Biður fólk um að dæma ekki Ísraela Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 24. júlí 2014 11:09 "Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“ vísir/afp „Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“ Gasa Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira
„Hér er lítil áróðursmaskína sem er óþreytandi við að breiða út áróður gegn Ísrael. Þetta er fámennur en hávær hópur, sem ég kalla auðtrúa Íslendinga, að fordæma Ísraela,“ sagði Ólöf Einarsdóttir í viðtali í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Þúsundir söfnuðust saman á Ingólfstorgi í gær til að mótmæla framferði Ísraelshers á Gasa undanfarnar vikur. Stríðsástand ríkir á Gasasvæðinu og átökin þau blóðugustu í áraraðir. Hundruð óbreyttra borgara liggja nú í valnum og þúsundir eru særðir. Ólöfu Einarsdóttur finnst umræðan um Ísraela og Palestínumenn hafa þróast á rangan veg. Ekki sé rétt að taka afstöðu til ákveðins hóps, þegar skilningur á málinu er jafnvel ekki fyrir hendi. „Það er svo alvarlegt að setja sig í eitthvað dómarasæti. Hinn almenni borgari á Íslandi hefur engan skilning eða þekkingu á stöðu mála,“ segir Ólöf. Ólöf bjó með ísraelskum eiginmanni sínum og dóttur á samyrkjubúi í Suður-Ísrael, því svæði sem árásirnar hafa verið hvað mestar undanfarin ár. Samyrkjubúið var víggirt, sem og önnur bú og þorp á svæðinu og vaktað af hermönnum allan sólarhringinn. Loftvarnarbirgi eru inni í hverju húsi, sem kveðið er á um í byggingareglum þarlendis. „Þetta er eilíf hryðjuverkaógn. Alla daga, allan ársins hring.“Gegndarlausar árásir „Mér fannst ég samt þokkalega örugg þarna þrátt fyrir gegndarlausar árásir. En á árunum 2011 og 2012 þá skutu Hamas og fleiri hryðjuverkasamtök á Gasaströndinni um tvö þúsund eldflaugum yfir á Suður-Ísrael. Til að setja þetta í samhengi þá eru þetta um þrjár eldflaugar á dag, en þetta kom í hrinum.“ Árásirnar eru linnulausar á beggja bóga, en eru vopn Hamas talin mun vanþróaðri en háþróuð vopn Ísraelsmanna. Ólöf segir Ísraelsmenn hafa lært af sárri reynslu og því sé ógrynni fjármuna varið í að verja fólkið.„Nota almenna borgara sem mannlegan skjöld“ „Þetta er eina ástæðan fyrir því að Ísraelsmenn eru ekki að falla í eins miklum mæli og hinir og það er svo kaldhæðnislegt að Ísraelsmenn þurfi að réttlæta það. Það vita það allir sem eitthvað vita um þessa deilu að þetta eru hryðjuverkasamtök og þeir nota almenna borgara sem mannlegan skjöld. Þeir planta sér mitt á meðal borgaranna. Skjóta rótum í íbúðahverfum. Nota bakgarðafólks til að skjóta þessum eldflaugum. “ Ólöf biðlar til fólks að sýna báðum aðilum skilning og að dæma ekki fyrr en skilningur er fyrir hendi. „Þetta hryggir mig hreinlega. Ég hef sterka réttlætis- og siðferðiskennd og auðvitað hef ég samúð með óbreyttum borgurum sem liggja í valnum á Gasaströndinni. En ég fordæmi ekki Ísrael. Þau eru að berjast við hryðjuverk, hryðjuverkasamtök og við eigum að standa með þeim gegn hryðjuverkaógn.“
Gasa Mest lesið Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Innlent „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Innlent Þjóðarsorg lýst yfir í Portgúal Erlent „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Innlent Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Innlent „Furðuutanríkisstefna“ Trump hafi rekið Indland í fangið á Kínverjum Erlent Vinna að lista yfir vini og samstarfsmenn Epstein Erlent Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Pútín og Xi ræddu ódauðleika í gegnum líffæragjöf Erlent Mjótt á munum í Noregi og líkur á flókinni stjórnarmyndun Erlent Fleiri fréttir Engan sakaði þegar eldur kviknaði í bát út af Tjörnesi „Þú þaggar ekki í okkur, Dagur“ Bein útsending: Brunavarnir og öryggi til framtíðar Bein útsending: Mótun nýrrar atvinnustefnu og vaxtarplan til 2035 „Okkur er ekkert mannlegt óviðkomandi“ Hitamet féll á Egilsstöðum í ágúst Guðrún Björk Kristmundsdóttir hjá Bæjarins beztu er látin Lögregla tók hús á Skorrdælingum sem fjölgar í aðdraganda kosninga Gætu fengið að kjósa í sínu gamla sveitarfélagi „Við hvað ertu hræddur?“ Nálgunarbannið of torsótt og máttlaust án ökklabands Trump tilnefnir sendiherrann nýja SHÍ gagnrýnir fækkun heilbrigðiseftirlita Samstaða hinsegin samfélagsins, skiptar skoðanir Grindvíkinga og Labubu-æði Reyndust hafa þýfi úr fleiri innbrotum í fórum sínum „Það skiptir máli að vera í réttu bandalagi“ Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Eitt kynferðisbrot tilkynnt til lögreglu eftir Þjóðhátíð Stuðningurinn við Úkraínu beintengdur öryggi Íslands Dregið hefur úr skriðuhættu Gervigreindin taki undir ranghugmyndir og skorti næmni Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Afsala hollvinasamtökum félagsheimilinu á Flateyri Leita enn manna eftir að hnífur var dreginn upp í Breiðholti Skýra mætti lög um útfarir til að koma í veg fyrir óvissu Vill skylda þá sem sæta nálgunarbanni til að bera ökklabönd Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Kristrún í Kaupmannahöfn með Selenskí og fleirum Hundruð sprengjusérfræðinga koma saman á Íslandi Húðin gleymi engu og ekki hægt að taka til baka skaðann sem er skeður Sjá meira