Lögreglan gagnrýnd fyrir líkamsleit - „Leitir lögreglu eru byggðar á grun“ Kjartan Atli Kjartansson skrifar 25. júní 2014 15:49 Alls komu upp á sjötta tug fíkniefnamála á hátíðinni sem annars gekk vel fyrir sig. „Leitir lögreglu eru byggðar á grun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu, um fíkniefnaleit á einstaklingum. Mikil umræða hefur skapast um leitaraðferðir lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fór fram um helgina. Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgarleg réttindi, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt aðferðir lögreglumanna við fíkniefnaleit. Hún fór á hátíðina til þess að fylgjast með störfum lögreglumanna. Hún segir frá því að hún hafi séð tíu óeinkennisklædda leita á ungu fólki. „Mér fannst aðferðirnar vera ógnandi. Ég tók ekki eftir því að neinum væru kynnt sín réttindi. Lögreglumennirnir komu einfaldlega upp að fólki og þremur sekúndum seinna var fólkið búið að rétta út hendurnar og lögreglan farin að leita í vösum fólksins,“ útskýrir hún og bætir við: „Eftir að hafa fylgst með þessu fékk ég á tilfinninguna að lögreglan væri að spila inn á þekkingaleysi ungs fólks á réttindum sínum.“ Júlía segir ennfremur að leitað hafi verið á tónleikagestum fyrir framan aðra, að þeir hafi ekki verið teknir afsíðis. Júlía tók ekki eftir því að neinn tónleikagestur hafi verið tekinn með fíkniefni. Hún segist hafa séð lögreglumenn leitað á um tuttugu til þrjátíu manns án þess að finna neitt. Friðrik Smári nefnir svipaða tölu, hann segir að leitað hafi verið á um 30 manns án þess að fíkniefni hafi fundist á þeim.Telur þetta ekki standa stjórnarskrá Júlía telur leit lögreglu ekki standast Stjórnarskrána og bendir sérstaklega á 71. greinina sem hljóðar svo„Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild.“ Friðrik Smári segir lögregluna meðal annars sækja heimildir sínar til lögreglulaga nr. 90/1996. Þar segir:„17. gr. Leit á mönnum.1. Lögreglu er heimilt ef ástæða er til að leita að vopnum eða öðrum hættulegum munum á hverjum þeim sem fjarlægður er eða handtekinn af lögreglu.2. Sé maður vistaður í fangageymslu er lögreglu heimilt að leita á honum og taka til varðveislu muni sem hann hefur á sér og hann getur notað til þess að vinna tjón á sjálfum sér eða öðrum. Ef ástand manns eða aðstæður að öðru leyti gefa tilefni til er heimilt að taka af honum peninga og muni sem hann hefur á sér og hætta þykir á að geti skemmst, eyðilagst eða glatast.“Friðrik Smári vísar einnig til laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar segir um líkamsleit, í 78. grein:„Líkamsleit skv. 1. eða 2. mgr. 76. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á. Þó er líkamsleit skv. 1. mgr. 76. gr. heimil án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.“ Hann segir að allir sem leitað var á hafa veitt samþykki sitt. „Í um 30 tilvikum leiddi leit lögreglu á einstaklingum ekki til haldlagningar ólöglegra efna. Í öllum framangreindum tilvikum voru leitir lögreglu framkvæmdar með samþykki þess sem leitað var á.“Mestmegnis neysluskammtarÁ Secret Solstice hátíðinni komu upp á sjötta tug mála þar sem lögreglan lagði hald á ólögleg fíkniefni eftir leit á tónleikagestum að sögn Friðriks Smára. „Um er að ræða lítið magn í hvert sinn eða svokallaða neysluskammta,“ bætir hann við. Hann segir fjóra sem voru handteknir hafa verið með svo mikið magn að grunur leiki á um að þeir hafi ætlað að selja fíkniefni á hátíðinni. Ingvar Smári Birgisson, formaður Samtaka ungra Sjálfstæðismanna, gagnrýndi einnig störf lögreglu, að við leit af fíkniefnum á hátíðum eins og Secret Solstice finnist helst neysluskammtar, brot sem brennimerki ungt fólk til framtíðar. „Ég ætla ekki að láta eins og vinnuaðferðir lögreglunnar á Secret Solstice komi