„Þetta er stórkostleg vitleysa sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna“ ingvar haraldsson skrifar 25. ágúst 2014 08:00 Fjöldri þekktra Íslendinga hafa tekið ísfötu áskoruninni undanfarið. Ísfötuáskorunin hefur undanfarið breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Áskorunin gengur út á að taka upp myndband af sér að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni og í leiðinni styrkja MND samtök eða rannsóknir. Þátttakendur skora svo á aðra að gera slíkt hið sama. Fjöldi heimsþekktra einstaklinga hefur tekið þátt í áskoruninni og jafnframt gefið stórfé til ALS, bandarísku MND samtakanna. Þeirra á meðal eru Oprah Winfrey, Justin Timberlake, Bill Gates, Lady Gaga og George Bush. Ríflega tíu milljónir dollara hafa safnast á dag til ALS samtakanna síðastliðna fimm daga en í gær náðu áheit til samtakanna sjötíu milljónum dollara. Áskorunin hefur einnig náð til Íslandsstranda. Síðustu daga hafa Gylfi Þór Sigurðsson, Gunnar Nelson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Ragnar Jónsson ásamt fleirum tekið áskoruninni.Guðjón SigurðssonStórkostleg vitleysa sem hjálpar til „Þetta er stórkostleg vitleysa, sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, og bætir við að allir hafi gott af kælingu. Guðjón segir styrki til samtakanna hafi aukist undanfarið. „Það eru ekki háar upphæðir en margt smátt gerir eitt stórt. Við þökkum fyrir hverja krónu sem kemur inn,“ segir Guðjón og bendir á að hægt sé að styrkja félagið í gegnum vef félagsins, mnd.is. Engin lækning er til við MND og því hefur tilgangur ísfötuáskorunarinnar meðal annars verið að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum. „Flestir deyja innan tveggja til fimm ára frá greiningu en um tíu prósent lifa í allt að tíu ár,“ segir Guðjón en bætir við að sjúkdómurinn fari misjafnlega með fólk. „Flestir stoppa mjög stutt við. Það eru svona fimm til sjö sem deyja og álíka margir sem greinast á ári.“ Vantar upp á stuðning Að sögn Guðjóns er staða þeirra sem greinast með sjúkdóminn erfið hér á landi. „Við höfum verið að heyja varnarbaráttu frá hruni eins og annað fatlað fólk. Þetta er oft erfitt, en við reynum eins og við getum að aðstoða sjúklinga og þeirra fjölskyldur ef eitthvað bjátar á.“ Honum finnst að betur þurfi að styðja við bakið á MND sjúklingum. „Það þarf miklu meiri stuðning við kaup á hjálpartækjum, hraðari greiningar og félagslega aðstoð. Oft er mikil bið eftir aðstoð sem endar oft með því að fólk deyr frá sínum rétti,“ segir Guðjón. Tengdar fréttir Beckham ber að ofan í ísbaði Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni. 19. ágúst 2014 18:30 Misheppnaðar ísfötuáskoranir "Ice Bucket Challenge“ hefur varla farið framhjá neinum undanfarna daga og vikur. 21. ágúst 2014 10:03 George W. Bush er ekki kuldaskræfa Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka Ísfötuáskoruninni. 20. ágúst 2014 12:57 Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni Frægir láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök. 14. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Ísfötuáskorunin hefur undanfarið breiðst út eins og eldur í sinu um heimsbyggðina. Áskorunin gengur út á að taka upp myndband af sér að hella yfir sig fötu af ísköldu vatni og í leiðinni styrkja MND samtök eða rannsóknir. Þátttakendur skora svo á aðra að gera slíkt hið sama. Fjöldi heimsþekktra einstaklinga hefur tekið þátt í áskoruninni og jafnframt gefið stórfé til ALS, bandarísku MND samtakanna. Þeirra á meðal eru Oprah Winfrey, Justin Timberlake, Bill Gates, Lady Gaga og George Bush. Ríflega tíu milljónir dollara