Ekki nægt framboð raforku í Eyjafirði Sveinn Arnarsson skrifar 25. júní 2014 08:56 Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets. Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira
Framboð á raforku í Eyjafirði er ekki nægjanlega mikið að mati stórfyrirtækja á svæðinu. Mörg hver þurfa að treysta á skerðanlega orku og hefur það áhrif á atvinnustarfsemi í Eyjafirði. Becromal á Akureyri tekur um 80 prósent af allri raforku sem kemur inn á Eyjafjarðarsvæðið. Nú er svo komið að nýr iðnaður getur ekki sest að á Eyjafjarðarsvæðinu, raforkuna er ekki að finna á svæðinu. Þórður Guðmundsson, forstjóri Landsnets, segir ástandið alls ekki gott í Eyjafirði. Nú sé bara að bíða eftir stefnumótun úr iðnaðarráðuneytinu. „Það er vissulega rétt að þessi mál eru ekki í góðum farvegi hvað varðar orkuflutninga í Eyjafjörðinn. Eins og málin standa nú eru þetta í ákveðinni biðstöðu. Í fyrsta lagi vita flestir að ákveðin stefnumörkun þarf að eiga sér stað á Alþingi Íslendinga um loftlínur eða hvort línur eigi að fara í jörð. Að nokkru leyti erum við að bíða eftir þeirri stefnumörkun frá hinu opinbera,“ segir Þórður. Ef nýir aðilar vilja koma inn á svæðið er afar erfitt að útvega þeim raforku að mati Þórðar. Orkan sé til á landinu en raforkuflutningur inn á Eyjafjarðarsvæðið sé í molum. Hann telur sveitarfélög á svæðinu hafa dregið lappirnar hvað varðar skipulag raforkuflutninga. „Blöndulína þrjú hefur verið á teikniborðinu lengi og höfum við beðið í um fimm ár. Landsnet væri búið að fjárfesta í flutningi inn á Eyjafjarðarsvæðið fyrir um 12-15 milljarða ef þessi biðstaða hefði ekki komið upp. Nýlegt svæðisskipulag Eyjafjarðar tekur út línur sem áður höfðu verið samþykktar. Á meðan sveitarfélögin á svæðunum geta ekki skipulegt raforkuflutning inn á svæðið er lítið hægt að gera,“ segir Þórður. Fjöldi fyrirtækja á Akureyri kaupir skerðanlegan orkuflutning, þar sem þau taka þá áhættu að raforkusalinn geti á einhverjum tímapunkti skert raforku til kaupandans. Á móti kemur að fyrirtækin kaupa raforkuna ódýrari en ef um tryggan raforkuflutning væri að ræða. Landsnet hefur á síðustu árum verið að styrkja flutningskerfi sitt. Flutningskerfinu tilheyra ríflega 3.000 km af háspennulínum og um 70 tengivirki og spennustöðvar. Meginhluti flutningskerfisins eru loftlínur en lítill hluti raforkuflutnings fer um háspennujarðstrengi.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Innlent Þinglokasamningur í höfn Innlent Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Mennirnir enn í haldi lögreglu Innlent Fleiri fréttir Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Sjá meira