Flatarmál hraunsins nú rúmir fjórir ferkílómetrar Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2014 21:31 Flatarmál hraunsins er nú rúmir fjórir ferkílómetrar. Vísir/Egill Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo. Bárðarbunga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira
Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd og er samfellt gos á um 600 til 800 metra löngum kafla nærri miðbiki hennar. Þetta segir í tilkynningu frá Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands en TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar flaug yfir umbrotasvæðið við norðanverðan Vatnajökul milli klukkan. 13:45 og 16:30 í dag.Landhelgisgæslan birti myndband úr fluginu fyrr í kvöld.Helstu niðurstöður vísindamanna eru eftirfarandi: „Gossprunga og hraun • Gossprungan er rúmlega 1,5 km á lengd. Þar af er samfellt gos á um 600-800 löngum kafla nærri miðbiki hennar. Stakur gígur er virkur syðst á gossprungunni en ekki rennur hraun að ráði frá honum nú. Kvikustrókar rísa í nokkurra tuga metra hæð þar sem virknin er mest um miðbikið. • Hraunið nær 3,5 km til ANA frá miðju gossprungunnar. Breidd þess er mest um 1,6 km en mjókkar síðan eftir því sem lengra dregur frá gígunum. Endi hraunsins myndar um 500 m breiða tungu. Samfelld hrauná liggur eftir miðju hrauninu langleiðina að jaðri. Víða er glóð í jörðum hraunsins. Ekki varð séð að vatn úr kvíslum Jökulsár næði neinstaðar að jaðrinum. • Flatarmál hraunsins er nú rúmir 4 km2. Gróflega áætlað eru nú (kl. 16) komnir upp 20-30 millj. rúmmetrar af hrauni. Miðað við stærð hraunsins í gærkvöldi hafa bæst við 5-10 millj. rúmmetrar á 18-19 tímum. Meðalrennsli hraunsins yfir þetta tímabil er því af stærðargráðunni 100 m3/s. • Tvær litlar sigdældir í Dyngjujökli í stefnu gossprungunnar og sigdalsins sunnan hennar virtust óbreyttar frá á föstudag 29. ágúst. • Radarmyndir voru teknar af Bárðarbungu og sigdældum suðaustan hennar. Ekki varð vart við breytingar. Gosmökkur • Mökkur, hvítur að lit, steig upp af gosstöðvunum. Blár litur sást neðst í mekkinum. Mökkinn leggur til austnorðausturs. Hann rís hæst í 15000 feta hæð (4,5 km y.s.) ca. 10 km frá gosstað. Mökkurinn myndar ský með mjög skarpri efri og neðri brún. Neðri brúnin er í 6500 fetum (2,0 km hæð y.s.). Þetta ský nær a.m.k. 60 km til NNA. Suðurjaðar þess liggur yfir Báruvatni, Laugarvalladal og suðsta hluta Lagarins. Skýið er um 10 km breitt 30 km NA gosstöðvanna. Sandrok sem á uppruna á Flæðunum liggur undir mekkinum og skýinu. Ekki var hægt að sjá að nein aska félli úr skýinu enda bendir hvíti liturinn til þess að öskumagn sé hverfandi.“ Í fluginu voru vísindamenn frá Jarðvísindastofnun Háskólans, Veðurstofu Íslands, fulltrúi frá Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Nokkuð skýjað var á svæðinu en þokkalegt skyggni náðist í lágflugi auk þess sem radarmyndir voru teknar í hágflugi. Gossprungan í Holuhrauni var könnuð, útbreiðsla hrauns, og sigdældir í Vatnajökli (suðaustan Bárðarbungu og í Dyngjujökli) kannaðar.Mynd/Jarðvísindastofnun Háskóla ÍslandsMynd/Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands Icelandic Coast Guard - surveillance flight - The lava eruption on Holuhraun-September 1, 2014 from Landhelgisgaeslan on Vimeo.
Bárðarbunga Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Sjá meira