Kútter Sigurfari verði tekinn í sundur Freyr Bjarnason skrifar 6. febrúar 2014 07:00 Milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu duga langt í frá til að gera við kútter Sigurfara. Mynd/Jón Allansson „Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“ Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
„Þó að við séum þakklát fyrir þennan stuðning er þetta alls ekki nægjanlegt til að gera skipið upp,“ segir Regína Ásvaldsdóttir, bæjarstjóri á Akranesi. Forsætisráðuneytið hefur veitt fimm milljónir í viðgerðir á kútter Sigurfara á Akranesi. Styrkurinn er hluti af átaksverkefni í samvinnu við Minjastofnun Íslands sem felur í sér atvinnuskapandi friðunarverkefni um land allt. Ástand kúttersins, sem stendur við Byggðasafnið í Görðum, hefur verið slæmt undanfarin ár og í raun hefur verið hættulegt að fara um borð í skipið. Ekki hefur fengist nægjanlegt fjármagn í endurbætur og hafa Akurnesingar því þurft að horfa upp á eina af táknmyndum bæjarins grotna niður. Samningar náðust við menntamálaráðuneytið árið 2007 um að gera kútterinn sjóhæfan og átti ráðuneytið að greiða sextíu milljónir króna í verkið. Ekkert varð úr þeirri framkvæmd enda kostar fleiri hundruð milljónir að koma kútternum á sjó og hafa menn í staðinn horft til þess að byggja yfir skipið og gera við það á staðnum. Sú viðgerð gæti verið hluti af lifandi sýningu. Fjárhagsáætlun slíkrar byggingar hljóðar upp á um 117 milljónir króna. Að sögn Regínu hefur ráðuneytið ekki komið með fjármagnið sem þarf til yfirbyggingarinnar. „Við höfum verið í samningaviðræðum við ríkið. Við höfum sjálf ekki bolmagn í verkefnið án stuðnings ríkisvaldsins en kútterinn hefur að geyma merkilega sögu fyrir atvinnu og menningu á Íslandi.“ Bæjarráð óskaði eftir umsögn hjá stjórn Byggðasafnsins í Görðum sem er í eigu Akraneskaupstaðar og Hvalfjarðarsveitar um hvað gera skyldi við milljónirnar fimm frá forsætisráðuneytinu. Lagði það til að rúm ein milljón færi í að leita eftir styrkjum til endurbóta, bæði erlendis og hér heima, og afgangurinn, 3,9 milljónir króna, í að koma heillegum hlutum kúttersins í forvörslu og geymslu þar til hægt verður að fjármagna endurbyggingu. Sem sagt að taka hann í sundur „Bæjarráð á eftir að fjalla um þessa samþykkt stjórnarinnar. Hver endanleg niðurstaða verður eigum við eftir að sjá,“ segir Regína og bætir við að tillögur um ráðstöfun fjármagnsins þurfi að leggjast fyrir Minjastofnun. Hún reiknar með því að ef taka þarf kútterinn í sundur þurfi meira fjármagn að koma til og bætir við að brýnt sé að ráðist verði í aðgerðir sem allra fyrst. „Þetta er merkilegt skip. En kútterinn getur ekki staðið svona lengur, hann er að skemmast.“
Mest lesið Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Innlent Hótar að kæra BBC fyrir einn milljarð dala Erlent Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Innlent Fellaskóli vann Skrekk Innlent Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Innlent Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Innlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Erlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira