Fulltrúi Framsóknar hefur afgerandi skoðanir á Ríkisútvarpinu Stefán Árni Pálsson skrifar 29. janúar 2014 17:40 Guðlaugur G. Sverrisson var í dag kjörinn í stjórn RÚV ohf. mynd/aðsend Mikill hiti var á Alþingi í dag þegar umræður fóru fram um kosningu níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins. Fyrir lágu tveir listar sem um var kosið; listi ríkisstjórnarflokkanna, A-listi, sem gerði ráð fyrir fimm stjórnarmönnum stjórnarflokkanna og þar með hlutfallinu 6/3 og listi B, sem gerði ráð fyrir hlutfallinu 5/4, að minnihlutinn ætti þá fjóra fulltrúa í stjórn RÚV ohf. Listi A gerði ráð fyrir að fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, færi úr stjórn RÚV en fulltrúi Framsóknarmanna, Guðlaugur G. Sverrisson, kæmi inn í hans stað. Guðlaugur skrifaði grein á Pressunni 18. september síðastliðinn þar sem hann gagnrýnir fréttamat fjölmiðla og sérstaklega Ríkisútvarpsins. „Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fréttamat er hjá íslenskum fjölmiðlum, hvaða fréttir eigi erindi til almennings að þeirra mati vegna skuldavanda heimilanna. Í ljósi mikillar umræðu um stöðu Ríkisútvarpsins á markaði undanfarið og meint áhrif þess á skoðanamyndun notenda hef ég verið hugsi yfir þeim áherslum sem Ríkisútvarpið hefur lagt á umfjöllun um málefni skuldugra fjölskyldna. Mér hefur fundist aðal áherslan hjá Ríkisútvarpinu vera sú að espa til leiksins, með stanslausum fréttum og umfjöllunum um að ekkert komi frá ríkisstjórninni um það hvernig útfæra eigi leiðréttingu vegna forsendubrests á verðtryggðum skuldum heimila.“Ríkisútvarpið tók sér stöðu með fráfarandi ríkisstjórn „Það er líkt og Ríkisútvarpið hafi tekið sér stöðu með fráfarandi stjórnarflokkum sem hafa mjög slæma samvisku vegna sinnuleysis þeirra fyrir hönd skuldugra heimila síðasliðin fjögur ár. Það liggur ljóst fyrir frá því í sumar að núverandi ríkisstjórn ætlar að leiðrétta lánin, það hefur verið birt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.“ „Það virðast fáir fjölmiðlar, og alls ekki Ríkisútvarpið, taka sér stöðu með heimilum og fjölskyldum landsmanna. Þeir hafa fallið fyrir spuna fráfarandi stjórnarflokka ásamt áróðri fjármálastofnana um hvað allt sé ómögulegt við að fara í þá aðgerð að leiðrétta lánin. Ómældar fréttir og fréttaskýringar hafa verið fluttar af því að Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðir geti ekki gefið eftir af sínum lánum. Samt tók Íbúðalánasjóður þátt í 110% leið fráfarandi ríkisstjórnar. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar reynst ósveigjanlegir til samninga við stjórnvöld og vísa til laga um starfssemi þeirra.“ „Staðreyndin er, að frá falli bankana haustið 2008, hefur fjármálakerfið verið endurreist nákvæmalega í þeirri mynd og fór með allt til andskotans. Nei, frekar skal halda áfram að flytja fréttir af því sem gæti hugsanlega verið ómögulegt, enda gæti það, gengi það eftir vonum stjórnvalda, nýst almenningi til betra lífs og réttlátara þjóðfélags. Af hverju fer Ríkisútvarpið ekki í leit að fréttum um hvernig breyta megi þessu ástandi.“Er RÚV í nöp við forsetann? 11. janúar skrifaði Guðlaugur aðra grein í Morgunblaðinu þar sem hann spyr hvort RÚV sé í nöp við forsetann. Greinin var einnig birt á Pressunni. „Forsætisráðherra virðist vera í sigtinu hjá RÚV ekki síður en forsetinn. Minnist einhver þess að stofnunin hafi nokkurn tíma kallað til fólk á nýársdag til að setja út á áramótaávörp Jóhönnu Sigurðardóttur? Að vísu var Jóhanna sjálf kölluð í fréttaviðtal nú á gamlaársdag til að segja álit sitt á eftirmanni sínum en það er önnur saga. Á nýársdag var Gylfi Arnbjörnsson fenginn til að veita efnivið í frétt undir fyrirsögninni „Undrast orð forsætisráðherra“. Það sem Gylfi undraðist var að ráðherrann hefði talað um að það þyrfti að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Gylfi var að vísu sammála forsætisráðherra en fannst að ríkið hefði átt að gera meira til að bæta fyrir að verkalýðshreyfingunni skyldi ekki hafa tekist að semja um meiri kauphækkun fyrir þá lægst launuðu en raun varð.“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hefur á fréttum að flestir fjölmiðlar eltast meira við ráðherra núverandi ríkisstjórnar en forverana, en ekki hvað síst forsætisráðherrann. Ekki er langt síðan RÚV gerði frétt sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum og átti að sýna að forsætisráðherra hefði ætlað að fara aðra leið við skuldaleiðréttingu en raun varð. Dæmin eru fjölmörg. Og þótt einhverjir geti viljað reka fjölmiðla í pólitískum tilgangi fellur slíkt ekki að tilganginum með rekstri Ríkisútvarpsins. Það gengur raunar þvert gegn honum.“ Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira
