„Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. nóvember 2014 16:29 Troy hefur verið ötull baráttumaður fyrir réttindum samkynhneigðra í Bandaríkjunum og meðal annars tekið þátt í NOH8 Campaign. Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“ Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Troy Jónsson hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna þess að hann má ekki gefa blóð. Troy er samkynhneigður karlmaður og má því reglum samkvæmt ekki gefa blóð. Troy er frá Bandaríkjunum en er íslenskur ríkisborgari. Hann hefur verið ötull í réttindabaráttu samkynhneigðra í heimalandi sínu og meðal annars tekið þátt í alþjóðlegu herferðinni NOH8 Campaign. En hvers vegna er hann að stefna íslenska ríkinu? „Þegar þú kemur í Blóðbankann þarftu að fylla út eyðublað og svara spurningalista. Það kemur hins vegar fram á eyðublaðinu og spurningalistanum að ef þú ert karlmaður sem hefur sofið hjá öðrum karlmanni eftir árið 1977 þá máttu ekki gefa blóð,“ segir Troy. Ástæðan fyrir því að miðað er við 1977 er sú að að þá braust alnæmisfaraldurinn út í Bandaríkjunum. „Fólk getur auðvitað logið en samkynhneigðir vilja það auðvitað ekki. Við viljum einfaldlega fá að gefa blóð eins og aðrir.“ Troy byggir mál sitt meðal annars á því að bannið gangi gegn jafnræðisreglu stjórnarskrárinnar. „Síðan sendi Blóðbankinn frá sér yfirlýsingu um að bannið hefði ekkert með kynhneigð að gera. Hvernig má það vera þegar þessu er beint að karlmönnum sem hafa sofið hjá öðrum karlmönnum? Það eru samkynhneigðir karlmenn sem gera það svo það að halda því fram að málið snúist ekki um kynhneigð stenst ekki skoðun,“ segir Troy. Hann segir málið snúast um það að samkynhneigðum sé enn mismunað árið 2014: „Þar að auki er mýtunni um það að alnæmi sé sérstakur hommasjúkdómur haldið á lofti af opinberri stofnun, það er Blóðbankanum. Alnæmi hefur aldrei verið sjúkdómur sem er bara bundinn við samkynhneigða karlmenn. Í dag eru til dæmis þeir einstaklingar sem sprauta sig í hvað mestri hættu á að smitast. Með því að banna samkynhneigðum karlmönnum að gefa blóð er í raun verið að senda þau skilaboð að gagnkynhneigðir geti ekki smitast af HIV-veirunni. Ekkert er fjær sannleikanum og við þurfum að hamra á því þar sem það er enn mikið af fólki sem heldur að þetta sé hommasjúkdómur.“ Troy er bjartsýnn á að hann vinni málið. „Ég er með mjög færan lögmann, Sævar Þór Jónsson, og við byggjum málið einfaldlega á staðreyndum og sönnunum. Ég trúi ekki öðru en að við munum hafa betur.“
Tengdar fréttir Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00 „Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00 Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Blóðgjafir samkynhneigðra karla "flókið viðfangsefni“ Yfirlæknir Blóðbankans segir starfsfólki Blóðbankans þykja miður þegar gefið sé í skyn að hér á landi séu einstakar reglur um blóðgjafir samkynhneigðra karla. 5. ágúst 2014 14:00
„Ömurlegt, úrelt og örlítið hlægilegt“ Kristín Ólafsdóttir þekkir engan sem er ósammála henni í því að sú regla að samkynhneigðir menn megi ekki gefa blóð sé úrelt, ömurleg og örlítið hlægileg. 5. ágúst 2014 17:00
Kominn tími á að endurskoða reglur um blóðgjafir Lögsögumaður Evrópudómstólsins dregur í efa að réttmætt sé að banna karlmönnum, sem stunda kynlíf með sama kyni, að gefa blóð. Lögfræðingur segir að það sé tími til kominn að endurskoða reglur um blóðgjafir hér á landi. 7. ágúst 2014 20:00