„Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 20. febrúar 2014 11:35 Árni Páll, Sigmundur Davíð og Guðmundur tókust á í þinginu í morgun. „Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra. Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
„Ég verð að lýsa vonbrigðum með það að virðulegur forsætisráðherra noti tækifærið og haldi áfram að vega að háskólasamfélaginu,“ sagði Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, rétt í þessu á þingi. Í óundirbúnum fyrirspurnum beindi Árni spurningum til Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra. Árni gagnrýndi orð Gunnars Braga Sveinssonar um skýrslu sem Samtök atvinnulífsins, Alþýðusamband Íslands og Viðskiptaráð hafa beðið Alþjóðamálastofnun Háskóla Íslands að vinna um hugsanlega aðild Íslands að Evrópusambandinu. Og lagði til að sú skýrsla yrði rædd eins og rætt hefur verið um skýrslu Hagfræðistofnunnar Háskóla Íslands, unnin að beiðni ríkisstjórnarinnar. Sigmundur Davíð svaraði Árna Páli: „Það kann að vera að niðurstaða skýrslunnar sem verið er að vinna fyrir fyrrgreind samtök feli eitthvað annað í sér,“ og ber þá skýrsluna sem Alþjóðamálastofnun vinnur nú við skýrslu hagfræðistofnunnar. Sigmundur sagðist ekki sjá neitt því til fyrirstöðu að skýrsla Alþjóðamálastofnunar yrði rædd á þingi. Sigmundur vék svo orðum sínum að skoðunum fræðimanna Alþjóðamálastofnunnar: „Við þekkjum í sjálfu sér skoðanir þeirra sem vinna að þeirri skýrslu.“ Þessi ummæli Sigmundar vöktu upp sterk viðbrögð. Árni Páll svaraði um hæl: „Þetta krossfaratal hæstvirts forsætisráðherra er honum ekki sæmandi.“ Guðmundur Steingrímsson blandaði sér í umræðuna og lagði til að umræðuhefðin yrði bætt: „Mér finnst ekki rétt að gera því í skóna að prófessorar sem hafa stundað rannsóknir á landbúnaðarmálum að undanförnu og birt þær rannsóknir í blöðum, séu í krossferð.“ Guðmundur hélt áfram: „Mér finnst ekki rétt að gefa í skyn að á Viðskiptaþingi sé fólk sem vilji selja landið. Mér finnst ekki rétt að segja við Samtök atvinnulífsins að þau eigi að stofna bloggsíðu. Mér finnst ekki rétt að skammast við greiningu og upplýsingu, til dæmis frá Seðlabankanum og gera lítið úr væntanlegri greiningu Alþjóðamálastofnunar Háskólans.“ Sigmundur sagði engar heilagar kýr mega vera í rökræðu. „Þeir hljóta að mega ræða um afstöðu manna, sama hvar þeir vinna. Ef menn ætla raunverulega að standa að rökræðu í samfélaginu, þá mega ekki vera neinar heilagar kýr.“ Ef að viðkomandi setur fram skoðanir sem eru jafnvel illa rökstuddar, jafnvel með rangfærslur, þá er eðlilegt að benda á það, sama þótt viðkomandi starfi í háskóla,“ sagði forsætisráðherra.
Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira