðju“ Nauðgaði sofandi kærustu sem hafði ítrekað verið brotið gegn Stolt úthverfatútta en ekki lattelepjandi miðbæjarrotta Vændi á Norðurlandi og ósáttir læknar Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Sjá meira