Kostnaðarsamur flutningur Fiskistofu Linda Blöndal skrifar 28. júní 2014 19:35 Áætlað er að flutningur um fimmtíu starfa Fiskistofu til Akureyrar mun kosta á bilinu 100 til 200 milljónir króna, segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Nokkuð ljóst er því að aðgerðin verður kostnaðarsöm, bæði fjárhagslega og félagslega en á mánudag býðst starfsfólkinu áfallahjálp. Ráðuneytið mun styrkja starfsfólkið vegna flutninga, atvinnuráðgjafar eða sveigjanlegra starfsloka, og einnig þarf að segja upp leigusamningi höfuðstöðvanna í Hafnarfirði sem rennur út árið 2026.Fordæmalaus flutningurGuðlaug Kristjánsdóttir, Formaður BHM segir flutninginn fordæmalausan og hvetur starfsfólkið til að skoða lagalega stöðu sína. „Þetta ber mjög brátt að og er af stærðargráðu sem er áður óþekkt. Það þarf að skoða allar forsendur og það vakna fjöldamargar spurningar“, sagði Guðlaug í fréttum Stöðvar tvö. Athuga þurfi til dæmis hvort að þetta skilgreinist sem uppsagnir og hvort að málefnaleg rök séu þá fyrir þeim. „Þetta snýr að réttindamálum starfsfólks og við hverjum starfsfólk til að setja sig í samband við stéttarfélagið sitt“, segir Guðlaug. Starfmenn Fiskistofu gegna margir mjög sérhæfðum störfum og eru í ólíkum stéttarfélögum innan BHM.Gríðarlegt inngrip í líf fólksGuðlaug segir að einnig sé mjög óljóst hvenær þessir flutningar munu hefjast og hvaða tíma starfsfólkið hefur til að skoða sín mál. „Við eins og aðrir starfsmenn þurfum fyrst og fremst að fá nægan tíma til að bregðast við og skoða stöðuna“, segir hún. „Þetta er stærsti flutningur á störfum hingað til, það fluttust 20 störf með Byggðastofnun á Sauðárkrók og þá fluttist einn starfsmaður með frá Höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er gríðarlega mikið inngrip í líf fólks og mikilvægt að fólk fái ráðrúm til að átta sig. Þetta eru landshornaflutningar sem verið er að leggja upp með“, segir Guðlaug. Ekki verið að flytja alla stofnuninaSigurður Ingi lagði áherslu á það í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö að ekki sé verið að flytja stofnunina út á land heldur einungis höfuðstöðvar hennar. Tíu til tólf störf verði eftir á Höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum á að vera lokið í lok næsta árs, 2015.Fleiri störf jafnvel flutt burtSigurður Ingi segir ekkert útilokað að fleiri störf verði flutt til landsbyggðarinnar á vegum síns ráðuneytis þó líklega yrði það í minni mæli en nú. Ekki fæst uppgefið hvaða störf þetta gætu verið. Þá telur hann ekki þörf á sérstakri lagasetningu vegna flutning starfa Fiskistofu þar sem ekki væri verið að flytja heila stofnun á milli landshluta heldur bara höfuðstöðvarnar. En árið 1998 féll hæstarréttardómur um að flutningur Landmælinga tveimur árum fyrr til Akraness væri ólöglegur. Sigurður Ingi kallaði starfsfólk Fiskistofu saman með dags fyrirvara á fund í gær og tilkynnti þeim breytingarnar. Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira
Áætlað er að flutningur um fimmtíu starfa Fiskistofu til Akureyrar mun kosta á bilinu 100 til 200 milljónir króna, segir Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. Nokkuð ljóst er því að aðgerðin verður kostnaðarsöm, bæði fjárhagslega og félagslega en á mánudag býðst starfsfólkinu áfallahjálp. Ráðuneytið mun styrkja starfsfólkið vegna flutninga, atvinnuráðgjafar eða sveigjanlegra starfsloka, og einnig þarf að segja upp leigusamningi höfuðstöðvanna í Hafnarfirði sem rennur út árið 2026.Fordæmalaus flutningurGuðlaug Kristjánsdóttir, Formaður BHM segir flutninginn fordæmalausan og hvetur starfsfólkið til að skoða lagalega stöðu sína. „Þetta ber mjög brátt að og er af stærðargráðu sem er áður óþekkt. Það þarf að skoða allar forsendur og það vakna fjöldamargar spurningar“, sagði Guðlaug í fréttum Stöðvar tvö. Athuga þurfi til dæmis hvort að þetta skilgreinist sem uppsagnir og hvort að málefnaleg rök séu þá fyrir þeim. „Þetta snýr að réttindamálum starfsfólks og við hverjum starfsfólk til að setja sig í samband við stéttarfélagið sitt“, segir Guðlaug. Starfmenn Fiskistofu gegna margir mjög sérhæfðum störfum og eru í ólíkum stéttarfélögum innan BHM.Gríðarlegt inngrip í líf fólksGuðlaug segir að einnig sé mjög óljóst hvenær þessir flutningar munu hefjast og hvaða tíma starfsfólkið hefur til að skoða sín mál. „Við eins og aðrir starfsmenn þurfum fyrst og fremst að fá nægan tíma til að bregðast við og skoða stöðuna“, segir hún. „Þetta er stærsti flutningur á störfum hingað til, það fluttust 20 störf með Byggðastofnun á Sauðárkrók og þá fluttist einn starfsmaður með frá Höfuðborgarsvæðinu. „Þetta er gríðarlega mikið inngrip í líf fólks og mikilvægt að fólk fái ráðrúm til að átta sig. Þetta eru landshornaflutningar sem verið er að leggja upp með“, segir Guðlaug. Ekki verið að flytja alla stofnuninaSigurður Ingi lagði áherslu á það í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö að ekki sé verið að flytja stofnunina út á land heldur einungis höfuðstöðvar hennar. Tíu til tólf störf verði eftir á Höfuðborgarsvæðinu. Breytingunum á að vera lokið í lok næsta árs, 2015.Fleiri störf jafnvel flutt burtSigurður Ingi segir ekkert útilokað að fleiri störf verði flutt til landsbyggðarinnar á vegum síns ráðuneytis þó líklega yrði það í minni mæli en nú. Ekki fæst uppgefið hvaða störf þetta gætu verið. Þá telur hann ekki þörf á sérstakri lagasetningu vegna flutning starfa Fiskistofu þar sem ekki væri verið að flytja heila stofnun á milli landshluta heldur bara höfuðstöðvarnar. En árið 1998 féll hæstarréttardómur um að flutningur Landmælinga tveimur árum fyrr til Akraness væri ólöglegur. Sigurður Ingi kallaði starfsfólk Fiskistofu saman með dags fyrirvara á fund í gær og tilkynnti þeim breytingarnar.
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Innlent Fleiri fréttir Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Sjá meira