IMMI varar við skýrslu Eggerts og Eyglóar Jakob Bjarnar skrifar 4. nóvember 2014 15:50 Líkt og formaður BÍ geldur IMMI varhug við skýrslu almannatengslafyrirtæksins Franca um DV. IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, varar við því að útgáfufélög og fjölmiðlar gangi gegn prinsippum blaðamennskunnar til þess að styrkja vörumerki sín. Eins og fram hefur komið í skýrslu Franca ehf., þeirra Eggerts Skúlasonar og Eyglóar Jónsdótturog Vísir greinir frá er stjórn DV ráðlagt að deila kostnaði vegna meiðyrðamála með blaðamönnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem IMMI sendi frá sér nú síðdegis en undir hana ritar Guðjón Idir Guðnýjarson, framkvæmdastjóri IMMI. Þar segir að vitaskuld sé aðeins um ráðleggingar almannatengslafyrirtækis að ræða en IMMI varar þó við því að blaðamenn séu látnir taka þátt í kostnaði vegna slíkra mála. „Slíkt hefði í för með sér mikil kælingaráhrif en ljóst er þeim sem vilja sjá að löggjöfina í meiðyrðamálum þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar. Reifuð hafa verið ýmis sjónarmið vegna þessa en vert er að benda á að IPI (Alþjóðlega fjölmiðlastofnunin) gaf út skýrslu um stöðu laga í Evrópu vegna meiðyrðamála fyrr í ár.“ Þá er bent á IPI hafi gefið út fréttatilkynningu vegna kröfu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, um hámarks refsingu til handa blaðamönnum DV vegna fréttar fyrr í ár. Scott Griffen, ráðgjafi stofnunarinnar, segir: „Við erum, í sannleika sagt, gáttuð á þeim óhóflegu kröfum sem farið er fram á í þessu mál (...) Það að opinber starfsmaður fari fram á fangelsun eða í raun refsingu yfir höfuð vegna þess sem virðist hafa verið heiðarleg mistök gerð í alvarlegri rannsókn sýnir ekki virðingu fyrir eftirlitshlutverki fjölmiðla.“ Bent er á eru stjórnvöld á Íslandi, í skýrslu IPI frá í sumar, hvött til að fara í löngu tímabærar umbætur á meiðyrðalöggjöfinni. Ljóst er að breytinga er þörf til að vernda fjölmiðla og blaðamenn, án hverra við búum ekki við eina að megin forsendum virks lýðræðis: upplýsingu. Griffen segir ennfremur: „Þetta mál sýnir fullkomlega að svo lengi sem meiðyrðamál eru í refsirétti, mun hættan á misbeitingu þeirra og mögulegra kælingaráhrifa á fjölmiðlasamfélagið vera til staðar. Við hvetjum Ísland, sem áður hafði auglýst sig sem vörð tjáningar og upplýsingafrelsis, til að framkvæma þær nauðsynlegu umbætur á meiðyrðalöggjöfinni í samræmi við alþjóðlega mælikvarða. Auk þess að afnema refsingarákvæði, ættu slíkar umbætur að fela í sér þak á skaðabætur og, sérstaklega, klausu er léttir ábyrgð af blaðamönnum svo lengi sem þeir hafi starfað í góðri trú og í samræmi við almennar siðareglur.“ IMMI tekur heilshugar undir sjónarmið IPI. Þá er vikið að því sem fram kemur í skýrslu Franca ehf. að æskilegt væri fyrir DV að ritskoða frekar sitt athugasemdakerfi. IMMI hvetur þá fjölmiðla sem vilja halda úti athugasemdakerfi að gefa ekki falsmynd af viðhorfum sem þar koma fram með ritskoðun. Tengdar fréttir Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56 Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Eggert Skúlason gerir úttekt á DV Eggert Skúlason verður í sérstöku teymi sem mun fara faglega yfir starfsemi DV og aðstoða við stefnumótun fyrirtækisins. 6. október 2014 12:51 Íslenska ríkið braut á tjáningarfrelsi Erlu Ríkið dæmt til að greiða blaðakonu bætur fyrir meiðyrðadóm sem féll í Hæstarétti árið 2010. 21. október 2014 09:12 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
IMMI, alþjóðleg stofnun um upplýsinga- og tjáningarfrelsi, varar við því að útgáfufélög og fjölmiðlar gangi gegn prinsippum blaðamennskunnar til þess að styrkja vörumerki sín. Eins og fram hefur komið í skýrslu Franca ehf., þeirra Eggerts Skúlasonar og Eyglóar Jónsdótturog Vísir greinir frá er stjórn DV ráðlagt að deila kostnaði vegna meiðyrðamála með blaðamönnum. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem IMMI sendi frá sér nú síðdegis en undir hana ritar Guðjón Idir Guðnýjarson, framkvæmdastjóri IMMI. Þar segir að vitaskuld sé aðeins um ráðleggingar almannatengslafyrirtækis að ræða en IMMI varar þó við því að blaðamenn séu látnir taka þátt í kostnaði vegna slíkra mála. „Slíkt hefði í för með sér mikil kælingaráhrif en ljóst er þeim sem vilja sjá að löggjöfina í meiðyrðamálum þarf að taka til gagngerrar endurskoðunar. Reifuð hafa verið ýmis sjónarmið vegna þessa en vert er að benda á að IPI (Alþjóðlega fjölmiðlastofnunin) gaf út skýrslu um stöðu laga í Evrópu vegna meiðyrðamála fyrr í ár.“ Þá er bent á IPI hafi gefið út fréttatilkynningu vegna kröfu Þóreyjar Vilhjálmsdóttur, aðstoðarmanns innanríkisráðherra, um hámarks refsingu til handa blaðamönnum DV vegna fréttar fyrr í ár. Scott Griffen, ráðgjafi stofnunarinnar, segir: „Við erum, í sannleika sagt, gáttuð á þeim óhóflegu kröfum sem farið er fram á í þessu mál (...) Það að opinber starfsmaður fari fram á fangelsun eða í raun refsingu yfir höfuð vegna þess sem virðist hafa verið heiðarleg mistök gerð í alvarlegri rannsókn sýnir ekki virðingu fyrir eftirlitshlutverki fjölmiðla.“ Bent er á eru stjórnvöld á Íslandi, í skýrslu IPI frá í sumar, hvött til að fara í löngu tímabærar umbætur á meiðyrðalöggjöfinni. Ljóst er að breytinga er þörf til að vernda fjölmiðla og blaðamenn, án hverra við búum ekki við eina að megin forsendum virks lýðræðis: upplýsingu. Griffen segir ennfremur: „Þetta mál sýnir fullkomlega að svo lengi sem meiðyrðamál eru í refsirétti, mun hættan á misbeitingu þeirra og mögulegra kælingaráhrifa á fjölmiðlasamfélagið vera til staðar. Við hvetjum Ísland, sem áður hafði auglýst sig sem vörð tjáningar og upplýsingafrelsis, til að framkvæma þær nauðsynlegu umbætur á meiðyrðalöggjöfinni í samræmi við alþjóðlega mælikvarða. Auk þess að afnema refsingarákvæði, ættu slíkar umbætur að fela í sér þak á skaðabætur og, sérstaklega, klausu er léttir ábyrgð af blaðamönnum svo lengi sem þeir hafi starfað í góðri trú og í samræmi við almennar siðareglur.“ IMMI tekur heilshugar undir sjónarmið IPI. Þá er vikið að því sem fram kemur í skýrslu Franca ehf. að æskilegt væri fyrir DV að ritskoða frekar sitt athugasemdakerfi. IMMI hvetur þá fjölmiðla sem vilja halda úti athugasemdakerfi að gefa ekki falsmynd af viðhorfum sem þar koma fram með ritskoðun.
Tengdar fréttir Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56 Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25 Eggert Skúlason gerir úttekt á DV Eggert Skúlason verður í sérstöku teymi sem mun fara faglega yfir starfsemi DV og aðstoða við stefnumótun fyrirtækisins. 6. október 2014 12:51 Íslenska ríkið braut á tjáningarfrelsi Erlu Ríkið dæmt til að greiða blaðakonu bætur fyrir meiðyrðadóm sem féll í Hæstarétti árið 2010. 21. október 2014 09:12 Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45 Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28 Mest lesið Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Erlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Innlent Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Innlent Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Innlent Fleiri fréttir Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Sjá meira
Urgur meðal blaðamanna DV vegna úttektar Formaður BÍ segir skýrslu um starfshætti blaðamanna fráleita. 4. nóvember 2014 10:56
Krefst þess að blaðamenn DV verði fangelsaðir Þórey Vilhjálmsdóttir, aðstoðarmaður Hönnu Birnu Kristjánsdóttur innanríkisráðherra, fer fram á að tveir blaðamenn DV verði dæmdir til fangelsisvistar vegna fréttarskrifa um hana í júní, í tengslum við lekamálið svokallaða. 9. október 2014 12:25
Eggert Skúlason gerir úttekt á DV Eggert Skúlason verður í sérstöku teymi sem mun fara faglega yfir starfsemi DV og aðstoða við stefnumótun fyrirtækisins. 6. október 2014 12:51
Íslenska ríkið braut á tjáningarfrelsi Erlu Ríkið dæmt til að greiða blaðakonu bætur fyrir meiðyrðadóm sem féll í Hæstarétti árið 2010. 21. október 2014 09:12
Alþjóðlegu blaðamannasamtökin fordæma kröfu Þóreyjar "Að opinber starfsmaður sækist eftir því að blaðamenn verði fangelsaðir – eða refsingu af einhverju tagi – fyrir það sem virðist vera heiðarleg mistök gefur til kynna að hlutverk fjölmiðla, sem varðhundur almennings, er ekki virt." 4. nóvember 2014 14:45
Formaður BÍ: Sorglegt að grípa til þessara ráða Formaður Blaðamannafélags Íslands furðar sig á stefnu Þóreyjar Vilhjálmsdóttir. Hann segir hana fráleita og að sorglegt sé að hún hafi ákveðið að grípa til þessara ráða. 9. október 2014 14:28