mér eitthvað á óvart. Í svona vinnuaðferðum, þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn leita á fólki í þeirri von að finna smáskammta af fíkniefnum, kristallast hversu rangt stríðið gegn fíkniefnum er. Þarna er ekki verið að taka niður stórtæka dópsala, heldur er verið að setja ungt fólk á sakaskrá, sem mun þá vera brennimerkt sem glæpamenn í augum kerfisins,“ segir hann á Facebook-síðu sinni. Friðrik Smári segir að flest efni sem lögreglan lagði hald á hafi verið svokölluð „hörð efni“. Leita á fólki sem þeir grunaFriðrik Smári segir að lögreglumenn á hátíðinni hafa leitað á fólki sem þeir hafi grunað um að vera með fíkniefni í sínum fórum. „Leitir lögreglu eru byggðar á grun og voru, eins og áður sagði, í öllum tilvikum gerðar með samþykki leitarþola. Grunur lögreglu um refsiverða háttsemi getur vaknað með ýmsum hætti og ekki hægt að telja slíkt upp með tæmandi hætti,“ segir hann. Engir lögregluhundar voru notaðir við eftirlit á hátíðinni. Friðrik Smári vildi ennfremur ekki upplýsa um fjölda lögreglumenna sem störfuðu við hátíðina. Flest fíkniefnamálin sem komu upp á tónleikunum voru afgreidd á staðnum að sögn Friðriks Smára. „En í nokkrum tilvikum voru sakborningar handteknir og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku.“ Friðrik Smári segir að lögreglan hafi fengið ábendingar að fíkniefnasalar ætluðu að beina sjónum sínum að hátíðinni. „Tónlistarhátíð sem þessi er slíkur atburður sem fíkniefnasalar beina sjónum sínum að, enda markhópur þeirra aðallega ungt fólk. Ábendingar þess efnis höfðu einnig borist lögreglu. Leyfi fyrir tónleikunum var háð því að löggæslu skyldi haldið uppi á og við svæðið. Ekki verður gefinn upp fjöldi lögreglumanna sem við störf voru. Samstarf við tónleikahaldara var til fyrirmyndar,“ og bætir því við að hátíðin hafi gengið ótrúlega vel fyrir sig. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
„Leitir lögreglu eru byggðar á grun,“ segir Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjón lögregluembættisins á höfuðborgarsvæðinu, um fíkniefnaleit á einstaklingum. Mikil umræða hefur skapast um leitaraðferðir lögreglunnar á tónlistarhátíðinni Secret Solstice sem fór fram um helgina. Júlía Birgisdóttir, gjaldkeri Snarrótarinnar – samtaka um borgarleg réttindi, er ein þeirra sem hefur gagnrýnt aðferðir lögreglumanna við fíkniefnaleit. Hún fór á hátíðina til þess að fylgjast með störfum lögreglumanna. Hún segir frá því að hún hafi séð tíu óeinkennisklædda leita á ungu fólki. „Mér fannst aðferðirnar vera ógnandi. Ég tók ekki eftir því að neinum væru kynnt sín réttindi. Lögreglumennirnir komu einfaldlega upp að fólki og þremur sekúndum seinna var fólkið búið að rétta út hendurnar og lögreglan farin að leita í vösum fólksins,“ útskýrir hún og bætir við: „Eftir að hafa fylgst með þessu fékk ég á tilfinninguna að lögreglan væri að spila inn á þekkingaleysi ungs fólks á réttindum sínum.“ Júlía segir ennfremur að leitað hafi verið á tónleikagestum fyrir framan aðra, að þeir hafi ekki verið teknir afsíðis. Júlía tók ekki eftir því að neinn tónleikagestur hafi verið tekinn með fíkniefni. Hún segist hafa séð lögreglumenn leitað á um tuttugu til þrjátíu manns án þess að finna neitt. Friðrik Smári nefnir svipaða tölu, hann segir að leitað hafi verið á um 30 manns án þess að fíkniefni hafi fundist á þeim.Telur þetta ekki standa stjórnarskrá Júlía telur leit lögreglu ekki standast Stjórnarskrána og bendir sérstaklega á 71. greinina sem hljóðar svo„Allir skulu njóta friðhelgi einkalífs, heimilis og fjölskyldu. Ekki má gera líkamsrannsókn eða leit á manni, leit í húsakynnum hans eða munum, nema samkvæmt dómsúrskurði eða sérstakri lagaheimild.