hafa safnast á dag til ALS samtakanna síðastliðna fimm daga en í gær náðu áheit til samtakanna sjötíu milljónum dollara. Áskorunin hefur einnig náð til Íslandsstranda. Síðustu daga hafa Gylfi Þór Sigurðsson, Gunnar Nelson, Ágústa Eva Erlendsdóttir og Jón Ragnar Jónsson ásamt fleirum tekið áskoruninni.Guðjón SigurðssonStórkostleg vitleysa sem hjálpar til „Þetta er stórkostleg vitleysa, sem hefur hjálpað MND að eignast sess í hugum manna,“ segir Guðjón Sigurðsson, formaður MND félagsins á Íslandi, og bætir við að allir hafi gott af kælingu. Guðjón segir styrki til samtakanna hafi aukist undanfarið. „Það eru ekki háar upphæðir en margt smátt gerir eitt stórt. Við þökkum fyrir hverja krónu sem kemur inn,“ segir Guðjón og bendir á að hægt sé að styrkja félagið í gegnum vef félagsins, mnd.is. Engin lækning er til við MND og því hefur tilgangur ísfötuáskorunarinnar meðal annars verið að styrkja rannsóknir á sjúkdómnum. „Flestir deyja innan tveggja til fimm ára frá greiningu en um tíu prósent lifa í allt að tíu ár,“ segir Guðjón en bætir við að sjúkdómurinn fari misjafnlega með fólk. „Flestir stoppa mjög stutt við. Það eru svona fimm til sjö sem deyja og álíka margir sem greinast á ári.“ Vantar upp á stuðning Að sögn Guðjóns er staða þeirra sem greinast með sjúkdóminn erfið hér á landi. „Við höfum verið að heyja varnarbaráttu frá hruni eins og annað fatlað fólk. Þetta er oft erfitt, en við reynum eins og við getum að aðstoða sjúklinga og þeirra fjölskyldur ef eitthvað bjátar á.“ Honum finnst að betur þurfi að styðja við bakið á MND sjúklingum. „Það þarf miklu meiri stuðning við kaup á hjálpartækjum, hraðari greiningar og félagslega aðstoð. Oft er mikil bið eftir aðstoð sem endar oft með því að fólk deyr frá sínum rétti,“ segir Guðjón.
Tengdar fréttir Beckham ber að ofan í ísbaði Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni. 19. ágúst 2014 18:30 Misheppnaðar ísfötuáskoranir "Ice Bucket Challenge“ hefur varla farið framhjá neinum undanfarna daga og vikur. 21. ágúst 2014 10:03 George W. Bush er ekki kuldaskræfa Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka Ísfötuáskoruninni. 20. ágúst 2014 12:57 Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni Frægir láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök. 14. ágúst 2014 20:00 Mest lesið Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Innlent Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Innlent Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Innlent Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Innlent Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Erlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Innlent Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Innlent „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara Erlent Fleiri fréttir Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Mengun gæti borist á Snæfellsnes og Vestfirði Hlutum kastað til í verslun og könnu í bílrúðu Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Sjá meira
Beckham ber að ofan í ísbaði Kyntröllið David Beckham er sá nýjasti til þess að birta myndband af sér að láta hella yfir sig ísköldu vatni. 19. ágúst 2014 18:30
Misheppnaðar ísfötuáskoranir "Ice Bucket Challenge“ hefur varla farið framhjá neinum undanfarna daga og vikur. 21. ágúst 2014 10:03
George W. Bush er ekki kuldaskræfa Bush er líklega seinasti maður sem að nokkur hefði búist við því að taka Ísfötuáskoruninni. 20. ágúst 2014 12:57
Timberlake og Zuckerberg hella yfir sig ísköldu vatni Frægir láta gott af sér leiða og safna áheitum fyrir góðgerðarsamtök. 14. ágúst 2014 20:00