Mikill hiti á Alþingi um stjórn RÚV ohf Jakob Bjarnar skrifar 29. janúar 2014 16:44 Pétur Gunnarsson, fyrrverandi fulltrúi Pírata í stjórn RÚV ohf. vísir/Anton Brink Nú rétt í þessu fór fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um hvernig skipað skyldi í stjórn RÚV ohf. Niðurstaðan varð sú að stjórnarmeirihlutinn hafði betur og kemur fulltrúi Framsóknarflokksins inn í stjórn Ríkisútvarpsins í stað fulltrúa Pírata. Um þetta sama var kosið í sumar og þá féllu atkvæði þannig að einn stjórnarliði kaus með minnihlutanum. En, það gerðist ekki nú. Atkvæði féllu: A = 38 og B = 25. Mikill hiti var á Alþingi þegar umræður fóru fram um kosningu níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins. Fyrir lágu tveir listar sem um var kosið; listi ríkisstjórnarflokkanna, A-listi, sem gerði ráð fyrir fimm stjórnarmönnum stjórnarflokkanna og þar með hlutfallinu 6/3 og listi B, sem gerði ráð fyrir hlutfallinu 5/4, að þá minnihlutinn ætti fjóra fulltrúa í stjórn RÚV ohf. Listi A gerði ráð fyrir því að fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, færi úr stjórn RÚV en fulltrúi Framsóknarmanna, Guðlaugur G. Sverrisson, kæmi inn í hans stað. Fjölmargir þingmenn minnihlutans tóku þátt í umræðunni auk forsætisráðherra og menntamálaráðherra, en Illugi Gunnarsson taldi ekki óeðlilegt að stjórn RÚV ohf endurspeglaði hlutfall þingmanna á Alþingi. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, benti menntamálaráðherra á að úrslit úr síðustu alþingiskosningum voru þau að 51,1 prósent atkvæða féllu í skaut núverandi stjórnarflokka. Með því hlutfalli að stjórnarflokkarnir ættu 6 fulltrúa þá þýddi það 66,6 prósent. Hann lagði áherslu á mikilvægi fjölbreyttra sjónarmiða í stjórninni.A-aðalmenn:Ingvi Hrafn Óskarsson, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Ásthildur Sturludóttir og Guðlaugur G. Sverrisson.B-aðalmenn:Margrét Frímannsdóttir, Björg Eva Erlends, Friðrik Rafnsson og Pétur Gunnarsson. Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira
Nú rétt í þessu fór fram atkvæðagreiðsla á Alþingi um hvernig skipað skyldi í stjórn RÚV ohf. Niðurstaðan varð sú að stjórnarmeirihlutinn hafði betur og kemur fulltrúi Framsóknarflokksins inn í stjórn Ríkisútvarpsins í stað fulltrúa Pírata. Um þetta sama var kosið í sumar og þá féllu atkvæði þannig að einn stjórnarliði kaus með minnihlutanum. En, það gerðist ekki nú. Atkvæði féllu: A = 38 og B = 25. Mikill hiti var á Alþingi þegar umræður fóru fram um kosningu níu manna og jafnmargra varamanna í stjórn Ríkisútvarpsins. Fyrir lágu tveir listar sem um var kosið; listi ríkisstjórnarflokkanna, A-listi, sem gerði ráð fyrir fimm stjórnarmönnum stjórnarflokkanna og þar með hlutfallinu 6/3 og listi B, sem gerði ráð fyrir hlutfallinu 5/4, að þá minnihlutinn ætti fjóra fulltrúa í stjórn RÚV ohf. Listi A gerði ráð fyrir því að fulltrúi Pírata, Pétur Gunnarsson, færi úr stjórn RÚV en fulltrúi Framsóknarmanna, Guðlaugur G. Sverrisson, kæmi inn í hans stað. Fjölmargir þingmenn minnihlutans tóku þátt í umræðunni auk forsætisráðherra og menntamálaráðherra, en Illugi Gunnarsson taldi ekki óeðlilegt að stjórn RÚV ohf endurspeglaði hlutfall þingmanna á Alþingi. Guðmundur Steingrímsson, formaður Bjartrar framtíðar, benti menntamálaráðherra á að úrslit úr síðustu alþingiskosningum voru þau að 51,1 prósent atkvæða féllu í skaut núverandi stjórnarflokka. Með því hlutfalli að stjórnarflokkarnir ættu 6 fulltrúa þá þýddi það 66,6 prósent. Hann lagði áherslu á mikilvægi fjölbreyttra sjónarmiða í stjórninni.A-aðalmenn:Ingvi Hrafn Óskarsson, Magnús Stefánsson, Guðrún Nordal, Úlfhildur Rögnvaldsdóttir, Ásthildur Sturludóttir og Guðlaugur G. Sverrisson.B-aðalmenn:Margrét Frímannsdóttir, Björg Eva Erlends, Friðrik Rafnsson og Pétur Gunnarsson.
Mest lesið Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Erlent Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Innlent Fleiri fréttir Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Játaði Hamraborgarmálið, grunaður í hraðbankamálinu og vitni í Gufunesmálinu Hraðbankinn fannst á Hólmsheiði „Starfsemi sem þarf auðvitað bara að stoppa" Ekkjan, fjársvikahrina og ferðamenn sem hunsa lokanir Lenti næstum framan á vörubíl við framúrakstur Nú má heita Snjókaldur en ekki Latína „Það er bara allt á floti hérna alls staðar“ Sjá meira