“ Friðrik Smári segir lögregluna meðal annars sækja heimildir sínar til lögreglulaga nr. 90/1996. Þar segir:„17. gr. Leit á mönnum.1. Lögreglu er heimilt ef ástæða er til að leita að vopnum eða öðrum hættulegum munum á hverjum þeim sem fjarlægður er eða handtekinn af lögreglu.2. Sé maður vistaður í fangageymslu er lögreglu heimilt að leita á honum og taka til varðveislu muni sem hann hefur á sér og hann getur notað til þess að vinna tjón á sjálfum sér eða öðrum. Ef ástand manns eða aðstæður að öðru leyti gefa tilefni til er heimilt að taka af honum peninga og muni sem hann hefur á sér og hætta þykir á að geti skemmst, eyðilagst eða glatast.“Friðrik Smári vísar einnig til laga nr. 88/2008 um meðferð sakamála. Þar segir um líkamsleit, í 78. grein:„Líkamsleit skv. 1. eða 2. mgr. 76. gr. skal ákveðin með úrskurði dómara nema fyrir liggi ótvírætt samþykki þess sem í hlut á. Þó er líkamsleit skv. 1. mgr. 76. gr. heimil án dómsúrskurðar ef brýn hætta er á að bið eftir úrskurði valdi sakarspjöllum.“ Hann segir að allir sem leitað var á hafa veitt samþykki sitt. „Í um 30 tilvikum leiddi leit lögreglu á einstaklingum ekki til haldlagningar ólöglegra efna. Í öllum framangreindum tilvikum voru leitir lögreglu framkvæmdar með samþykki þess sem leitað var á.“Mestmegnis neysluskammtarÁ Secret Solstice hátíðinni komu upp á sjötta tug mála þar sem lögreglan lagði hald á ólögleg fíkniefni eftir leit á tónleikagestum að sögn Friðriks Smára. „Um er að ræða lítið magn í hvert sinn eða svokallaða neysluskammta,“ bætir hann við. Hann segir fjóra sem voru handteknir hafa verið með svo mikið magn að grunur leiki á um að þeir hafi ætlað að selja fíkniefni á hátíðinni. Ingvar Smári Birgisson, formaður Samtaka ungra Sjálfstæðismanna, gagnrýndi einnig störf lögreglu, að við leit af fíkniefnum á hátíðum eins og Secret Solstice finnist helst neysluskammtar, brot sem brennimerki ungt fólk til framtíðar. „Ég ætla ekki að láta eins og vinnuaðferðir lögreglunnar á Secret Solstice komi mér eitthvað á óvart. Í svona vinnuaðferðum, þar sem óeinkennisklæddir lögreglumenn leita á fólki í þeirri von að finna smáskammta af fíkniefnum, kristallast hversu rangt stríðið gegn fíkniefnum er. Þarna er ekki verið að taka niður stórtæka dópsala, heldur er verið að setja ungt fólk á sakaskrá, sem mun þá vera brennimerkt sem glæpamenn í augum kerfisins,“ segir hann á Facebook-síðu sinni. Friðrik Smári segir að flest efni sem lögreglan lagði hald á hafi verið svokölluð „hörð efni“. Leita á fólki sem þeir grunaFriðrik Smári segir að lögreglumenn á hátíðinni hafa leitað á fólki sem þeir hafi grunað um að vera með fíkniefni í sínum fórum. „Leitir lögreglu eru byggðar á grun og voru, eins og áður sagði, í öllum tilvikum gerðar með samþykki leitarþola. Grunur lögreglu um refsiverða háttsemi getur vaknað með ýmsum hætti og ekki hægt að telja slíkt upp með tæmandi hætti,“ segir hann. Engir lögregluhundar voru notaðir við eftirlit á hátíðinni. Friðrik Smári vildi ennfremur ekki upplýsa um fjölda lögreglumenna sem störfuðu við hátíðina. Flest fíkniefnamálin sem komu upp á tónleikunum voru afgreidd á staðnum að sögn Friðriks Smára. „En í nokkrum tilvikum voru sakborningar handteknir og færðir á lögreglustöð til skýrslutöku.“ Friðrik Smári segir að lögreglan hafi fengið ábendingar að fíkniefnasalar ætluðu að beina sjónum sínum að hátíðinni. „Tónlistarhátíð sem þessi er slíkur atburður sem fíkniefnasalar beina sjónum sínum að, enda markhópur þeirra aðallega ungt fólk. Ábendingar þess efnis höfðu einnig borist lögreglu. Leyfi fyrir tónleikunum var háð því að löggæslu skyldi haldið uppi á og við svæðið. Ekki verður gefinn upp fjöldi lögreglumanna sem við störf voru. Samstarf við tónleikahaldara var til fyrirmyndar,“ og bætir því við að hátíðin hafi gengið ótrúlega vel fyrir sig.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira