Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Freyr Bjarnason skrifar 6. febrúar 2014 07:00 Milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu duga langt í frá til að gera við kútter Sigurfara. Mynd/Jón Allansson „Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“ Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira
„Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“
Mest lesið Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar Innlent Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Erlent Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Innlent „Þetta er bara ljótt“ Innlent „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Innlent Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Innlent Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Innlent Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Erlent Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Erlent Fleiri fréttir Fjórir fluttir á sjúkrahús eftir bílveltu á Suðurlandi Leggur aftur til hverfislögreglustöð í Breiðholti Nú má heita Love, Tóní, Ranimosk og Draumur Kvartar til umboðsmanns og vonar að Vegagerðin sjái að sér Ætlar ekki að beita sér í máli starfsmanns Útlendingastofnunar „Ég vil ekki nokkurn tímann sjá neitt svona aftur“ Gyðingar á Íslandi upplifa aukinn ótta Ferðaþjónusta blómstrar í uppsveitum Árnessýslu „Þetta er bara ljótt“ Hljóti að vera komið að því að skoða öryggisgæslu við skóla Ætlar að skýra hvenær rjúfa megi þagnarskyldu Þagnarskylda heilbrigðisstarfsfólks og öryggisgæsla við grunnskóla Eyjólfur í orlof og Inga þrefaldur ráðherra Vegagerðin segir flóðin í Vík fyrirséð Fjölmiðlar, bókmenntir og hægrimennska á Sprengisandi „En hver sagði að þetta ætti að vera auðvelt?“ Milljónir til almannatengla og átta sinnum meira en í fyrra Grunuð um að koma til landsins til að brjóta á öldruðum Leggja hald á skip á alþjóðahafsvæði undan ströndum Venesúela Bindur vonir við Vor til vinstri Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Sjá meira