Stelpur vilja kannski vera Batman en ekki prinsessur Ingibjörg Bára Sveinsdóttir skrifar 6. febrúar 2014 00:00 Auglýsingar með grímubúningum viðhalda oft staðalímyndum, að sögn Barnaheilla. Vísir/Anton Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“ Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira
Barnaheillum – Save the Children á Íslandi berast reglulega ábendingar um vörur eða auglýsingar með börnum eða ætlaðar börnum sem eru óviðeigandi eða jafnvel ólöglegar. „Vörurnar eru gjarnan fatnaður eða leikföng með orðsendingum sem brjóta í bága við þau réttindi sem börn eiga samkvæmt Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna,“ segir Margrét Júlía Rafnsdóttir, verkefnisstjóri hjá Barnaheillum. Hún segir samtökin beina því til íslenskra fyrirtækja að varan sendi ekki skilaboð til stúlkna með áherslu á útlit eða mismunun vegna útlits. „Slíkt viðheldur staðalímyndum auk þess sem það elur á óöryggi og skorti á sjálfstrausti en beinir ekki sjónum að hæfileikum eða andlegu atgervi stúlkna.“ Barnaheill biðja einnig fyrirtæki um að framleiða ekki, merkja eða selja leikföng, geisladiska, myndbönd, tölvuleiki, bækur eða annað sem sérstaklega er ætlað annaðhvort drengjum eða stúlkum. Þau eigi að fá að velja eftir áhugasviði. Jafnframt að vörur sem ætlaðar eru börnum séu ekki kynferðislegar eða sendi kynferðisleg skilaboð. „Að búa til slíkt efni og dreifa því er brot á íslenskum lögum og brot á réttindum barna. Einu gildir hvort barnið eigi að líta út fyrir að vera eldra eða yngra en það er. Það er einnig ólöglegt að barngera fullorðinn einstakling og sýna á kynferðislegan hátt.“Margrét Júlía Rafnsdóttir.Að sögn Margrétar hafa viðbrögð fyrirtækja við ábendingunum verið misjöfn. „Mörg taka því vel en sum ekki og er það þá yfirleitt vegna skorts á þekkingu á lögum um vernd barna.“ Í bæklingum sem bornir eru í hús fyrir öskudaginn með auglýsingum um grímubúninga er mikill munur á búningum sem ætlaðir eru stelpum og strákum. Margrét segir búninga ætlaða stelpum alltof oft kynferðislega eða sýna stelpuna í hlutverki hinnar prúðu undirgefnu prinsessu, eins og hún orðar það. „Búningar strákanna sýna hugrakkan mann sem sigrar heiminn og bjargar prinsessum. Nútíma stelpur þurfa ekki á því að halda að láta bjarga sér. Þær eru sjálfbjarga og nútíma strákar hafa nóg við tímann að gera annað en að bjarga prinsessum. Stelpur vilja kannski sjálfar vera Batman.“ Það er mat Margrétar að allir foreldrar vilji að möguleikar dætra þeirra séu jafnir möguleikjum drengja. „En þegar foreldri rekur fyrirtæki finnst því kannski allt í lagi að selja vöru sem viðheldur staðalímyndum. Í vörum og auglýsingum sjá börnin fyrirmyndir og það er mikilvægt að fyrirmyndirnar endurspegli framtíðarsýnina sem við höfum fyrir börnin okkar.“
Mest lesið Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Innlent Refsing Kristjáns Markúsar milduð Innlent Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Innlent Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Innlent Ítarlegar frásagnir af kynnum við „Andy“ í nýrri bók Giuffre Erlent Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Innlent Títan var hvorki hannaður né smíðaður nógu vel Erlent Fleiri fréttir Sýrlendingar samþykkja að taka við Kourani Ók á brott eftir að hafa keyrt á hjólandi dreng Átta daga seinkun kostar ríkið nítján milljónir Kærastan áfram í farbanni Fjögur hundruð án nettengingar í Norðlingaholti Ný heimildarmynd afhjúpi veikindi vegna flúormengunar og fyrirslátt MAST Annar fundur boðaður í kjaraviðræðum flugumferðarstjóra Vilja úrbætur eftir úttekt á samningum um lokun bensínstöðva Refsing Kristjáns Markúsar milduð Ekkert óeðlilegt að Halla bjóði Xi í heimsókn Segja eins og áður aðeins samið til skamms tíma og leiðrétta ráðherra Bara „random“ að rassskella stjúpdóttur sína og vinkonu hennar Ásýndin að fjölmiðlum hefnist fyrir að gagnrýna ríkisstjórnina Bein útsending: Öryggis- og varnarmál á ráðstefnu almannavarna Ræddi Gasa við Hegseth og bauð honum til Íslands Óttast um geðheilsu foreldra nái breytingarnar fram að ganga Óttast um geðheilsu foreldra og meint aðför stjórnvalda gegn fjölmiðlum Tveir sjúklingar í nánast hverju plássi á bráðamóttökunni Sérsveitin skarst í leikinn vegna Kourani á Kleppi Umboðsmaður snuprar stjórnvöld Einn vistaður vegna slagsmála ungmenna í Breiðholti Leggjast gegn hlutfallslækkun stuðnings við einkarekna fjölmiðla Slökkvistarf stóð yfir í þrettán klukkutíma Leikskólagjöld einstæðra foreldra í Reykjavík gætu allt að þrefaldast Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Sjá meira