Sprenging í tónleikahaldi Íslendinga í útlöndum Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. nóvember 2014 07:00 Sigtryggur Baldursson segir að búið sé að bjóða sextán íslenskum tónlistarmönnum að taka þátt í Eurosonic-hátíðinni 2015. fréttablaðið/Andri Marínó Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi. Airwaves Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira
Stærsta breytingin á tekjumódelum tónlistarmanna síðustu árin er það að með minnkandi diskasölu er meiri áhersla á tónleikahald, segir Sigtryggur Baldursson hjá Útón, Útflutningsskrifstofu íslenskrar tónlistar. Sigtryggur segir að þetta sé hluti af þeirri ástæðu að sprenging hefur orðið í tónleikahaldi íslenskra tónlistarmanna á erlendri grundu. „Menn þurfa bara að komast út að spila,“ segir hann. Íslenskir tónlistarmenn hafi tekið þátt í þeirri þróun eins og aðrir. Sigtryggur tók þátt í umræðufundi um fjármál í íslenskri tónlist á vegum VÍB, eignastýringaþjónustu Íslandsbanka, í gær. Hann segir í samtali við Fréttablaðið að íslenskir tónlistarmenn taki sífellt meiri þátt í tónleikahaldi erlendis. En víða í öðrum löndum hafi menn einnig orðið varir við hið sama. „Aukningin hefur kannski verið sérstaklega áberandi hérna af því að þetta er svo lítill markaður og þetta er ákveðin vinna sem er að skila sér,“ segir hann. Hann segir að margir aðilar hafi komið að tengslamyndunarvinnu og markaðssetningarvinnu sem sé farin að skila sér. Iceland Airwaves er gott dæmi. Útón líka og svo geirinn sjálfur,“ segir Sigtryggur. Til dæmis um aukinn áhuga á íslenskri tónlist bendir Sigtryggur á að Ísland sé fókusland á Eurosonic-hátíðinni 2015. Hún verður haldin í Hollandi. „Það voru yfir 70 íslenskir listamenn sem sóttu um fyrir fyrsta september og það er nú þegar búið að bjóða sextán íslenskum listamönnum þarna inn,“ segir Sigtryggur. Sigtryggur segir að það sem skorti hér á Íslandi einna helst séu innviðir til þess að hægt sé að reka tónlistariðnaðinn út frá viðskiptalegum forsendum héðan frá Íslandi. Þetta þurfi að gera með því að bæta viðskiptastjórn tónlistarmannanna. Útón sé í mjög virku sambandi við Maríu Rut Reynisdóttur, sem er meðal annars umboðsmaður Ásgeirs Trausta tónlistarmanns. Henni hafi gengið vel í viðskiptastjórninni. „Ólafur Arnalds er dæmi um „self-management“ sem er að virka vel,“ segir Sigtryggur. Þá bendir hann á að Sykurmolarnir hafi stjórnað sínum eigin málum fyrir 25 árum og það hafi gengið vel. Sigtryggur var einmitt sjálfur trommuleikari í Sykurmolunum „En við vorum að vinna með mjög góðu fólki í Englandi,“ segir Sigtryggur. Tónlistarmennirnir þurfi alltaf að vinna með sterkum viðskiptaaðilum. Sigtryggur segir að Útón hafi unnið markvisst að því að efla viðskiptastjórn, meðal annars með fræðslufundum hér á landi.
Airwaves Mest lesið „Vona að þú sofir vel“ Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Innlent Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent Fleiri fréttir Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Sjá meira