Ríkisendurskoðun gagnrýnir styrkveitingar forsætisráðherra Randver Kári Randversson skrifar 25. júní 2014 11:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/GVA Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkja til atvinnuskapandi minjaverndarverkefna í árslok 2013. Einnig gagnrýnir stofnunin hvernig staðið var að úthlutun styrkja til atvinnuuppbyggingar og fjölgunar vistvænna starfa á árunum 2012 og 2013. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þá sé mikilvægt að ráðuneytið setji beiðnir sínar til Alþingis um fjárveitingar (fjárlagabeiðnir) ávallt fram á skýran og lýsandi hátt. Enn fremur sé mikilvægt að skýra hvar ábyrgð á verkefnum „græna hagkerfisins“ liggi en það er óljóst að mati Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um úthlutanir forsætisráðuneytisins á styrkjum til ýmissa verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar, minjaverndar og tengdra málefna. Meðal annars kemur fram að í desember 2013 úthlutaði ráðuneytið samtals 205 milljónum króna til 24 verkefna. Féð var sótt til tveggja fjárlagaliða, svonefndra safnliða. Í skýrslunni er vakin athygli á því að flest þessara verkefna gátu sótt um styrki úr lögbundnum sjóðum en samkvæmt tilkynningu Alþingis frá árinu 2011 skal ekki úthluta styrkjum af safnliðum til verkefna sem falla undir slíka sjóði. Fram kemur að umræddir styrkir voru ekki auglýstir opinberlega heldur voru styrkþegar valdir af forsætisráðherra að fengnum umsögnum frá stofnunum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og bendir á að opinber auglýsing styrkja eykur líkur á að jafnræði og gagnsæi sé tryggt við úthlutun þeirra. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að öllum aðilum sem uppfylla sett viðmið um styrkveitingar sé gefinn kostur á að sækja um. Ríkisendurskoðun beinir því til ráðuneytisins að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti. Tengdar fréttir Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00 Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00 Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkja til atvinnuskapandi minjaverndarverkefna í árslok 2013. Einnig gagnrýnir stofnunin hvernig staðið var að úthlutun styrkja til atvinnuuppbyggingar og fjölgunar vistvænna starfa á árunum 2012 og 2013. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þá sé mikilvægt að ráðuneytið setji beiðnir sínar til Alþingis um fjárveitingar (fjárlagabeiðnir) ávallt fram á skýran og lýsandi hátt. Enn fremur sé mikilvægt að skýra hvar ábyrgð á verkefnum „græna hagkerfisins“ liggi en það er óljóst að mati Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um úthlutanir forsætisráðuneytisins á styrkjum til ýmissa verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar, minjaverndar og tengdra málefna. Meðal annars kemur fram að í desember 2013 úthlutaði ráðuneytið samtals 205 milljónum króna til 24 verkefna. Féð var sótt til tveggja fjárlagaliða, svonefndra safnliða. Í skýrslunni er vakin athygli á því að flest þessara verkefna gátu sótt um styrki úr lögbundnum sjóðum en samkvæmt tilkynningu Alþingis frá árinu 2011 skal ekki úthluta styrkjum af safnliðum til verkefna sem falla undir slíka sjóði. Fram kemur að umræddir styrkir voru ekki auglýstir opinberlega heldur voru styrkþegar valdir af forsætisráðherra að fengnum umsögnum frá stofnunum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og bendir á að opinber auglýsing styrkja eykur líkur á að jafnræði og gagnsæi sé tryggt við úthlutun þeirra. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að öllum aðilum sem uppfylla sett viðmið um styrkveitingar sé gefinn kostur á að sækja um. Ríkisendurskoðun beinir því til ráðuneytisins að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti.
Tengdar fréttir Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00 Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00 Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01 Mest lesið Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Fleiri fréttir Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Virkjunarleyfi Hvammsvirkjunar endurnýjað Svandís stígur til hliðar Flugvél á leið til Egilsstaða snúið við yfir Hallormsstað Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Sigmundur Davíð og Kemi Badenoch meðal gesta í boði Meloni Keyptu ekki skýringar um neyðarvörn í Mjóddinni Bakkaði á ofsahraða með lyfjakokteil í blóðinu Laufey Rún hætt störfum hjá Miðflokknum Sanna býður sig fram undir merkjum Vors til vinstri Styggur svanur í sundi handsamaður og skilað í næstu tjörn Viðreisn stundi hræðsluáróður í stað þess að ræða málin Sjá meira
Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00
Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00
Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01