Coen-bræðurnir hata ketti Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 10:00 Lífið er ekki dans á rósum fyrir Llewyn Davis. Nýjasta mynd Coen-bræðranna, þeirra Ethans og Joels, Inside Llewyn Davis, verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin gerist um vetur í New York-borg þar sem tónlistarmaðurinn Llewyn Davis berst við að eiga í sig og á. Félagi hans í tónlistinni, Mike, fremur sjálfsmorð, sólóplata hans Inside Llewyn Davis selst ekkert, hann á engan pening og þarf að sofa á sófanum hjá vinum og kunningjum. Hann reynir hvað sem hann getur til að meika það í tónlistinni og auðvitað blandast vandamál í ástarlífinu inní þá baráttu. Coen-bræður eru kvikmyndaáhugamönnum ekki ókunnugir en síðasta mynd þeirra, True Grit frá árinu 2010, vakti gríðarlega lukku. Þá eru þeir af mörgum taldir eiga heiðurinn að einni bestu mynd allra tíma – Fargo frá árinu 1996. Coen-bræður hafa unnið með sama kvikmyndatökumanninum að nær öllum myndum sínum. Sá heitir Roger Deakins en hann gat ekki unnið við Inside Llewyn Davis þar sem hann var upptekinn í tökum á James Bond-myndinni Skyfall. Hinn franski Bruno Delbonnel var fenginn til verksins í hans stað og hlaut nýlega Óskarstilnefningu fyrir kvikmyndatökuna – sína fjórðu á þrettán árum. Roger hefur hins vegar hlotið ellefu tilnefningar til Óskarsins og voru fimm af þeim fyrir myndir úr smiðju Ethans og Joels.Hér sjást Coen-bræður ásamt Roger Deakins.Það flækti gerð myndarinnar Inside Llewyn Davis talsvert að köttur leikur stórt hluverk. Coen-bræður ráðfærðu sig við dýraþjálfara og héldu sérstakar áheyrnarprufur fyrir gulan kött. Nokkrir kettir voru valdir og var skipst á að nota þá eftir því hverju þeir voru góðir í. Coen-bræður sögðu við blaðamanninn Terry Gross að það hefði verið afar erfitt að vinna með marga ketti á setti og það hefði endað með því að þeim væri mjög illa við ketti í dag. Þá er aðalleikaranum Oscar Isaac einnig meinilla við ketti vegna þess að hann var einu sinni bitinn af ketti og fékk sýkingu í sárið. Inside Llewyn Davis var heimsfrumsýnd í maí á síðasta ári á kvikmyndahátíðinni í Cannes og heillaði gagnrýnendur. Þá er hún tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna – fyrir bestu kvikmyndatöku eins og áður segir og bestu hljóðblöndun. Auk Oscars Isaac eru það Carey Mulligan, Justin Timberlake, John Goodman og Ethan Phillips sem fara með aðalhlutverkin. Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira
Nýjasta mynd Coen-bræðranna, þeirra Ethans og Joels, Inside Llewyn Davis, verður frumsýnd á Íslandi á morgun. Myndin gerist um vetur í New York-borg þar sem tónlistarmaðurinn Llewyn Davis berst við að eiga í sig og á. Félagi hans í tónlistinni, Mike, fremur sjálfsmorð, sólóplata hans Inside Llewyn Davis selst ekkert, hann á engan pening og þarf að sofa á sófanum hjá vinum og kunningjum. Hann reynir hvað sem hann getur til að meika það í tónlistinni og auðvitað blandast vandamál í ástarlífinu inní þá baráttu. Coen-bræður eru kvikmyndaáhugamönnum ekki ókunnugir en síðasta mynd þeirra, True Grit frá árinu 2010, vakti gríðarlega lukku. Þá eru þeir af mörgum taldir eiga heiðurinn að einni bestu mynd allra tíma – Fargo frá árinu 1996. Coen-bræður hafa unnið með sama kvikmyndatökumanninum að nær öllum myndum sínum. Sá heitir Roger Deakins en hann gat ekki unnið við Inside Llewyn Davis þar sem hann var upptekinn í tökum á James Bond-myndinni Skyfall. Hinn franski Bruno Delbonnel var fenginn til verksins í hans stað og hlaut nýlega Óskarstilnefningu fyrir kvikmyndatökuna – sína fjórðu á þrettán árum. Roger hefur hins vegar hlotið ellefu tilnefningar til Óskarsins og voru fimm af þeim fyrir myndir úr smiðju Ethans og Joels.Hér sjást Coen-bræður ásamt Roger Deakins.Það flækti gerð myndarinnar Inside Llewyn Davis talsvert að köttur leikur stórt hluverk. Coen-bræður ráðfærðu sig við dýraþjálfara og héldu sérstakar áheyrnarprufur fyrir gulan kött. Nokkrir kettir voru valdir og var skipst á að nota þá eftir því hverju þeir voru góðir í. Coen-bræður sögðu við blaðamanninn Terry Gross að það hefði verið afar erfitt að vinna með marga ketti á setti og það hefði endað með því að þeim væri mjög illa við ketti í dag. Þá er aðalleikaranum Oscar Isaac einnig meinilla við ketti vegna þess að hann var einu sinni bitinn af ketti og fékk sýkingu í sárið. Inside Llewyn Davis var heimsfrumsýnd í maí á síðasta ári á kvikmyndahátíðinni í Cannes og heillaði gagnrýnendur. Þá er hún tilnefnd til tvennra Óskarsverðlauna – fyrir bestu kvikmyndatöku eins og áður segir og bestu hljóðblöndun. Auk Oscars Isaac eru það Carey Mulligan, Justin Timberlake, John Goodman og Ethan Phillips sem fara með aðalhlutverkin.
Mest lesið Kókaínklásúla í kaupmálanum tryggir Keith rúman milljarð Lífið Hvenær verður afbrýðisemi út í fortíð maka að þráhyggju? Lífið Sindri og Albert selja Skerjafjarðarslotið Lífið „Ég er mjög hrædd um að einhver ræni mér“ Lífið „Kunna ekki að reikna, kunna svo ekki að skammast sín“ Menning Skrýtið næturlíf og ævintýri sem fylgja partýjunum Lífið Veisla fyrir augu og eyru Gagnrýni Í miðjum tökum kom í ljós að Ragnhildur og Halldór voru náskyld Lífið Hefðbundið ítalskt „Pesto Alla Genovese“ Lífið Samhengið með Sif: „Það má blanda saman hámenningu og dægurmenningu“ Lífið Fleiri fréttir Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Simpsons-fjölskyldan snýr aftur á hvíta tjaldið Nextar og Sinclair sýna þætti Kimmels aftur Hanna Björk verðlaunuð af leikstjórum á Norðurlöndum Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Baywatch aftur á skjáinn Fluttur á spítala eftir mislukkað áhættuatriði Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð Sjá meira