Ríkisendurskoðun gagnrýnir styrkveitingar forsætisráðherra Randver Kári Randversson skrifar 25. júní 2014 11:57 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra. Vísir/GVA Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkja til atvinnuskapandi minjaverndarverkefna í árslok 2013. Einnig gagnrýnir stofnunin hvernig staðið var að úthlutun styrkja til atvinnuuppbyggingar og fjölgunar vistvænna starfa á árunum 2012 og 2013. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þá sé mikilvægt að ráðuneytið setji beiðnir sínar til Alþingis um fjárveitingar (fjárlagabeiðnir) ávallt fram á skýran og lýsandi hátt. Enn fremur sé mikilvægt að skýra hvar ábyrgð á verkefnum „græna hagkerfisins“ liggi en það er óljóst að mati Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um úthlutanir forsætisráðuneytisins á styrkjum til ýmissa verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar, minjaverndar og tengdra málefna. Meðal annars kemur fram að í desember 2013 úthlutaði ráðuneytið samtals 205 milljónum króna til 24 verkefna. Féð var sótt til tveggja fjárlagaliða, svonefndra safnliða. Í skýrslunni er vakin athygli á því að flest þessara verkefna gátu sótt um styrki úr lögbundnum sjóðum en samkvæmt tilkynningu Alþingis frá árinu 2011 skal ekki úthluta styrkjum af safnliðum til verkefna sem falla undir slíka sjóði. Fram kemur að umræddir styrkir voru ekki auglýstir opinberlega heldur voru styrkþegar valdir af forsætisráðherra að fengnum umsögnum frá stofnunum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og bendir á að opinber auglýsing styrkja eykur líkur á að jafnræði og gagnsæi sé tryggt við úthlutun þeirra. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að öllum aðilum sem uppfylla sett viðmið um styrkveitingar sé gefinn kostur á að sækja um. Ríkisendurskoðun beinir því til ráðuneytisins að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti. Tengdar fréttir Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00 Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00 Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Ríkisendurskoðun gagnrýnir hvernig forsætisráðuneytið stóð að úthlutun styrkja til atvinnuskapandi minjaverndarverkefna í árslok 2013. Einnig gagnrýnir stofnunin hvernig staðið var að úthlutun styrkja til atvinnuuppbyggingar og fjölgunar vistvænna starfa á árunum 2012 og 2013. Ríkisendurskoðun hvetur ráðuneytið til að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar. Þá sé mikilvægt að ráðuneytið setji beiðnir sínar til Alþingis um fjárveitingar (fjárlagabeiðnir) ávallt fram á skýran og lýsandi hátt. Enn fremur sé mikilvægt að skýra hvar ábyrgð á verkefnum „græna hagkerfisins“ liggi en það er óljóst að mati Ríkisendurskoðunar. Þetta kemur fram á vef Ríkisendurskoðunar. Í nýrri skýrslu Ríkisendurskoðunar er fjallað um úthlutanir forsætisráðuneytisins á styrkjum til ýmissa verkefna á sviði atvinnuuppbyggingar, minjaverndar og tengdra málefna. Meðal annars kemur fram að í desember 2013 úthlutaði ráðuneytið samtals 205 milljónum króna til 24 verkefna. Féð var sótt til tveggja fjárlagaliða, svonefndra safnliða. Í skýrslunni er vakin athygli á því að flest þessara verkefna gátu sótt um styrki úr lögbundnum sjóðum en samkvæmt tilkynningu Alþingis frá árinu 2011 skal ekki úthluta styrkjum af safnliðum til verkefna sem falla undir slíka sjóði. Fram kemur að umræddir styrkir voru ekki auglýstir opinberlega heldur voru styrkþegar valdir af forsætisráðherra að fengnum umsögnum frá stofnunum ráðuneytisins. Ríkisendurskoðun gagnrýnir þetta og bendir á að opinber auglýsing styrkja eykur líkur á að jafnræði og gagnsæi sé tryggt við úthlutun þeirra. Að mati stofnunarinnar er mikilvægt að öllum aðilum sem uppfylla sett viðmið um styrkveitingar sé gefinn kostur á að sækja um. Ríkisendurskoðun beinir því til ráðuneytisins að setja sér skýrar verklagsreglur um styrkveitingar í samræmi við almennar reglur stjórnsýslulaga og vandaða stjórnsýsluhætti.
Tengdar fréttir Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00 Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00 Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fyrstu sjö gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu Innlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Sjá meira
Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki. 14. janúar 2014 07:00
Mest fór í kjördæmi forsætisráðherra sjálfs Forsætisráðuneytið hefur á tæpu ári ráðstafað 205 milljónum króna í verkefni tengd húsfriðun, græna hagkerfinu og varðveislu menningarminja. 26. febrúar 2014 06:00
Grafalvarlegt að forsætisráðherra láti geðþótta ráða styrkveitingum Þingkona Bjartrar framtíðar hefur beðið í mánuð eftir svörum við styrkveitingum forsætisráðuneytisins. 21. febrúar 2014 15:01