Gjaldtaka við Kerið ólögmæt að mati Umhverfisstofnunar Brjánn Jónasson skrifar 21. júní 2014 00:01 Deilt hefur verið um rétt landeigenda til að innheimta gjald fyrir aðgang að náttúruperlum. Slíkt gjald hefur verið innheimt frá því í fyrrasumar við Kerið í Grímsnesi. Fréttablaðið/Vilhelm Gjaldtaka landeigenda við Kerið og önnur svæði sem eru á náttúruminjaskrá stenst ekki lög að mati Umhverfisstofnunar. Þá telur stofnunin ekkert í lögum heimila gjaldtöku á öðrum ferðamannastöðum þótt þeir séu ekki á friðlýstum svæðum eða á náttúruminjaskrá. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag segir að stofnunin hafi nú til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta slíkt gjald. Verði það gert yrði innheimta aðgangseyris við Kerið lögmæt, að mati stofnunarinnar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Það er ákveðin óvissa um hvernig beita á þessu ákvæði, hvort við eigum að gera samning við þann landeiganda sem vill rukka, eða ætlar sér að rukka,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fá verði svör við því hver eigi að ákveða upphæð gjaldsins, hver eigi að geyma peningana og í hvað eigi að nota þá. Þá þurfi að skýra hver eigi að meta álag og spjöll á svæðum. Þetta verði að skoða nánar. „Áður en við tökum einhverja ákvörðun verður að skýrast um hvað slíkur samningur ætti að snúast,“ segir Kristín. „Við munum óska eftir því að fá fund með ráðuneytinu um hvernig við höldum áfram með þetta.“ Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði um að heimilt sé að innheimta gjald fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum. Þar segir að Umhverfisstofnun, eða aðili sem stofnunin felur að reka svæði, geti ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu á slíkum svæðum. Þá geti stofnunin, eða rekstraraðili, einnig ákveðið að innheimta gjald fyrir aðgang að svæðinu „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Kerið er á náttúruverndarsvæði og fellur því undir þessi lagaákvæði, segir Kristín. Landeigendur í Kerinu hafa innheimt gjald af ferðamönnum frá því í júní í fyrra. Geysir í Haukadal er einnig á náttúruminjaskrá, en þar hefur verið sett lögbann á gjaldtöku að kröfu ríkisins og eru málaferli í gangi fyrir dómstólum. „Við erum að benda á að það eru sérstakar reglur sem gilda um þessi náttúruverndarsvæði og þar eru reglurnar skýrar. Hins vegar er ákveðinn óskýrleiki varðandi önnur landsvæði,“ segir Kristín. Hún segir það skilning Umhverfisstofnunar að það þurfi lagaheimild til að innheimta aðgangseyri til að skoða náttúruna, jafnvel á svæðum sem ekki eru friðlýst eða á náttúruverndarskrá. Kristín segir slíka heimild ekki til staðar. Á hinn bóginn sé heimilt samkvæmt lögum að loka svæðum til að hlífa þeim við álagi, sem augljóslega sé mjög takmarkandi fyrir almannarétt. „Lagaumhverfið er einfaldlega ekki nógu skýrt í þessum tilvikum, og úr því er brýnt að bæta,“ segir Kristín.Lögin ekki hugsuð fyrir mikinn fjölda Í bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðherra er farið yfir þau lög sem gilda um rétt almennings til að ferðast óhindrað um náttúruna, og um leið heimildir til gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið. „Löggjöfin okkar er ekki undir það búin að taka á móti svona miklum fjölda ferðamanna,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún segir að skýra þurfi aðgengi og aðgangstakmarkanir, hvenær megi stunda gjaldtöku og í hvað féð eigi að fara. Til stóð að ný lög um náttúruvernd tækju gildi í apríl síðastliðnum. Gildistöku laganna var frestað, og til stendur að endurskoða þau. Ákvæði um gjaldheimtu í nýju lögunum er svo til samhljóða ákvæði í eldri lögunum. Kristín segir mikilvægt að þessi hluti laganna verði endurskoðaður. Umhverfisstofnun er hlynnt því að komið verði upp einu heildstæðu kerfi fyrir gjaldtöku af ferðamannastöðum, eins og nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum. „Við teljum að það að koma upp gjaldtöku víða um land sé ekki til þess að bæta almannarétt. Það er einnig mjög slæmt fyrir ímynd Íslands,“ segir Kristín. Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira
