Hægt að halda í lækna á förum með samningi fyrir áramót Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 28. desember 2014 20:33 Íslenska þjóðin er í vondum málum ef samningar nást ekki á næstu dögum í læknadeilunni. Þetta segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hún fullyrðir að hægt sé að halda í lækna sem sagt hafa upp vegna læknadeilunnar náist samningar fyrir áramót. Ekki kemur til greina að draga úr þunga yfirvofandi verkfallsaðgerða. Næsti samningafundur ríkis og lækna hjá Ríkissáttasemjara verður klukkan tvö á morgun. Ekkert var fundað yfir hátíðarnar og staðan óbreytt frá síðasta fundi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir lækna eftir viku, 5. janúar. Eins og fréttastofa hefur greint frá munu hertar aðgerðir lækna hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustuna í landinu, þá sérstaklega skurðstofur Landspítalans þar sem aðeins verður hægt að framkvæma aðgerðir einu sinni í viku. Biðlistar lengdust umtalsvert í síðustu verkfallslotu og staðan því ekki góð fyrir verkfall í janúar. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sem fyrr sé allt kapp lagt á að leysa málið svo ekki þurfi að koma til verkfalls. Annað áhyggjuefni eru uppsagnir lækna en tíu læknar hafa sagt upp störfum eftir að verkfallsaðgerðirnar hófust. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að hægt sé að halda í þessa lækna með því að ganga frá samkomulagi milli ríkis og lækna fyrir áramót og um leið koma í veg fyrir frekari landflótta lækna. „Ef að lengra líður þá fer þetta fólk að horfa í kringum sig og finna nýja vinnu,“ segir Arna. „Það er enginn vafi í mínum huga að þeir munu gera það. En af að við náum að stoppa þetta núna og ekki seinna en strax þá náum við kannski að fá þetta fólk til baka.“ „Ég er líka sannfærð um það að ef þessu verður ekki lokið í vikunni þá erum við komin á allt annan flöt. Þetta er það sem við óttumst, að einhverjir muni segja þetta gott.“ Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands flytja tæplega sjötíu læknar á brott á hverju ári. Samtals hafa þrjú hundruð og þrjátíu læknar flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma flytja þrjátíu læknar til landsins á ári . „Ef þetta gengur ekki upp hjá okkur núna, þá erum við svakalega vondum málum sem þjóð.“ Eins og áður segir er ljóst að hertar verkfallsaðgerðir munu hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustu, jafnvel verði erfitt að tryggja öryggi sjúklinga. Arna segir það ekki koma til greina að draga úr krafti aðgerðanna meðan fundað er hjá Ríkissáttasemjara. „Og bíða eftir að allir segja upp?“ spyr Arna. „Það er það sem mun gerast. Ég get því miður ekki séð það sem lausn. Það er ekki einu sinni til umræðu.“ Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira
Íslenska þjóðin er í vondum málum ef samningar nást ekki á næstu dögum í læknadeilunni. Þetta segir formaður Læknafélags Reykjavíkur. Hún fullyrðir að hægt sé að halda í lækna sem sagt hafa upp vegna læknadeilunnar náist samningar fyrir áramót. Ekki kemur til greina að draga úr þunga yfirvofandi verkfallsaðgerða. Næsti samningafundur ríkis og lækna hjá Ríkissáttasemjara verður klukkan tvö á morgun. Ekkert var fundað yfir hátíðarnar og staðan óbreytt frá síðasta fundi. Að óbreyttu hefjast verkfallsaðgerðir lækna eftir viku, 5. janúar. Eins og fréttastofa hefur greint frá munu hertar aðgerðir lækna hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustuna í landinu, þá sérstaklega skurðstofur Landspítalans þar sem aðeins verður hægt að framkvæma aðgerðir einu sinni í viku. Biðlistar lengdust umtalsvert í síðustu verkfallslotu og staðan því ekki góð fyrir verkfall í janúar. Sigurveig Pétursdóttir, formaður samninganefndar Læknafélagsins, sagði í samtali við fréttastofu í dag að sem fyrr sé allt kapp lagt á að leysa málið svo ekki þurfi að koma til verkfalls. Annað áhyggjuefni eru uppsagnir lækna en tíu læknar hafa sagt upp störfum eftir að verkfallsaðgerðirnar hófust. Arna Guðmundsdóttir, formaður Læknafélags Reykjavíkur, segir að hægt sé að halda í þessa lækna með því að ganga frá samkomulagi milli ríkis og lækna fyrir áramót og um leið koma í veg fyrir frekari landflótta lækna. „Ef að lengra líður þá fer þetta fólk að horfa í kringum sig og finna nýja vinnu,“ segir Arna. „Það er enginn vafi í mínum huga að þeir munu gera það. En af að við náum að stoppa þetta núna og ekki seinna en strax þá náum við kannski að fá þetta fólk til baka.“ „Ég er líka sannfærð um það að ef þessu verður ekki lokið í vikunni þá erum við komin á allt annan flöt. Þetta er það sem við óttumst, að einhverjir muni segja þetta gott.“ Samkvæmt upplýsingum frá Læknafélagi Íslands flytja tæplega sjötíu læknar á brott á hverju ári. Samtals hafa þrjú hundruð og þrjátíu læknar flutt af landi brott á síðustu fimm árum. Á sama tíma flytja þrjátíu læknar til landsins á ári . „Ef þetta gengur ekki upp hjá okkur núna, þá erum við svakalega vondum málum sem þjóð.“ Eins og áður segir er ljóst að hertar verkfallsaðgerðir munu hafa veruleg áhrif á heilbrigðisþjónustu, jafnvel verði erfitt að tryggja öryggi sjúklinga. Arna segir það ekki koma til greina að draga úr krafti aðgerðanna meðan fundað er hjá Ríkissáttasemjara. „Og bíða eftir að allir segja upp?“ spyr Arna. „Það er það sem mun gerast. Ég get því miður ekki séð það sem lausn. Það er ekki einu sinni til umræðu.“
Mest lesið Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Fleiri fréttir Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin Sjá meira