„Við töldum rétt að almenningur vissi af þessu“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 20. maí 2014 13:42 Steingrímur Sævarr Ólafsson fyrrverandi ritstjóri Pressunnar gaf í dag skýrslu í meiðyrðamáli sem Gunnar í Krossinum höfðaði gegn honum og öðrum. Vísir/GVA „Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar. Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
„Við töldum að það væri frétt fólgin í því að gagnvart forstöðumanni trúfélags væru komnar fram ásakanir, ekki ein, ekki tvær heldur fleiri,“ sagði Þór Jónsson blaðamaður á Pressunni við aðalmeðferð meiðyrðamáls Gunnars Þorsteinssyni í Krossinum í dag. Gunnar höfðaði málið gegn Steingrími Sævarri Ólafssyni, fyrrverandi ritstjóra Pressunnar, Vefpressunni og tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisofbeldi. „Við töldum því rétt að almenningur vissi af þessu,“ sagði Þór ennfremur. Lögmaður Gunnars sótti heldur hart að honum, því meinlega villu mátti finna í fréttaflutningi hans. Í fyrirsögninni segir að 16 fórnarlömb hafi stigið fram en í fréttinni sjálfri kemur fram að fórnarlömbin hafi verið 14. Aðspurður hvort honum þætti þessi fréttaflutningur vandaður sagði hann nei og þótti það miður. Aðspurður hvort þetta væri hans sök eða ritstjórans, Steingríms, sagði hann að þetta hefði alfarið verið á sinni eigin ábyrgð. Traust ríkti innan ritstjórnarinnar og því væru ekki allar fréttir yfirlesnar af ritstjóra. Steingrímur var spurður að því hvort þessi tími sé honum enn í minni sagði hann erfitt að segja til um það. Hann hafi ekki mikið verið inni í þessum fréttaflutningi, en þó reynt að hafa yfirsýn yfir það hvað um var að vera. Aðspurður hvers vegna ákvörðun var tekin um að nafngreina og myndbirta Gunnar sagði hann að þar sem um þjóðþekktan einstakling hafi verið að ræða lægi það beinast við. Sú regla hafi verið í hávegum höfð að allar þær sem bæru fram þessar ásakanir þyrftu að vera nafngreindar. Aðalmeðferð í málinu fer nú fram í Héraðsdómi Reykjavíkur en Gunnar krefst fimm milljóna króna í bætur frá hverjum aðila fyrir sig vegna ásakana um kynferðisbrotin. Upphaf málsins er það að stefnda, Ásta Sigríður H. Knútsdóttir önnur kvennanna sem Gunnar stefndi, var beðin um að gerast stuðningsaðili þolenda kynferðisofbeldis, en hún sjálf hefur þurft að þola slíkt. Hópur þriggja kvenna stækkaði í sjö og allar höfðu konurnar sömu sögu að segja. Þær höfðu samband við Pressuna, blaðamanninn Þór Jónsson, sem sagði sögu þeirra. Konurnar rituðu bréf í sameiningu, kvittuðu allar undir og fóru með til Gunnars og annarra stjórnarmeðlima Krossins. Bréfinu var einnig skilað til vefmiðilsins Pressunnar.
Meiðyrðamál Gunnars í Krossinum Tengdar fréttir Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08 Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44 Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50 Mest lesið Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Líkir kærunni við „faglega aftöku“ Innlent Leggur 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Erlent Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Innlent Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Erlent Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Erlent Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Innlent Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Innlent Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Innlent „Hef hvergi hallað réttu máli“ Innlent Fleiri fréttir Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Umfangsmikil lögregluaðgerð við Glerárgötu á Akureyri Öryrkjar eru með hærri laun en eldri borgarar Borgarstjóri fór með rangt mál Gagnrýnin hugsun skipti máli Krafa um að Margrét Löf verði gerð arflaus fer fyrir Landsrétt Hófu niðurrif á félagsheimilinu í leyfisleysi: „Skaðinn er skeður“ Fjórir slást um oddvitasæti Viðreisnar Afsögn þingmanns, hótanir Trumps og í beinni frá Svíþjóð Mun hærri dánartíðni og meiri örorka hjá fyrrum vöggustofubörnum „Í mínum huga eru þetta klárar ærumeiðingar“ Vilja Laugardalshöll líkt og þeim var lofað Kviknaði í Svarta sauðnum í Þorlákshöfn Taldi ekki sérstaka nauðsyn á að hneppa Helga Bjart í varðhald Barbara sakar Sigríði um einelti og Valtý um gagnaleka Sjá meira
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Gunnars hefst í dag Gunnar stefndi Vefpressunni ásamt tveimur konum sem sökuðu Gunnar um kynferðisbrot og flutti Pressan fréttir af því. 20. maí 2014 09:08
Gunnar: Hjónabandið hvati til árása Gunnar í Krossinum segir hjónaband hans og Jónínu Benediktsdóttur grunninn að því að nokkrar konur hafi sakað hann um kynferðisofbeldi. 20. maí 2014 11:44
Troðfullt út að dyrum í máli Gunnars í Krossinum Í morgun hófst málflutningur í meiðyrðamáli Gunnars í Krossinum og er svo pakkað á áhorfendabekkjum að færri komast að en vilja. 20. maí 2014 09:50