Gjaldtaka landeigenda við Kerið og önnur svæði sem eru á náttúruminjaskrá stenst ekki lög að mati Umhverfisstofnunar. Þá telur stofnunin ekkert í lögum heimila gjaldtöku á öðrum ferðamannastöðum þótt þeir séu ekki á friðlýstum svæðum eða á náttúruminjaskrá. Í bréfi sem Umhverfisstofnun sendi umhverfis- og auðlindaráðherra á fimmtudag segir að stofnunin hafi nú til skoðunar hvort beita eigi ákvæði í lögum sem heimilar Umhverfisstofnun að gera samning við landeigendur um að innheimta slíkt gjald. Verði það gert yrði innheimta aðgangseyris við Kerið lögmæt, að mati stofnunarinnar.Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar.„Það er ákveðin óvissa um hvernig beita á þessu ákvæði, hvort við eigum að gera samning við þann landeiganda sem vill rukka, eða ætlar sér að rukka,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Fá verði svör við því hver eigi að ákveða upphæð gjaldsins, hver eigi að geyma peningana og í hvað eigi að nota þá. Þá þurfi að skýra hver eigi að meta álag og spjöll á svæðum. Þetta verði að skoða nánar. „Áður en við tökum einhverja ákvörðun verður að skýrast um hvað slíkur samningur ætti að snúast,“ segir Kristín. „Við munum óska eftir því að fá fund með ráðuneytinu um hvernig við höldum áfram með þetta.“ Í lögum um náttúruvernd eru ákvæði um að heimilt sé að innheimta gjald fyrir þjónustu á friðlýstum svæðum og náttúruverndarsvæðum. Þar segir að Umhverfisstofnun, eða aðili sem stofnunin felur að reka svæði, geti ákveðið gjald fyrir veitta þjónustu á slíkum svæðum. Þá geti stofnunin, eða rekstraraðili, einnig ákveðið að innheimta gjald fyrir aðgang að svæðinu „ef spjöll hafa orðið af völdum ferðamanna eða hætta er á slíkum spjöllum“. Kerið er á náttúruverndarsvæði og fellur því undir þessi lagaákvæði, segir Kristín. Landeigendur í Kerinu hafa innheimt gjald af ferðamönnum frá því í júní í fyrra. Geysir í Haukadal er einnig á náttúruminjaskrá, en þar hefur verið sett lögbann á gjaldtöku að kröfu ríkisins og eru málaferli í gangi fyrir dómstólum. „Við erum að benda á að það eru sérstakar reglur sem gilda um þessi náttúruverndarsvæði og þar eru reglurnar skýrar. Hins vegar er ákveðinn óskýrleiki varðandi önnur landsvæði,“ segir Kristín. Hún segir það skilning Umhverfisstofnunar að það þurfi lagaheimild til að innheimta aðgangseyri til að skoða náttúruna, jafnvel á svæðum sem ekki eru friðlýst eða á náttúruverndarskrá. Kristín segir slíka heimild ekki til staðar. Á hinn bóginn sé heimilt samkvæmt lögum að loka svæðum til að hlífa þeim við álagi, sem augljóslega sé mjög takmarkandi fyrir almannarétt. „Lagaumhverfið er einfaldlega ekki nógu skýrt í þessum tilvikum, og úr því er brýnt að bæta,“ segir Kristín.Lögin ekki hugsuð fyrir mikinn fjölda Í bréfi Umhverfisstofnunar til umhverfis- og auðlindaráðherra er farið yfir þau lög sem gilda um rétt almennings til að ferðast óhindrað um náttúruna, og um leið heimildir til gjaldtöku af þeim sem ferðast um landið. „Löggjöfin okkar er ekki undir það búin að taka á móti svona miklum fjölda ferðamanna,“ segir Kristín Linda Árnadóttir, forstjóri Umhverfisstofnunar. Hún segir að skýra þurfi aðgengi og aðgangstakmarkanir, hvenær megi stunda gjaldtöku og í hvað féð eigi að fara. Til stóð að ný lög um náttúruvernd tækju gildi í apríl síðastliðnum. Gildistöku laganna var frestað, og til stendur að endurskoða þau. Ákvæði um gjaldheimtu í nýju lögunum er svo til samhljóða ákvæði í eldri lögunum. Kristín segir mikilvægt að þessi hluti laganna verði endurskoðaður. Umhverfisstofnun er hlynnt því að komið verði upp einu heildstæðu kerfi fyrir gjaldtöku af ferðamannastöðum, eins og nú er í vinnslu hjá stjórnvöldum. „Við teljum að það að koma upp gjaldtöku víða um land sé ekki til þess að bæta almannarétt. Það er einnig mjög slæmt fyrir ímynd Íslands,“ segir Kristín.
Mest lesið Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Innlent Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Innlent Velti bílnum við Fjarðarhraun Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss Innlent Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð Innlent „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Innlent Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Innlent Fleiri fréttir Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Tekur önnur Íslendinga þátt í erfiðustu og lengstu kappreið í heimi Draga Dettifoss til Reykjavíkur Sleginn í andlitið með hnúajárni Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Þingfundi frestað: Stjórnarandstaðan lagði fram „aðeins mýkri“ tillögu „Það er þarna sem rússneskir kafbátar fara í gegn“ Hélt á lokuðu umslagi Tillögur „ekki afhentar í lokuðu umslagi“ Uppþot og fúkyrði á þinginu og bandarískur kjarnorkukafbátur Jökulhlaupið í rénun Reyna að stilla til friðar í bakherbergjum Alþingis Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Sjá meira