„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 11:35 Árni Páll, Sigmundur Davíð og Guðmundur tókust á í þinginu í morgun. „Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent