Ríkisendurskoðun gagnrýnir styrkveitingar forsætisráðherra Randver Kári Randversson skrifar 25. júní 2014 11:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/GVA Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkja til atvinnuskapandi minjaverndarverkefna í árslok 2013. Einnig gagnrýnir stofnunin hvernig staðið var að úthlutun styrkja til atvinnuuppbyggingar og fjölgunar vistvænna starfa á árunum 2012 og 2013. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þá sé mikilvægt að ráðuneytið setji beiðnir sínar til Alþingis um fjárveitingar (fjárlagabeiðnir) ávallt fram á skýran og lýsandi hátt. Enn fremur sé mikilvægt að skýra hvar ábyrgð á verkefnum „græna hagkerfisins“ liggi en það er óljóst að mati Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um úthlutanir forsætisráðuneytisins á styrkjum til ýmissa verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar, minjaverndar og tengdra málefna. Meðal annars kemur fram að í desember 2013 úthlutaði ráðuneytið samtals 205 milljónum króna til 24 verkefna. Féð var sótt til tveggja fjárlagaliða, svonefndra safnliða. Í skýrslunni er vakin athygli á því að flest þessara verkefna gátu sótt um styrki úr lögbundnum sjóðum en samkvæmt tilkynningu Alþingis frá árinu 2011 skal ekki úthluta styrkjum af safnliðum til verkefna sem falla undir slíka sjóði. Fram kemur að umræddir styrkir voru ekki auglýstir opinberlega heldur voru styrkþegar valdir af forsætisráðherra að fengnum umsögnum frá stofnunum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og bendir á að opinber auglýsing styrkja eykur líkur á að jafnræði og gagnsæi sé tryggt við úthlutun þeirra. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að öllum aðilum sem uppfylla sett viðmið um styrkveitingar sé gefinn kostur á að sækja um. Ríkisendurskoðun beinir því til ráðuneytisins að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti. Tengdar fréttir Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00 Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00 Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkja til atvinnuskapandi minjaverndarverkefna í árslok 2013. Einnig gagnrýnir stofnunin hvernig staðið var að úthlutun styrkja til atvinnuuppbyggingar og fjölgunar vistvænna starfa á árunum 2012 og 2013. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þá sé mikilvægt að ráðuneytið setji beiðnir sínar til Alþingis um fjárveitingar (fjárlagabeiðnir) ávallt fram á skýran og lýsandi hátt. Enn fremur sé mikilvægt að skýra hvar ábyrgð á verkefnum „græna hagkerfisins“ liggi en það er óljóst að mati Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um úthlutanir forsætisráðuneytisins á styrkjum til ýmissa verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar, minjaverndar og tengdra málefna. Meðal annars kemur fram að í desember 2013 úthlutaði ráðuneytið samtals 205 milljónum króna til 24 verkefna. Féð var sótt til tveggja fjárlagaliða, svonefndra safnliða. Í skýrslunni er vakin athygli á því að flest þessara verkefna gátu sótt um styrki úr lögbundnum sjóðum en samkvæmt tilkynningu Alþingis frá árinu 2011 skal ekki úthluta styrkjum af safnliðum til verkefna sem falla undir slíka sjóði. Fram kemur að umræddir styrkir voru ekki auglýstir opinberlega heldur voru styrkþegar valdir af forsætisráðherra að fengnum umsögnum frá stofnunum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og bendir á að opinber auglýsing styrkja eykur líkur á að jafnræði og gagnsæi sé tryggt við úthlutun þeirra. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að öllum aðilum sem uppfylla sett viðmið um styrkveitingar sé gefinn kostur á að sækja um. Ríkisendurskoðun beinir því til ráðuneytisins að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti.
Tengdar fréttir Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00 Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00 Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01 Mest lesið Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent „Ég er sátt“ Innlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Innlent Samningur í höfn á síðustu stundu Innlent Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Innlent Fleiri fréttir „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Guðmundur Ingi segir af sér Telur ólíklegt að aðrar þjóðir berjist með Dönum Hátt í hundrað á fjöldahjálparstöð Bæjarfulltrúar slást um oddvitasætið í Hafnarfirði Ekki fengið kvartanir um Grok-myndir af íslenskum konum Neyðarástand í uppsiglingu takist ekki að fjölga sjúkraliðum Sjá meira
Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00
Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00
Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01