Sextán ára drengur fær hjarta Skarphéðins Kristján Hjálmarsson skrifar 29. janúar 2014 14:05 Skarphéðinn Andri Kristjánsson gaf það sem hann gat. Mynd/Úr einkasafni „Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“ Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira
„Sex koma til með að lifa vegna gjafa Skarphéðins og þar á meðal 16 ára strákur sem fær hjartað hans,“ segir Steinunn Rósa Einarsdóttir. Sonur Steinunnar, Skarphéðinn Andri Kristjánsson, lést á gjörgæslu Landspítalans í gær en hann lenti í bílslysi við Fornahvamm í Norðurárdal þann 12. janúar síðastliðinn. Hann var átján ára. Skarphéðinn hafði sjálfur rætt um það við foreldra sína að ef eitthvað kæmi fyrir myndu aðrir fá að njóta líffæranna. „Þetta var hans ósk. Hann var alveg staðráðinn í því að vilja gefa líffærin úr sér,“ segir Steinunn. Og nú fá sex manns að njóta gjafa Skarphéðins. „Ég veit ekki hvað ég hefði gert ef hann hefði ekki verið búinn að ákveða þetta.“ Steinunn segir að um leið og fjölskyldan hafi vitað í hvað stefndi hafi hún látið lækna vita svo allt yrði tilbúið fyrir líffæraflutninginn. „Tvær manneskjur fá lungun, tvær nýrun, lifrin fer til einnar og svo fer hjartað til sextán ára drengs,“ segir Steinunn. „Okkur þykir sérstaklega vænt um það.“ Að sögn Steinunnar fær fjölskyldan ekki að öðru leyti að vita hverjir fái líffærin. Hún fái þó að vita aldur og kyn þeirra eftir nokkrar vikur. Þegar Steinunn og fjölskylda voru á leið upp á sjúkrahús komu þrír bílar í forgangsakstri á móti þeim. Bílarnir voru á leið út á flugvöll þar sem tvær flugvélar biðu eftir gjöfum Skarphéðins. Þær fóru svo til Oslóar og Stokkhólms. „Það mega bara fjórir tímar líða þar til hjartað er sett í á ný. Ef Reykjavíkurflugvöllur væri ekki þar sem hann er þá hefði verið mjög tæpt með hjartað. Það munaði aðeins hálftíma,“ segir Steinunn. „Þessar gjafir lýsa Skarphéðni vel - að gefa það sem hann gat.“
Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Innlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Fleiri fréttir „Túnin eru bara hvít“ Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sjá meira