Innlent

Tíu milljónir í þrívíddarlíkön af vestfirskum þorpum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendir tólf milljónir vestur á firði.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra sendir tólf milljónir vestur á firði.
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur tilkynnt bæjarsstjórn Ísafjarðar um tvo fjárstyrki.

Annars vegar verða veittar tíu milljónir króna „til gerðar nákvæmra þrívíddarlíkana af gömlu bæjarkjörnunum þorpanna fimm sem tilheyra Ísafjarðabæ“ með það að markmiði að sýna með tölvugerðu líkani „hvernig gömlu bæjarkjarnarnir litu út eftir breytingar sem styrkt gætu heildarmynd staðanna og aukið aðdráttarafl þeirra,“ eins og segir í bréfi forsætisráðherra.

Þá er veittur tveggja milljóna króna styrkur að viðgerðar á ytra byrði Svarta pakkhússins á Flateyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×