ESB skýrsla herðir stjórnarflokkana í andstöðunni Heimir Már Pétursson skrifar 18. febrúar 2014 20:00 Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra. Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Utanríkisráðherra segir skýrslu Hagfræðistofnunar um Evrópusambandið í engu breyta stefnu ríkisstjórnarinnar varðandi þjóðaratkvæðagreiðslu um framhald viðræðna. Skýrsla aðila vinnumarkaðrins um evrópumálin muni engu breyta enda pöntuð af stuðningsmönnum aðildar. Ríkisstjórnin ræddi skýrslu Hagfræðistofnunar á fundi sínum í morgun. Í fljótu bragði er ekki margt nýtt að finna í skýrslunni en utanríkisráðherra segir hana renna stoðum undir skoðun hans á sambandinu. Skýrsla Hagfræðistofnunar og umræður um hana á Alþingi á morgun eru annað skrefið af þremur sem ríkisstjórnin tiltók í stjórnarsáttmála varðandi framhald aðildarviðræðna. Þriðja skrefið væri jþoðaratkvæðagreiðsla. Í skýrslunni kemur fram að erfitt sé að átta sig á hver framvindan hefði orðið í sjávarútvegsmálum í viðræðum við sambandið, þar sem viðræðum hafi verið hætt áður en samningsmarkmið íslands lágu fyrir. „Það er ekki beint við okkur að sakast í því. Evrópusambandið var náttúrlega ekki tilbúið til að opna þennan kafla. En það kemur líka fram í þessari skýrslu sem menn sjá þegar þeir kynna sér hana, að Hagfræðistofnun segir eða gerir ráð fyrir því að okkur hefði gengið illa, eða nánast verið ómögulegt að fá einhverjar undanþágur frá sjávarútvegsmálum. Þannig að við erum í raun á sama stað og við vorum með það,“ segir Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra. Ráðherra vill ekki fullyrða hvort þessi skýrsla auðveldi stjórnvöldum að slíta viðræðunum.Munið þið einnig horfa til þeirrar skýrslu sem aðilar vinnumarkaðarins eru að láta gera áður en endanleg ákvörðun verður tekin? „Ég get ekki séð að sú skýrsla hafi nokkur áhrif á það sem við erum að gera. Enda er sú skýrsla pöntuð af fylgjendum Evrópusambandsins,“ segir utanríkisráðherra. Skýrslan styrkji hann í andstöðu hans við aðild. „Þetta undirstrikar þá stefnu mína að Ísland á ekkert erindi inn í Evrópusambandið. En við vitum líka og það kemur þarna fram að það er mjög erfitt að spá um framhald, um hvernig Evrópusambandið muni þróast og það er væntanlega líka einhver umræða sem við þurfum að taka. Ætlum við að fara inn í eitthvert samband sem við vitum ekkert hvert þróast og ekkert hvert fer,“ segir Gunnar Bragi.Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra segir skýrsluna gefa ágæta samantekt á stöðu mála, ekki hvað síst efnahagsmála innan sambandsins. Erfitt sé að sjá hvernig vinna ætti úr þjóðaratkvæðagreiðslu um framhaldið. „Það er mjög mikilvægt að sé hægt að vinna með þá niðurstöðu, sama hver hún verður. Og þegar í hlut eiga tveir flokkar sem báðir eru andvígir inngöngu í Evrópusambandið sé ég ekki fyrir mér að það sé hægt yfir höfuð að vinna með þá niðurstöðu að það eigi að halda viðræðunum áfram,“ segir fjármálaráðherra.
Mest lesið Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Innlent Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Innlent Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Innlent Hætta vinnslu umsókna innflytjenda frá 75 ríkjum Erlent Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Innlent Vilja geta sett herlög á eyju norðan Íslands Erlent Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Innlent Þingmenn sem Trump sagði heimska lúffuðu Erlent Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Innlent Fleiri fréttir Grín sendiherrans ógni Íslandi Stórstjörnur í briddsheiminum á leið til landsins Vægur dómur yfir ofbeldismanni gagnrýndur og Bandaríkjamenn sakaðir um virðingarleysi Fékk 69 milljónir króna fyrir söluna Fyrrverandi þingmaður vill oddvitasæti á Akureyri Vilja stækka friðlýst svæði á Gróttu og Seltjörn Rúmlega tveir af hverjum þremur Mýrdælingum erlendir Leggja afnám áminningarskyldu fyrir þingið Keyrði á móti umferð á Reykjanesbraut Geti ekki haldið áfram að fjölga læknanemum samhliða aðhaldskröfu Akademískir starfsmenn lýsa yfir vantrausti á rektor Slapp óvænt við fangelsi og braut ítrekað á stjúpdóttur sinni Viðsnúningur og Helgi Bjartur færður bak við lás og slá Á batavegi eftir alvarlega líkamsárás á Höfða Léttara yfir formanninum eftir þriggja tíma fund Fékk afa sinn með sér á skólabekk Lögregluaðgerð beint gegn áfengissölu í Kópavogi Boðaður á fund í ráðuneytinu með stuttum fyrirvara Sögulegur fundur um framtíð Grænlands Tveir fulltrúar taka þátt í aukinni hernaðarviðveru Tveir handteknir vegna alvarlegrar líkamsárásar Kaus að styðja karlasamtök í stað lögreglu Ræddu undanþágu losunarheimilda Brutu stjórnsýslulög við útgáfu hvalveiðileyfis Jafnlaunavottunin verður lögð af á þessu ári Ljósvistarhönnuður hoppar hæð sína af gleði vegna breytinga Skoða dóma MDE í ráðuneyti og refsiréttarnefnd Hneykslan meðal kennara vegna rangfærslna Ingu í Kastljósi „Látið undan þrýstingi stóru fyrirtækjanna í búvöruframleiðslu“ Stóri-Boli boðar breytingar og klassískt vetrarveður Sjá meira
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent
Ólafur Ragnar við CNBC: Afleiðingarnar „gífurlegar“ ef Bandaríkin tækju Grænland með valdi Erlent