Mikill hiti var á Alþingi í dag þegar umræður fóru fram um kosningu níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins. Fyrir lágu tveir listar sem um var kosið; listi ríkisstjórnarflokkanna, A-listi, sem gerði ráð fyrir fimm stjórnarmönnum stjórnarflokkanna og þar með hlutfallinu 6/3 og listi B, sem gerði ráð fyrir hlutfallinu 5/4, að minnihlutinn ætti þá fjóra fulltrúa í stjórn RÚV ohf. Listi A gerði ráð fyrir að fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, færi úr stjórn RÚV en fulltrúi Framsóknarmanna, Guðlaugur G. Sverrisson, kæmi inn í hans stað. Guðlaugur skrifaði grein á Pressunni 18. september síðastliðinn þar sem hann gagnrýnir fréttamat fjölmiðla og sérstaklega Ríkisútvarpsins. „Ég hef verið að velta því fyrir mér hvernig fréttamat er hjá íslenskum fjölmiðlum, hvaða fréttir eigi erindi til almennings að þeirra mati vegna skuldavanda heimilanna. Í ljósi mikillar umræðu um stöðu Ríkisútvarpsins á markaði undanfarið og meint áhrif þess á skoðanamyndun notenda hef ég verið hugsi yfir þeim áherslum sem Ríkisútvarpið hefur lagt á umfjöllun um málefni skuldugra fjölskyldna. Mér hefur fundist aðal áherslan hjá Ríkisútvarpinu vera sú að espa til leiksins, með stanslausum fréttum og umfjöllunum um að ekkert komi frá ríkisstjórninni um það hvernig útfæra eigi leiðréttingu vegna forsendubrests á verðtryggðum skuldum heimila.“Ríkisútvarpið tók sér stöðu með fráfarandi ríkisstjórn „Það er líkt og Ríkisútvarpið hafi tekið sér stöðu með fráfarandi stjórnarflokkum sem hafa mjög slæma samvisku vegna sinnuleysis þeirra fyrir hönd skuldugra heimila síðasliðin fjögur ár. Það liggur ljóst fyrir frá því í sumar að núverandi ríkisstjórn ætlar að leiðrétta lánin, það hefur verið birt í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar.“ „Það virðast fáir fjölmiðlar, og alls ekki Ríkisútvarpið, taka sér stöðu með heimilum og fjölskyldum landsmanna. Þeir hafa fallið fyrir spuna fráfarandi stjórnarflokka ásamt áróðri fjármálastofnana um hvað allt sé ómögulegt við að fara í þá aðgerð að leiðrétta lánin. Ómældar fréttir og fréttaskýringar hafa verið fluttar af því að Íbúðalánsjóður og lífeyrissjóðir geti ekki gefið eftir af sínum lánum. Samt tók Íbúðalánasjóður þátt í 110% leið fráfarandi ríkisstjórnar. Lífeyrissjóðir hafa hins vegar reynst ósveigjanlegir til samninga við stjórnvöld og vísa til laga um starfssemi þeirra.“ „Staðreyndin er, að frá falli bankana haustið 2008, hefur fjármálakerfið verið endurreist nákvæmalega í þeirri mynd og fór með allt til andskotans. Nei, frekar skal halda áfram að flytja fréttir af því sem gæti hugsanlega verið ómögulegt, enda gæti það, gengi það eftir vonum stjórnvalda, nýst almenningi til betra lífs og réttlátara þjóðfélags. Af hverju fer Ríkisútvarpið ekki í leit að fréttum um hvernig breyta megi þessu ástandi.“Er RÚV í nöp við forsetann? 11. janúar skrifaði Guðlaugur aðra grein í Morgunblaðinu þar sem hann spyr hvort RÚV sé í nöp við forsetann. Greinin var einnig birt á Pressunni. „Forsætisráðherra virðist vera í sigtinu hjá RÚV ekki síður en forsetinn. Minnist einhver þess að stofnunin hafi nokkurn tíma kallað til fólk á nýársdag til að setja út á áramótaávörp Jóhönnu Sigurðardóttur? Að vísu var Jóhanna sjálf kölluð í fréttaviðtal nú á gamlaársdag til að segja álit sitt á eftirmanni sínum en það er önnur saga. Á nýársdag var Gylfi Arnbjörnsson fenginn til að veita efnivið í frétt undir fyrirsögninni „Undrast orð forsætisráðherra“. Það sem Gylfi undraðist var að ráðherrann hefði talað um að það þyrfti að bæta kjör þeirra lægst launuðu. Gylfi var að vísu sammála forsætisráðherra en fannst að ríkið hefði átt að gera meira til að bæta fyrir að verkalýðshreyfingunni skyldi ekki hafa tekist að semja um meiri kauphækkun fyrir þá lægst launuðu en raun varð.“ „Það hefur ekki farið fram hjá neinum sem áhuga hefur á fréttum að flestir fjölmiðlar eltast meira við ráðherra núverandi ríkisstjórnar en forverana, en ekki hvað síst forsætisráðherrann. Ekki er langt síðan RÚV gerði frétt sem kom eins og skrattinn úr sauðarleggnum og átti að sýna að forsætisráðherra hefði ætlað að fara aðra leið við skuldaleiðréttingu en raun varð. Dæmin eru fjölmörg. Og þótt einhverjir geti viljað reka fjölmiðla í pólitískum tilgangi fellur slíkt ekki að tilganginum með rekstri Ríkisútvarpsins. Það gengur raunar þvert gegn honum.“
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Tæplega þrjátíu slasaðir eftir að bíl var ekið í mannfjölda í Hollywood Erlent Fleiri fréttir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Sjá meira