„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 13:42 Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Pressunnar gaf í dag skýrslu í meiðyrðamáli sem Gunnar í Krossinum höfðaði gegn honum og öðrum. Vísir/GVA „Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
„Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50