Ógeðsleg orð féllu - "Afsakið öll“ Hanna Rún Sverrisdóttir skrifar 14. febrúar 2014 21:34 VÍSIR/PJETUR Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram. Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði biður hlutaðeigandi og þá sérstaklega, Eyrúnu Björgu Guðmundsdóttur, innilegrar afsökunar á ósæmilegum orðum í garð ræðulið Menntaskólans á Akureyri. Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri í ræðukeppninni Morfís eins og fjallað hefur verið um á Vísi. Alma Oddgeirsdóttir, aðstoðarskólameistari MA, sendi stjórn Morfís bréf og kvartaði yfir framkomu MÍ í ræðukeppninni. „Að mati Eyrúnar Bjargar og annarra sem urðu vitni að samskiptunum einkenndust þau af kynferðislegum undirtón og kvenfyrirlitningu í garð Eyrúnar Bjargar og var hún iðulega ávörpuð „elskan, ástin, gæskan, vinan, “ segir meðal annars í bréfinu. Um upplifun sína af keppninni sagði Eyrún meðal annars að hún hefði sjaldan orðið jafn reið og þegar liðsstjóri MÍ flutti sína ræðu. „Það hefur enginn nokkurn tímann talað svona ógeðslega um mig og það má enginn gera það.“Læra af þessu Ræðulið MÍ harmar þau ósæmilegu orð sem voru látin falla í samskiptum fyrir keppnina og í sjálfri keppninni. Aldrei hafi verið ætlunin að sýna neinum fyrirlitningu og hvað þá tala niður til kvenna. Mistökin séu á ábyrgð þeirra sem framkvæmdu og vilja liðsmenn taka það sérstaklega fram að þeir voru ekki hvattir til þess né hafi hegðunin verið viðurkennd af þjálfara liðsins. Þjálfari liðsins er Ingvar Örn Ákason en hann bað Eyrúnu afsökunar fyrir hönd liðsins um leið og hann frétti af því hvernig samskiptin voru að því er fram kemur í yfirlýsingunni. Hann segist hafa reynt að fá liðsfélagana til að taka ósæmilegt orðbragð úr ræðunni og kveðið mjög sterkt á um að ekkert slíkt kæmi fram í ræðunni. Liðsstjóri MÍ harmar mjög framkomu sína og en ógeðsleg orð hafi fallið sem ekki ættu að heyrast. Liðið segist munu læra af þessu og stefni í framtíðinni á að sýna vinsemd og virðingu gagnvart öðrum keppendum. Þeir ætli ekki að leggjast á það plan að tala illa um andstæðinga sína né aðra. „Við viljum að keppnin snúist um málefni en ekki manneskjur og vonum við að áherslur í framtíðinni munu færast aftur í þá átt, við munum í það minnsta taka þá stefnu í framtíðinni og snúa málafærslu okkar til betri vegar. Við viljum vera skólanum okkar og samfélagi til sóma og því verður þessi hegðun ekki liðin hér eftir. Afsakið öll!“ Lið MA vann sigur í keppni skólanna og er komið áfram.
Tengdar fréttir Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Loka lauginni vegna veðurs Innlent Fleiri fréttir Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Sjá meira
Saka ræðulið um kvenfyrirlitningu og áreitni Ræðulið Menntaskólans á Ísafirði er sakað um grófa áreitni og kvenfyrirlitningu í garð stúlku í liði Menntaskólans á Akureyri. 14. febrúar 2014 14:33