Innlent

Vilja virkja hæfileika þeirra sem búa við skerta starfsgetu

Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Geta unnið Vinnumálastofnun vill virkja hæfileika þeirra sem geta unnið en eru með skerta starfsgetu. Fréttablaðið/Valli
Geta unnið Vinnumálastofnun vill virkja hæfileika þeirra sem geta unnið en eru með skerta starfsgetu. Fréttablaðið/Valli
Vinnumálastofnun mun í dag ýta úr vör herferð sinni Virkjum hæfileikana – alla hæfileikana en tilgangur hennar er að skapa pláss fyrir þá á vinnumarkaðnum sem eru með skerta starfsgetu.

„Það hefur verið lausbeislað samstarf í þessum efnum en nú erum við að setja þetta í fastara form,“ segir Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar, en herferðin fer formlega af stað á ársfundi stofnunarinnar í Sjóminjasafninu klukkan tvö í dag.

„Við erum að taka yfir umsýslu með starfsendurhæfingu þeirra sem standa höllum fæti á vinnumarkaði og semja við ýmsa starfsendurhæfingaraðila,“ útskýrir Gissur en Vinnumálastofnun er í samstarfi við Öryrkjabandalagið og Þroskahjálp. „Á morgun kynnum við þetta verkefni sem felst í því að fá atvinnulífið til liðs við okkur að skapa störf.“

@kvót fréttasíður nafnogtitill:Gissur Pétursson, forstjóri Vinnumálastofnunar.
Að sögn Gissurar er skjólstæðingahópur Vinnumálastofnunar talsvert stór en atvinnulausir eru um tíu þúsund. „Síðan er auðvitað hópur sem fellur í þann flokk að njóta ekki atvinnuleysistrygginga en er á örorkubótum eða á fjárhagsaðstoð sveitarfélaganna.“ Sá hópur telji um sautján þúsund manns en ekki séu allir í vinnufæru ástandi. Í þeim hópi séu þó margir sem vilji vinna þrátt fyrir að vera ekki fullfrískir. 

„Herferðin sem við erum að fara af stað með miðar að því að skapa jákvæða ímynd gagnvart því. En það reynir ekki bara á það. Við viljum fá inn störf til miðlunar.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×