Utanríkisráðuneytið kom ekki að vopnakaupunum Hjörtur Hjartarson skrifar 25. október 2014 12:45 Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“ Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Utanríkisráðherra segir rugl að tala um stefnubreytingu í vopnamálum lögreglunnar, einungis sé um að ræða endurnýjun á búnaði. Ráðherra segir jafnframt mikilvægt að lögreglan hafi greiðan aðgang að vopnum í því umhverfi sem hún starfar. Fram kom á fundi Allsherjarnefndar Alþingis í vikunni þar sem Jón H. Bjartmarz, yfirlögregluþjónn og Haraldur Johannesen, ríkislögreglustjóri voru gestir, að kaupin eða gjöfin á hríðskotabyssunum hafi verið fyrir milligöngu utanríkisráðuneytisins. Þessu hafnar utanríkisráðherra með öllu. „Utanríkisráðuneytið hefur enga aðkomu að þessu máli. Við höfum ekki haft neina milligöngu um neinar byssur,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson, utanríkisráðherra.„Voru þeir þá að ljúga?“„Það er einhver misskilningur hjá lögreglunni með þetta mál.“„Finnst þér um einhverja stefnubreytingu að ræða ef þessum vélbyssum verður komið fyrir í lögreglubifreiðum?“„Nei. Þetta er svo mikið rugl með þessa stefnubreytingu. Það er engin stefnubreyting. Lögreglan hefur alltaf haft aðgang að vopnum og ég skil því ekki alveg þegar fjölmiðlar eru að tala um einhverja stefnubreytingu.“ Gunnar segist mjög ánægður með að lögreglan skuli vera að endurnýja sín vopn. „Mér finnst mikilvægt að lögreglan sé með aðgang að slíkum vopnum í því umhverfi sem hún er að starfa í dag.“Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherraFjármálaráðherra tekur undir orð Gunnars og segir umræðuna á villigötum. „Mér finnst margir hafa hlaupið á sig í þessari umræðu ef ég á að segja alveg eins og er. Sérstaklega þeir sem hafa haldið því fram að hér sé á ferðinni einhver ný stefna, einhverjar nýjar áherslur annað hvort hjá Landhelgisgæslunni eða lögreglunni. Það er ekkert slíkt á ferðinni. Staðreyndin er sú að í áratugi hafa verið til skotvopn bæði hjá Landhelgisgæslunni og hjá Ríkislögreglustjóra,“ segir Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. Landhelgisgæslan heyrir undir innanríkisráðuneytið sem kom þó ekki að vopnasamningnum. „Innanríkisráðuneytið hefur enga formlega aðkomu að þessu máli og heldur ekki innanríkisráðherra. Á sínum tíma var ráðuneytið upplýst um það að það stæði til að endurnýja búnað hjá lögreglunni og það fæli ekki í sér kostnað fyrir löggæsluna. Það er upplýsingarnar sem innanríkisráðuneytið hefur haft,“ segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherra.Hanna Birna Kristjánsdóttir, innanríkisráðherraErfitt hefur reynst að fá skýra svör um hvort byssurnar hafi verið keyptar eða ekki, fjölda eða hvernig afhending þeirra fór fram.„Finnst þér ekki að ríkt hafi leynd vegna þessa máls eða menn hafi verið tvísaga í upplýsingagjöf í þessu máli?“„Ég held að menn hefðu átt að segja bara strax hvernig hlutirnir voru því það er ekkert óeðlilegt við þetta,“ segir Gunnar Bragi.„Afhverju var það ekki gert?“„Það hef ég ekki hugmynd um, þú verður að spyrja þessar stofnanir.“„Finnst þér hafa verið tvísaga í þessu máli?“„Mér finnst að þeir hefðu átt að svara skýrar um þetta mál, já.“
Mest lesið Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent Mannfallið að nálgast tvær milljónir Erlent Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Innlent Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Erlent Svíar líta til kjarnorkuvopna Erlent Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira